Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 16
samt flokksskírteini sinu og farmiða — já, sýndi meira að segja boðsbréf frá belgíska kónginum, sem vildi njóta þeirrar ánægju að sjá hann í hádegisveizlu sinni. En þessi skilríki öll voru að litlu metin af svörtu mönnunum, sem héldu áfram að sann færa sig um það með höndum, fótum og tungu, að van Oesterped væri ekki eintóm blekking. Loks tjáðu þeir höfðingjanum úrskurð sinn: „Jú — þetta er maður“. Kandsja fyllti pípuna á ný. En það fór sem fyrr, að hann sá ekki annað en þennan loðna maga og'hol- una, sem í hann var Nú fór að fara um hann, og hann spurði: „Er það þá rétt, að ég, Kandsja, sitji hér lifandi með pípu guðsins Kabalasar?" í þetta skipti svöruðu hinir svörtu þegnar hans án tafar. Þeir þurftu ekki að beita höndum, fótum né tungu til þess að sannfæra sig: „Já, þú ert hinn vitri lýandsja, og þú situr hér lifandi með pipu guðsins Kabalasar" Þá kveikti Kandsja í pipu sinni í þriðja; sinn, einblíndi lengi á nafla van Oesterpeds og leitaðist af fremsta megni við að uppgötva einhvern smáyrmling mannvonzkunnar eða minnsta spörfugl manngæzkunnar. En öll hans viðleitni var unnin fyrir gýg. Hann varpaði hinni heilögu pípu frá sér í ofboði og hrópaði hárri röddu: „<Juðinn Kafcalas sér allt! En ves- alings Kandsja sér fikki allt, jafn- vel þótt hann reyki pípu guðsins. Hvítinginn er ekki venjulegur mað- ur. Ég veit ekki, hvort hann er góð- «r eða vondur. Eigi góðvildin sér bústað í honum, þá er hún stærri en jörðin. og döpur augu mín hafa ekki áttað sig á henni. Búi illskan í hon- um, þá er hún meiri en hafið, og döpur augu mín drukkna i henni.“ Svo mælti Kandsja Því að spek- ingurinn veit, að það er, ekki sólin, sem deyr á kvöldin, heldur eru það augu mannsins, sem blindast. Þess vegna syngur hann guðinum Kaba- Iasi sama lof á daginn, þegar hann getur greint ský himinsin- ! órafirrð, sem á nóttunni, þegar hann getur tæpast greint flóna á brmgu sér. Fólkið í Hóbúlú-ættstofninum hlust aði hugfangið á orð höfðingja síns og settist jafnvel á hækjur sér, svo að það gæti hugleitt þau betur Eftir nokkra íhugun sagði það við Kandsja: „Þö að Kandsja geti ekkj séð inn i hvíta manninn, getur hvíti maður inn ef til vill séð inn i Kandsja“. Nú réttu þeir van Oesterped hina heilögu pípu. Fyrst hafnaði hann henni kurteislega, því að hann reykti ekki annað en egypzkar sígarettur. En þegar van Oesterped íót að hugsa um það, hve ískyggilegir tilburðir fylgdu hverju orði, sem kom af vör- um þeirra, lét hann til Ieiðast. Hann stakk pípunni upp í sig. Jafnskjótt streymdi um hann allan einhver sælukennd, sem hann hafði ekki fyrr kynnzt. Hann -brosti ljúfmannlega. Augu hans luktust, en opnuðust samt aftur innan stundar, og þá var sjón hans orðin með ólíkindum o,g skörp. Milljónamæringurinn fór ósjálfrátt að virða fyrir sér nafla hinna inn- fæddu og alls þess, sem þeirra var Fyrst sá hann pálmatré. hærri en nokkurt hús j Briissel. Svo varð hon- um litið á nafla vatnsins, og öll þau böð, sem hann hafði farið í á ævinni, voru honum gleymd Hann horfði á fuglana, oc allar djass- hljómsveitir, allar fiðlur, allar hörp- ur þögðu í huga hans — þúsundir leikhúsa, kaffihúsa og gistihúsa hurfu úr vitund hans. Þegar van Oesterped hafði gert þessar undirbúningsathug- anir, fór hann, sleginn mestu furðu, að virða fyrir sér Hóbúlú-fólkið Þegar hann horfði á nafla svartrar konu, skynjaði hann ómælisdjúp ást- arinnar — ástar, sem engan mann í Briissel hafði nokkru sinni órað fyrir: Hann sá ástheitar hendur þessarar konu grípa eiturslöngu, sem var i þann veginn að höggva elskhuga hennar, mann annarrar konu — hann sá eiginmanninn og elskhugann berja þessa konu með stráreipi. En ástin kulnaði