Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 14
legri bjöllu, sem rak samstundis bit- k ' i' a síra á kaf í hann. Hann kall- aði hárri röddu á Gaston káetuþjón, en eina svarið, sem hann fékk, var demba af hnetum, sem hræddir apar létu rigna yfir hann. Á meðan van Oesterped hugleiddi, hvort vert væri að nudda kúluna, sem hann fékk á ennið, með upphlaupnum fingrinum, rankaði hann smám saman við sér og minntist þess, hvað fyrir hann hafði borið. Hann andvarpaði raun mædd- ur. En ekki missti hann kjarkinn. Hann skálmaði af stað inn í skóginn í leit að pósthúsi héraðsins, því að þaðan ætlaði hann að senda sim- skeyti til Belgíu og skipa svo fyrir, að ný lystisnekkja yrði búin til ferðar í snatri með lækni og ferðakoffort með öllum nauðsynjumi Heppnin var með honum. Hann fann reyndar ekki neitt pósthús, en ekki hafði hann flakkað nema í nokkr ar klukkustundir um skóginn, þegar hann sá agnarlitla, kolsvarta og alls- nakta mannveru. Van Oesterped gat sér þess undir eins til, að þetta væri vikadrengur frá stóru gistihúsi. Og þar eð hann var harla þreyttur orð- inn, skipaði hann þessum svarta trítli að bera si'g á bakinu, úr því að hvorki var völ á bifreið né hestvagni. En drengstaulinn virtist býsna illa siðað- ur. Hann hlustaði með frekjulegu brosi á skipanir milljónamæringsins, og j stað þess að leggjast niður eins og þolanlega taminn úlfaldi, fór hann á kumpánlegasta hátt að kitla van Oesterped á maganum og reyna að losa einn hlekkinn í gullkeðjunni hans. Van Oesterped hneykslaðist á þessu og hét sjálfum sér því, að kæra þennan hortuga piltunga fyrir gisti- hússtjóranum. En í bráðina lét hann sér nægja að stökkva upp á bakið á piltiuum, og það gerði hann af meiri fimi en búast mátti við af manni, sem aldrei hafði í hnakk setzt um dagana og hvorki haft menn né hesta til reið- ar. „Hott!, hott!“, hrópaði hann. En trítillinn svarti hreyfði sig ekki. Milljónamæringurinn rak í hann mjó- ar tærnar á stígvélunum sínum og sló hann i hausinn með stafnum. En árangurinn varð ekki annar en sá, að hann lyppaðist niður með krampa- teygjum og ]á kyrr, þar sem hann var kominn, í stað þess að brokka í áttina að gistihúsinu. Það var með öðrum orðum ekki unnt að hafa nein not af honum, og van Oesterped neyddist til þess að halda ferð sinni áfram gangandi. . Eftir nokkra stund kom hann að kofa, og út úr honum streymdi þekki- leg matarlykt. Van Oesterped minnt- ist þess, að hann hafði ekkert bragð- að allan daginn, og þar sem hann ætlaði alls ekki að leggjast í leti, vatt hann sér inn í kofa, sem hugsazt gat, að væri eins konar matsölustaður hinna innfæddu. Þar héngu stór kjöt- flikki yfir eldi, og gömul kona, sem einnig var kolsvört um ailan skrokk- inn, hökti í kringum pott. Van Oester- ped pantaði vínarsnittur og grænmeti. En garnla konan gaf því ekki neinn gaum. Reyndar hvarflaði hún frá pott inum og fór að vaga í kringum van Oesterped. En hún gerði sig ekki líklega til þess að dúka borð, sem raunar var ekki heldur til í kofanum. Van Oesterped lék satt að segja orðið hugur á að vita, hvað olli ósæmilegri framkomu hinna innfæddu, en kjötið glapti hann og minnti hann á, að hann átti óbættar sakir við maga sinn. Hann greip því kjötbita með fingrunum og gerði sér gott af hon- um á svipaðan hátt og samloku i skógarferð, án þess að skeyta um mannasiði, enda gat hann skírskotað til þess, að milljónamæringamir fjórir og auðkýfingaefnin þrjú, voru ekki til vitnis um það, þótt hann nið- urlægði sig á þennan hátt. Gamla konan rak upp gól og leitaðist við að klóra hann. Van Oesterped þykkt- ist við og rétti henni tíu franka seðil, því að honum fannst það hart að- göngu, að hann skvldi ekki talinn borg unarmaður fyrir einum kjötbita. En þegar gamla konan hélt áfram nauði sinu og vildi ekki láta af dónaskapn- um, sparkaði aiiiljónamæringurinn, sem oft hafði horft á knattspyrnu- keppni, í magann