Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.03.1963, Blaðsíða 18
austur- og vestui hluta arabíska rík- isins. Næsta ráðagerð um að gera skipa- skurð milli Rauðahafs og Miðjarðar- hafs kviknaði í höfðum þeirra Fen- eyjamanna og átti rót sína að rekja til þess, að verzlun þeirra var ógnað vegna uppgötvunar sjóleiðarinnar til Austurlanda 'fyrir Góðravonarhöfða. Skipaskurður milli þessara hafa hefði orðið þeim til mikilia hagsbóta í verzlunarsamkeppninni, en þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að bygging skurðarins væri þeim ofvaxin. Eftir því sem verzlunin við Indland og Kína óx, jókst og þörfin fyrir að sníða í sundur egj'pzka eiðið milli hafanna Þýzki heimspekingurinn Leibnitz ráðiagði Lfúðvík XIV — til þess að koma í veg fyrir innrás hans í Þýzka- land að leggja undir sig Egypta- land og grafa skipaskurð í gegnum það. En konungurinn vildi helaur eyða kröftum ! oflátungslega land- vinninga f Evrópu en beina þeim að stórvirkjum erlendis. Frakkar hugs- uðu ekki til slíks, fyrr en stjórnar- byltingin var um garð gengin. Árið 1798 var Napóleon Bónaparte sendur til Egyptalands með mikinn her, og var honum skipað að hertaka landið og reka Englendinga frá „öllum stöðvum þeirra i austri“, jafnframt áttj hann að láta grafa skurð í gegn- um eiðið milli Rauðahafs og Miðjarð- athafs og „tryggja franska lvðveldinu frjáls og alger yfirráð á Rauðahaf- inu.“ Napóleon áleit hernaðarlega þýð- ingu Egyptalands sérstaklega mikil- væga. I-Iann fór ríðandi um eyðimörk ina og fann sjálfur leifarnar af skurði Múhammeðs Ómars. Landmæl- ingamenn undir stjóm verkfræðings- ins Lepére voru með í förinni, og leiddu rannsóknir þeirra í ljós, að háflæði í Rauðahafinu var 35,5 fet- um hærra en iágflæði í Miðjarðarhaf- inu. Af þessu var auðráðið, að ekki var mögulegt að gera beinan skurð ' milli hafanna án flóðgátta og stíflna. Napóleon skipaði svo fyrir, áður en hann fór frá Egyptalandi, að gefa skyldi út skýrslu um allar aðstæðúr og síðan skyldj þvinga tyrknesku ríkisstjórnina til þess að gera skurð- inn „þeim til hags og dýrðar" — eins og hann orðaði það. Landmælingarnar höfðu verið mjög ónákvæmar, sérstaklega vegna sí- felldrar áreitni eyðimerkarkynflokka, sem gerðu athuganir erfiðar og hættu legar. En vegna hins mikla hróðurs Napóleons vou skýrslurnar yfirleitt teknar gildar, þótt þær væru í ósam- ræmi við athuganir Ptólemæusar end- ur fyrir löngu og bæri heldur ekki saman við kenningar um flóð og fjöru, svo sem hinir miklu vísinda- menn Laplace og Fourier bentu á. Áhrifin af skýrslu Lepéres voru hvergi meiri en í Bretlandi. í meira en hálfa öld gátu brezkir ráðherrar ekki gleymt, að Napóleon hafði velt fyrir sér byggingu Súez-skurðar og í öðru lagi, að verkfræðingar hans höfðu, að því er virtist, sýnt fram á. að verkið var óframkvæmanlegt. Leiðangur Napóleons ti] Egypta- lands hafði lagt upp frá Cadiz, þar sem skipin höfðu tekið vistir undir stjórn varðbátsforingja Napóleons, Mathieu de Lesseps, sem var af tign- um ættum. Faðir Mathieu hafði verið aðalræðismaður í St. Pétursborg. Eldri bróðir hans hafði tekizt á hend- ur