ekki í hjarta hennar. Þegar hann stárði á nafla eins öld- ungsins, birtist honum dæmafátt hugrekki hans: Þessi hrumi maður sveiflaði sér upp á bakið á óðum nashyrningi. sem ætlaði að granda litlu, svörtu barni, og rak oddhvass- an rýting sinn í gegnum höfuðkúpu dýrsins. Naflar fólksins, ungra og gam|_lla, karla og kvenna, ljóstuðu upp óllu því, sem með mönnunum býr: Ástríð- um, hatri, göfuglyndi, svikum, öfund, munaði, ótta og sorg. Milljónamær- ingnum skildist. að nú fyrst hafði hann í raun og veru fæðzt og komizt í kynni við lífið í öllum þess m'kil- leik. Hann rak upp tryllingsleg fagn- aðaróp og byrjaði að dansa og stökkva fram og aftur. Og í kringum hann ærslaðist syngjandi blökkufólk úr Hóbúlú-ættflokknum, sem hrifizt hafði af ópum og dansi hvíta manns- ins. Van Oesterped fann það — því að hann hafði líka öðlazt tilfinningar við að reykja hina heilögu pípu og skynja eðli hlutanna —, að hann kærði sig ekki framar um fimmteið, hirti ekki heldur um amorsgyðjur í víðum kyrtlum, var jafnve) orðinn afhuga því, að leita að póstslöð, svo að hann gæti pantað skip með lækni og ferðakoffort. Glaður sem barn varpaði hann af sér öllum hinum margbrotnu flikum: Hatti, frakka, jakka, vesti og buxum, axlaböndum, bindi, flibba, sokkaböndum, skyrtu, nærbol, nærbrókum, skóm, sokkum og mörgu öðru. Og nakinn sem barn af móðurlífi, velti hann sér f gras- inu, að vísu með hálfgerðum hrolli, en þó gagntekinn svimandi sælu. Og hann hló og kyssti alla þá nafla, sem höfðu birt honum dásemdir tilver- unnar. Svertingjarnir vildu, að hann reykti aðra pípu og Skoðaði naflann á Kandsja. Og þá sá van Oesterped kös af slöngum, sem slettu tungum sínum illskulega fram og aftur. Kandsja var bæði vitur og vondur. Hann hafði drepið marga saklausa menn, þegar hann varð höfðingi Hó- búlú-ættflokksins. Van Oesterped fól andlitið í höndum sér og stundi þung- an. Svertingjarnir áttuðu sig undir eins á því, að hvíti maðurinn hafði séð illsku í fari höfðingjans, og þar eð þeir voru réttlátir menn, drápu þeir Kandsja og vörpuðu hræinu fyrir sjakala. Sjakalarnir rifu í sig kjöt höfð- ingjans. En Hóbúlú-cnenn höfðu ekki matazt, og þess vegna voru þeir fjarskalega svangir. Þeir settust á ný á hækjur sér og tóku að hugsa. Þá datt þeim, sem vitrastur var og soltnastur, i hug snjallræði: „Hvíti maðurinn er heilagur. Ef við etum hold hans, hjarta og lifur, verðum við líka heilagir". Þetta var rökvísleg hugmynd, sem allir aðhylltust, og svo átu þeir vesal- ings van Oesterped, þetta saklausa, nýfædda barn. Þvj að ekki var liðin nema hálf klukkustund síðan hann skynjaði heiminn — í þau fjörutíu ár, sem hann hafði lifað, hafði hann ekki séð annað en matardiska og æðardúnssængur. Svarta Hóbúlú- fólkið át hann, af því að það lang- aði til þess að verða heilagt, og lika af því, að það var soltið. Það gleypti hann, rétt eins og níihestarnir höfðu gleypt aumkunarverða félaga hans daginn áður. En svarta fólkið sætti harðri refs- ingu: Mennirnir ættu að vera varkár- ari en nílhestar, því skauzt yfir það, að hvíti maðurinn gat ekki séð nafla sjálfs sín, þegar hann reykti pípu guðsins Kabalasar. Ef hann hefði get að virt hann fyrir sér, hefði hann ekki séð neitt —, ekki hótinu meira en hinn vitri Kandsja, sem sjakalarnir rifu í sig. Svertingjarnir lögðu sér til munns slyttislega átuna af hvíta manninum, og með þeirri fæðu komst spillingin í sál þeirra. Þeir glöt- uðu ástinni og hatrinu. hugrekkinu og viðkvæmninni, fyrir fullt og allt. Svarta fólkið í Hóbúlú-ættflokknum varð latt og sljótt og líktist mest ak- feitum nílhestunum, sem móktu í leðjunni \ fljótinu. Þess vegna skyldi enginn furða sig Flutt á 261. síðu. 256 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.