Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Qupperneq 3
Kona af kyni heimskauts-Eskimóa meö barn sitt i poka á bakinu, komin í heimsókn í kaupstaSinn í Thúle. sinni nóg af þessu rusli. Að minnsta kosti get ég ekki borgað svona falleg skinn meg því“. „Borgað“! hrópaði maðurinn og dró ekki af röddinni. „Þú heldur þó ekki, að ég sé sá níðingur að ætlast til borgunar fyrir þessa skinnsnepla? Ég myndi hrósa happi, ef þú vildir gera mér þann greiða ag hirga þá. Uss — borgun! Annaðhvort eru eyr- un á mér full af skít eða ég er bú- inn að missa vitglóruna, fyrst mér 'heyrðist eins og þú segðist vilja borga þessa ómyndarbleðla“. Hann hafði látið dæluma ganga langa stund, þegar ég skaut fram spurningu: „Mér er alveg ókleift að borga skinnin þín eins og vert væri. En þakklæti mitt vil ég þó myndast við að votta þér með einhverjum mála- myndargjöfum. Hvað myndir þú vilja þiggja, ef ég gerðist svo djarfur að nefna skranig mitt í sömu andrá og þessi gullfallegu skinn?“ Þá fór hann að tala við sjálfan sig, lík-t og hann væri að reyna að rifja eitthvað upp. En hann gat ekki nefnt neitt: „Hvað ég vildi eignast? Æ-æ, ég er maður, sem ekki á sér neinar óskir. Ég veit ekki um neitt, sem ég vildi eiga“. Ég varð að koma honum á sporið: „Viltu eignast byssu?“ „Byssu? Byssu! Æ-æ — lengi hefur mig dreymt um að eignast byssu. En ég — maðurinn, sem þú heyrir tala — er svo klaufskur veiðimaður. — Byssa væri ekki mitt meðfæri‘\ „Eg skal gefa þér byssu. Og svo gætir þú kannski notað hníf og ein- hver verkfæri. Og hvað væri það svo fleira?" Maðurinn gat ekki komið því fyrir sig, hvað hann vanhagaði um. En ég hef fengið skinnin, og nú læt ég hann fara niður í búðina með konu sína og börn, svo að hann geti sjálfur séð, hvag ég á. Ég fæ þeim lyklana, og þau fara sína leið. Þau loka vand- lega á eftir sér, og svo hefst vöru- skoðunin — þetta verður skemmti- legasti dagur ársins. Það var ekki til sú byssa í búðinni, að hún væri ekki tekin niður og þuklað á henni, hver einasti ketill var grandskoðaður og síðan látinn aftur á sinn stað, allir hnífar reyndir og pípunum stungið á milli varanna. Sama máli gegndi um skærin, nálarnar, vefnaðarvöruna, járnið — allt var margþuklað og skoðag og reynt á ýmsa vegu. Og þá var ekki hvað minnst þefað af sáp- unni. Þau voru allan daginn í búð- inni. Og nú gat ég skoðað skinnin og reiknað verðið. Þegar gestirnir komu aftur úr búðinni um kvöldið, vissi maðurinn, hvað hann óskaði sér. Hann sagði þag þó ekki berum orð- um, en talaði þeim mun meira um það, hvílíkt afbragð hnífarnir væru, bæði þeir hvítskeftu og brúnskeftu og eins litlu hnífarnir með sýlnum. „Og svo skoðaði ég þjalirnar — þess- ar fallegu þjalir. Þær hefði mig vant- að í sumar, þegar ég myndaðist við að bregða leti minni og þóttist ætla að fara gera eitthvað. Og það sá ég líka, ag þú átt axir, og þá datt mér í hug, að veiðimönnunum — sjálfan mig get ég ekki talið meðal þeirra — yrðl ekki skotaskuld úr því að höggva sundur kjötið á veturna með þeim“. Þannig rausaði hann, eins og hann hefði tekið að sér að auglýsa fyrir mig allt, sem tU var í búðinni. En svo var allt í einu rekið upp vein fyrir aftan hann. Það var kona hans, sem greip fram í fyrir honum — eftir, vísbendingu hans sjálfs. Það iá við, að hún væri með grátstafinn í kverkunum, þegar hún fór að bera sig upp undan því, hve frekan og ágengan mann hún ætti — mann, sem skammaðist sín ekki fyrir að tala um allt þetta dýrmæti, rétt eins og hann langað'i tU þess að eignast það, þó að allir vissu, að hann gæti ekkert af þessu borgað. Þegar maðurinn hafði nefnt flest, sem hann ágirntist, sneri ég mér að konunni: „En þú?“ sagði ég. „Ætlar þú ekki að verzla? Er ekkert, sem þi.g langar til þess að eiga?“ Hún -stokkroðnaði og skimaði í kringum, sig, eins og hún væri að leita að stað, þar sem hún gæti falið sig. „Ég? Nei-nei — ekki ég. Hvers ætti ég að óska mér? Ég er ekki þess verðug — ó-nei. Eg hef alls enga ósk Fluti á 262. siðu. T í M I N N SUNNUDAGSBL4Ð 213

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.