Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 21
var einu sinni, Það hann mætti manni á íörnum vegi og bauð honum að feijpa á brennivínskút. Maðurinn tók feginsamlega við kútnum, en Símoni þótti hann teyga úr honum af meiri áfergju en góðu hófi gegndi. Segir hann þá með mestu hægð: „Þú gerir svo vel að skyrpa út úr þér gjörðunum, þvi að ekki rennir þú þeim þó niður, þó að þér þyki það gott, sem á kútnum er“. Efigar áttír Aðkomumaður fór að spyrjast fyrir um áttir í Ljósavatnsskarði. Karl einn, sem bjó þar í grennd, varð fyrir svörum: „Það eru engar áttir í Ljósavatns- skarði — bara hérna megin og hinum megin“. Skatan mikla Þúaði kammerráðiti Bjarni skratti bjó í Fagradal ytri. •Hann kom að Skarði til Skúla Magn- ússonar sýslumanns, og fór sýslu- maður hraklegum orðum um föður hans, Bjarna Ólafsson. „Faðir þinn var nízkur og tímdi ekki að gefa hundi bein“, sagði Skúli. Bjarni svaraði: „Forðastu svoddan fíflskugrein, framliðins manns að lasta bein — og þúa ég þig nú í þetta eina skipti, kammerráð“. Ðávirðulegur lifnaður Maddaman í Bólstaðarhiíð, Ingi- björg Ólafsdóttir, hafði fætt bónda sinum, séra Birni Jónssyni, tvibura. Þegar Illugi Ámason á Fjósum frétti þetta, varð honum að orði: „Dávirðulegur ep lifnaðurinn. Henni nægðist ekki með eitt, heldur tvö“. ill afkastamaður O'g djarfur sjómað- ur. Hann var lika óspar á að segja sögur af hreystiverkum sínum og svaðilförum, en ekki var trútt um, að sumt af því þætti með ólíkindum. Ein mesta skepna, sem hann hafði komizt í tæri við, var skatan, sem hann festi í á Setunum, einu miði þeirra Garðbúa. Það sagði sig sjálft, að þetta var erfiður dráttur, og þegar Magnús hafði loks náð skötunni upp í sjólokin, kom j ljós, að börðin á henni náðu bæði fram fyrir stafn og aftur fyrir skut á bátnum, svo mikil var skepnan. Grípur nú Magnús ifæru sína og leggur til skötunnar, en við það tók hún slikt viðbragð, að hann hraut útbyrðis, en bátnum hvolfdi. Magnús lenti á baki sköt- unnar og barst með henni í kaf. Ríg- hélt hann sér með annarri hendi i skaft ifærunnar og spyrnti sem fast- ast við fótum, og með þeim hætti reið hann skötunni langt í sjó niður. En þegar skepnan tók að dasast, skaut henni á ný upp á yfirborðið. ’Gat hann þá krækt ífærunni í bát sinn og rétt hann við. Síðan brytjaði hann skötuna við borðstokkinn, því „ að ekki gat hann innbyrt hana í heilu lagi. Var báturinn svo hlaðinn, þegar skatan var öll komin í hann, að sjór fiaut með listum, og þannig damlaði Magnús heim í vör sína. Áheyrendur spurðu Magnús, hvort ekki hefði verið skreipt á skötunni. „O-jú, nokkuð svo“, svaraði hann, „— þegar hún var að bretta börðin“. Ekki á allra færi Hermt er, að Einar Sæmundsson, faðir Látra-Bjargar, hafi eitt sinn sagt: „Það er ekki gerandi nema fyrir flugskýra menn að stela“. Katrin hljóp Helgi bóndi Bjarnason í Neðri- Rauðsdal var slíkur ákafamaður, að fágætt var, en kona hans, Katrin, var harla seinlát og lét sér sjaldan á liggja. Út af þvl gat þó brugðið. Eyjamenn höfð'u komið á skipi að Rauðsdal, og bauð Helgi þeim til stofu. Setti ógleði að einum gest- inum, er hann kom inn, og virtist mönnum hann