á þessari undarlegu forstöðukonu greiðasölustaðarin's, svo að hún valt um koll á gólfið. Tvíeffdur af kjötbitanum og vitund inni um það, að hann hafði gert skyldu sína, leit van Oesterped inn í næsta kofa og sá þar inni unga stúlku. Hún var eins og þau hin — kolsvört frá hvirfli til ilja. Hann skildi nú til fullnustu, að flestir íbúanna í þessu héraði voru að því leyti frá- brugðnir öðru fólki, að þeir voru svartir á hörund, svo að sennilegt mátti telja, ag þetta væru Negrar. Og það, sem hann tók sér nú fyrir hend- ur, átti rót sína .að rekja til íhlutunar læknanna í Briissel og hinnar algeru vöntunar á kvenfólki í lystisnekkj- unni Belgíu. Þegar van Oesterped hafði gaumgæft sköpulag stúlkunnar hvarflaði það að honum, hve len- hafði dregizt undan, að hann rækti sumar skyldur sínar, og nú afréð hann, þótt skömm sé frá að segja, að láta sér lynda þessa lítilf jörlegu, svörtu, alls nöktu stúlku, frekar en bíða þess aðgerðalaus, að hann næði aftur fundi belgískra skartkvenna í víðum kyrtlum. Hann rannsakaði stúlkuna og komst að raan um, að líkami hennar var í engu frábrugðinn líkömum hvítra stúlkna, og þess vegna hlaut að vera nægjanlegt að loka aug- unum til þess að hefja sig yfir allan mun á löndum, loftslagi og kynþátt- um. Stúlkan brauzt um og beit van Oesterped illilega j hökuna. En millj- ónamæringurinn, sem minntist her- bragða kunnáttusamra lífsnautnar- dísa heima í Belgíu, lét sér alls ekki bilt við verða — hann kunni meira að segja vel 'þessu fjöri stúlkunnar. Þegar van Oesterped gerði sig líkleg- an til þess að fara út úr kofanum, ör- magna af áreynslu, heyrði hann. að stúlkan hrópaði . engu bliðlegar en gamla konan hafði gert. Milljóna- mæringinn furðaði á þessu — allsber stelpa gat ekki verið ýkjadýr lags- kona. Hún hefði heldur átt að vera hreykin af heimsókn van Oesterpeds, sem jaínvel frægustu leikkonur og söngvadísir* konunglega leikh'ússins í Briissel tóku tveim höndum. Hann dró upp ávísanaheftið sitt og skrif- aði umyrðalaust ávísun — nr. 406186: „Til hins konunglega þjóðbanka í Belgíu. Gerið svo vel að greiða hand- hafa — svartri, strípaðri stúlku — fimm hundruð franka“. En ávísunin virtist ekki þess umkomin að sefa stúlkuna, og van Oesterped varð að taka í lurginn á henni. Þegar hann kom út, settist hann í mjúkan mosann undir einu pálma- trénu, því að hann vissi af fyrri reynslu, að við hann mátti notast í stað æðardúnssænganna, sem Gaston káetuþjónn hafði hagrætt af svo mik- illi kunnáttu. Ogbir sofnaði'hann. Hann hrökk upp við hræðdegan gaura gang. Tuttugu eða þrjátíu faðma frá honum stóðu svartar mannverur. er lömdu allt hvað af tók á skinn, sem þær höfðu þanið á milli ótal spýtna, með slíkum ópum og skrækjum, að annað eins heyrist ekki i neinum dýragarði. Vegna þess, sem á eftir fer, Verður ekki hjá þvj komizt, að víkja sögunni stundarkorn frá milljónamæringnum og drepa ögn á siði og venjur þessa svarfa fólks. Eins og van Oesterped hafði réttilega getíð sér til, var þetta kynkvísl Svertingja, er voru, nánar tiltekið, af svonefndum Hóbúlú-ætt- flokki. Hversu undarlega sem það kann að láta í eyrum, þá voru Hó- búlú-Svertingjarnir, sem vissulega bjuggu fjarri Briissel og öðrum höf- uðstöðvum menningarinnar og þekktu ekkert til gistiþúsa, svo að ekki sé minnzt á pósthúsnefnu, mestu sið- semdarmenn. Allir vissu þeir mæta- vel — þar með talinn litli drengur- inn, sem dó, þegar milljónamæringur- inn ætlaði að fara að siða hann —, að bæði var til gott og illt í heiminum. En þeir höfðu hvorki presta né lög- bækur til þess að fræða sig um, hvað væri gott og hvað illt, og þess vegna notuðust þeir við heilaga pípu með mynd af guðinum Kabalasi, sem allt skynjaði og gat líka greint á milli góðs og ills. Kabalas var með augu, eyru, munn og nef eins og aðrir guðir, en samt glöggvaði hann sig á 254 T I B I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.