Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 13
Hinn 28. október 1920 veltu sem sé nílhestar lystisnekkjunni Belgiu á hliðina í saklausum lelk sínum í Kongófljóti, og sið- an gerði ungviði af þeirrl kynkvís! sér hœgt um vlk og gieypti milljónamæringana, auðkýfingaefnin, fiðlusnillinginn, matsveininn og káetuþjóninn . . . líktust stórum, svörtum svínum, og þar næst varð hann forviða á því, a< hinir innfæddu skyldu ekki gæta svín- anna sinna betur en þetta. Það \ líka einkennilegt, að innfæddu svíni . skyldu vera fíkin í að baða sig svona síðla dags, því að vatnið í fljót- inu var áreiðanlega ekki tuttugu og sjö stiga heitt. í næstu andrá skynj- aöi hann bleytu allt í kringum sig, oj. þegar hann áttaði sig til fulls á því, að hann svamlaði þarna í fljótinu eins og innfæddu svínin, fann hann fyrst óvefengjanlega, hve svona ó- vænt kvöldbað var óþægilegt. Loks gat hann kraílað sig upp á fljótsbakk ann, raunar að nokkru leyti hrakinn þangað af þessum fyrrnefndu svinum. Hann fagnaði því að vera kominn á þurrt, en kveinkaði sér þó, því að hnippingar hinna hjálpsömu dýra höfðu valdið viðkvæmum líkama hans sarsauka. Og sem hann stóð á bakk- anum og strauk á sér bakhlutann, bar fyrir augu hans sjón, sem hvert kvik- myndatökufélag hefði viljað greiða með tuttugu járnbrautarslysum og flugslysum, svo mikil var litadýrðin og þrótturinn, sem þar birtist, sannur og ófalsaður. Hinn 28. október árið 1920, að evrópsku tímatali, veltu sem sé nílhestar hin einkennilegu svín voru nílhestar, eins og van Oesterped gat sér að lokum til, þegar hann hafði rifjað upp ferðir sínar í dýragarðinn í bernsku) lystisnekkjunni Belgíu á hliðina í saklausuim leik sínum í Kóngófljóti, og sfðan gerði matgráð- ugt ungviði af þeirri kynkvisl sér hægt um vik og gleypti, þvert ofan í hollar áminningar eldri kynslóðainn- ar og matvenjur feðra sinna, ekki að- eins milljónamæringana fjóra, auð- kýfingaefnin þrjú, fiðlusnillinginn, matsveininn og káetuþjóninn, heldur einnig ferðakoffortin með háu hött- unum og rafknúnu hægðadælunum. Enda dró þetta dilk á eftir sér: Þriggja mánaða hægðatregðu og háls bólgu. Van Oesterped, sem var vitni að dapurlegum endalokum vina sinna, fékk skyndilega ákafa kveisu. En með því að hann rámaði í það frá náttúru- fræðitímunum í menntaskólanum, að nílhestar önduðu ekki með tálknum heldur lungum, varð óttinn við, að þeir kynnu að ganga á land og kom auga á hann, yfirsterkari sjúkleika hans og þrýsti honum til þess að flý.i • sem skjótast í næsta pálmalund. Þetta var kyrrt og unaðslegt kvöld. Van Oesterped létti, þegar hann var setztur í mjúkan mosann undir einu pálmatrénu — honum var viðlíka inn- an brjósts og hann sæti í pálmagarði hins góðfræga gistihúss, Reine Elisa- bet. Söngfugl úr hitabeltinu fullkomn aði hugblæ hinnar rúmensku para- dísar. Og þegar meltingarfæri Oester- peds, sem trufluðust svo skyndilega, voru aftur komin j samt lag, sofnaði hann vært á mosanum. Þegar hann vaknaði, fálimáði hann fyrst eftir rafmagnshnappinum, því að hann ætlaði að hringja, en lenti í staðinn með fingurinn á stórri og fer- • •* 7 p Hann mnntist þess, að nilhestar gátu gengiS á land. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 253

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.