Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 10
Flateyri við Önundarfjörð, þar sem Snorri starfaði í átján ár samfleytt — vinalegt þorp á lágri eyri milli hárra fjalla. skólastjóri og síðar námstjóri Norð- urlands, tók ég lítinn þátt í félags- málum — nema í góðtemplararegl- unni. Annars nef ég alltaf verið fé- lagslyndur og haft gaman af félags- störfum. Við aldamótamennirnir höfðum blossandi áhuga á almennum málefnum. Það hafa lika orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu á okkar ævi. — Hefurðu nokkurn tíma bragðað vin? — Jú, jú, en ekki síðan ég var ungur, og það var mikið hamingju- spor, þegar ég gerðist alger bindind- ismaður. — Byrjaðirðu ekki á sparifjársöfn- unin.ni á Akureyri? — Jú, á kreppuárunum. Börnin komu, að mínu undirlagi, með smá- aura í skólann og lögðu þá inn. Svo fengu þau það, sem safnazt hafði, útborgað, þegar þau fermdust. Þetta voru náttúrlega ekki stórar fjárupp- hæðir, en þær gátu komið sér vel, þar sem litið var um peninga. Þessi söfnun lagðist niður, þegar ísland var hernumið og gullflaumurinn streymdi inn í landið. Þá þótti engum vert að horfa í eyrinn. En þegar ég varð sjötugur, tók ég mig til og hóf á vegum Landsbank- ans (Seðlabankans) starf, sem nefnt hefur verið Spaiifjársöfnun skóla- barna og veitti því forstöðu fyrstu sex árin og hef raunar ekki að fullu skilið við það, þar til í fyrradag, að ég hætti fyrir fullt og allt og stend nú hér, eins og þú séifi, aðgerðar- laus. En á þessu starfi hef ég mikla trú. Það er miklið nauðsynjamál, sem margar menningarþjóðir hafa rækt um áratugi og telja veglegt uppeldismál. — Það hefur mikið verið rætt um þag undanfarið, hvort heppilegt sé, að barnaskóla ljúki um tólf ára ald- ur og börnin flytjist þá yfir á gagn- fræðastigið. Hvað segir þú um þetta? — Þegar fræðslulögin frá 1946 voru í smíðum, var töluvert rætt um þessa nýjung, sem í vændum var, og þó kannske varla nóg. Þetta höfðum við líka lítillega rætt, sem undir- bjuggum fræðslulögin frá 1936, þótt aldrei kæmi það til verulegra álita, ag stíga það spor. En þeim, sem ræddi við mig um þessa breytingu 1946, þótfi sem barnaskólinn frá 7—14 ára aldurs spennti yfir of stórt þroska- stig, og því væri rétt að taka ofan af honum síðasta árið og flytja það á hærra stig. Vig vorum sammála um það, að allar athuganir og öruggar mæling- ar á líkamlegum þroska bama, bentu til þess, að sá þroski kæmi nú fyrr og örar en áður. Það sýndu meðal annars niðurstöður þeirra mælinga á * bömum, sem. við Sigurður Jónsson, skólastjóri, höfðum unnið úr; hann á börnum í Miðbæiarskólanum í Reykjavík, en ég í barnaskóla Akur- eyrar, — hans náðu yfir fjögurra ára skeið, en mitt yfir tíu ára. —■ Og svipuð var þróunin annars staðar, til dæmis í Noregi. Hitt mundi hins vegar mega þykja augljóst, að hinn andlegi þroski færi þar ekki eftir. Og þetta er aðalat- riði þessara mála. Hvar í skipulaginu sem tólf og þrettán ára börn eru stödd, þá eru þau börn. Hér veltur því allt á framkvæmdinni, á kennaran um og starfsaðstöðu hans, hvort sem hann kennir í barnaskóla eða á gagn- fræðastigi. En ég hugsa, að hann eigi ^ örðugra með þetta aldursstig á gagn fræðastiginu, og það getur verið skipulaginu að kenna, óbeint þó. — Eru þetta ekki sérlega erfið ár í lífi unglingsins? . — Það vita allir, sem vig þessi mál hafa fengizt, að böm á þessum aldri eiga erfitt og eru vandmeðfarin í skóla. Þau þurfa öðrum fremur úr- valskennara, hvar á þrepi, sem þau eru stödd í skipulaginu. Og þar á um fram allt að vera bekkjarkennsla, 250 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.