vera að falla í ómeg- in. Helgi spratt á fætur, reif upp stofuhurðina cg heimtaði vatn. En ekki gat hann beðið þess, að þessari skipun væri gegnt, heldur æddi sjálf- ur af stað. Mætti hann þá konu sinni hlaupandi í göngunum. Við þetta varð Helga ærið bilt, því að slíku hafði hann ekki vanizt í sambúð þeirra, og veittu gestirnir því athygli, er hann kom inn aftur, að honum var brugðið. Spurði ein- hver, hvort honum væri illt. „Ó-nei“, svaraði Helgi. „Ekki er það. En það kemur alltaf yfir mig felmtur, þegar ég sé Katrinu hlaupa. Guddu sleppt Séra Þórður Jónsson í Reykjadal minntist þjáðt a kvenna í sókn sinni af predikunarstólnum, og var fyrirbæn hans á þessa ieið: „Skundaðu, Kristur, og hjálpaðu henni Kolfinnu í Jötu og henni Katrínu í bænum. En Guddu vorri sleppum vér“ Klæöaburöur Jakobs ísakssonar Bóndi einn í Flugumýrarsókn, Jón Ólafsson, kom til kirkju í sauðsvört- um fötum. Þótti ósvinna af bændum að hafa ekki meira við en svo í kirkju- ferðum, og vandaði prestur um við hann. En Jón var ölreiíur, sem þá var ekki ótítt a messudögum, og svar- i aði óðar: „Hí-nú — það er kindaliturinn í Toifmýri. Veiztu, hvort hann Jakob ísaksson hefur látið sortulita fötin sín, þegar hann klæddist ullarhárinu af mislita fénu sínu?“ ■>. * Skrýtfnn karl Egill Þorbjarnarson var iítill vát- maður, og hafði honum ekki verið haldið til bókar. Þó vildi hann frekar láta fólk ætia, að hann væri læs. Eitt sinn kom hann að Bólstaðar- hlíð, tók þar bók og fletti. Það var Vídalínspostilla. Egill rýndi um hríð í bókina, brosti annað veifið, svo sem honum væri allmjög skemmt við lesturinn, og mælti síðan siund- arhátt: „Skrýtinn var Bósi kari" GóÖ fer® Jón Jónssoa bjó -é• Felli í Kolla- firði, skynsamur karl, hjálpfús og orðheppinn. en drykkfelldur í mesta lagi. Á búskaparárum Jóns bar svo til, að skip strandaði í Skeljavík, og var vara úr því s.eld í tunnulali. Jón keypti þar vöru sem aðrir fleiri og ætlaði að flytja heim til sín á fjórum hestum. Nú tókst ekki betur til en svo, að Jón týndi öllum hestunum á leiðinni heim að Felli, einnig þeim, sem hann reið Var komin nótt, er hann stauiaðist in í baðstofuna, held- ur illa til reika. Hjá honum var vinnumaður, sem nefndur var Korns- ár-Kristján. Knstján vaknaði — og líklega heimafólk allt — við komu húsbóndans og spyr, hvort hann eigi ekki að fara á fætur og hirða hest- ana. Jón svarar: „Ó-nei, drengur minn, sofðu, sofðu — enginn hestur, eng- inn hestur“ Konu Jóns mun ekki hafa verið þetta geðfelld tíðindi. Hefur hún orð á því, að hann hafi verið ærið lengi í ferðinni. „Það er hetra að vera lengi og gera ferðina góða“, svarar Jón. Pípa Kabalasar — Flutt af 256. siðu. á þvi, þótt hersveitinni, sem send var á vettvang til þess að leita hinna fimm horfnu milljónamæringa og þriggja auðkýfingaefna, veittist auð- velt að sigra þennan 6Varta ættflokk, drepa karlmennina og spjalla kon- urnar. Og til Briissel hafði hún með sér lítinn blökkudreng, ungan níl- hest, sem ekki var enn búinn að melta rafknúnu hægðadælumar, og T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 261

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.