óvenjulega ferð frá Kamchatka í gegnum Síberíu, og Napóleon út- nefndi hann borgarstjóra í Moskvu, meðan á örlagaríku hernámi hennar stóð. Eftir að Mathieu hafði vistað flota Napóleons, hélt hann árið 1801 til Malaga, þar sem hann kvæntist dóttur spánsks vínkaupmanns. Napóleon varð að láta undan síga fyrir herstyrk Englendinga á sjó og landi, og þegar friður hafði verið saminn milli þessara aðila, sendi hann Mathieu de Lesseps til Egyptalands til þess að stuðla að yfirráðum Frakka á landinu eftir stjórnmálalegum leið- um. Honum tókst að finna ættarhöfð- ingja, sem var fær um að mynda sér stakt ríki, er var óvinveitt Englandi. og ekki leið á löngu áður en þessi ætt ar'höfðingi, sem hét Múhammeð Ali, varð mikill áhrifamaður í egypzkum stjórnmálum vegna ötuls stuðnings Frakka. — Mathieu varð fljótlega að snúa aftur til Frakklands og þar fæddist honum sonur 19. nóvember 1805, og var hann skírður Ferdinand. ☆ Faðir Ferdinands varð um þessar mundir ráðherra Napóleons með að- setri í Písa á ítalíu. Fall Napóleons hafði í för með sér nokkur þreng- ingarár fyrir fjölskyldu Lesseps, en kom þó ekki í veg fyrir. að Ferdinand settist í háskóla og las lög. 1818 var faðir hans skipaður ræðismaður i Philadelphíu. en Ferdinand varð að- stoðarmaður frænda síns. sem var ræð'ismaður í Lissabon. Þegar Ferdinand de Lesseps var 27 ára gamall, var hann skipaður vararæðismaður í Alexandriu. Á leið- inni til Egyptalands brauzt út kólera á skipinu, og það var sett i sóttkví. De Lesseps eyddj tímanum við lest- ur, þar á maðal las hann skýrslu Lepéres um hinn hugsanlega skipa- skurð. Þessi stórkostlega hugmynd um byggingu skipaskurðarins hefur án vafa gripið hann sterkum tökum, þar sem hann var fanginn í sóttkvínni með lífið á aðra hlið, en dauðann á hina. Á þeim tuttugu árum, sem liðin voru, síðan faðir hans hafði hlúð að veldi Múhammeðs Ali, hafði vegur hans aukizt svo, að hann var í raun og voru allsráðandi í Egyptalandi. V Fyrstu orðin, sem Múhammeð Ali sagði við de Lesseps, voru: „Faðir þinn gerði mig að því, sem ég er. Mundu, að þú getur alltaf reitt þig á mig.“ Múhammeð Alí meðhöndlaði de Lesseps sem einn af sinni fjöl- skyldu, og hann var eini útlendingur- inn, sem fékk leyfi til að ræða við son hans, Said, sem var óhemju feit- ur og olli föður sínum miklum leiða af þeim sökum. Honum var skammt- aður matur, og auk þess var hann látinn gera líkamsæfingar til þess að spikið minnkaði, en í eldhús Ferdi- nands átti hann ávallt greiðan að- gang, og þeir urðu mjög nánir vin- ir. De Lesseps hafði engar áætlanir á prjónunum um skipaskurðinn um þessar mundir; hann kom ekki þar við sögu fyrr en tuttugu árum síðar. • Múhammeð þvingaði hins vegar 60.000 egypzka verkamenn til þess að grafa skurð frá Alexandríu til Níl- ar með berum höndum og kostaði það 15.000 mannslíf. Le Lesseps var ræðismaður í Alex- andríu í fimm ár, og á þeim tíma hvarflaði hugmyndin um skipaskurð- inn að mörgum. Árið 1830 mældi enskur kafteinn eiðig enn einu sinni og sýndi fram á að mælingar Lepére voru rangar, en heima I Englandi voru athuganir hans hunjlsaðar. En einhverjir óvenjulegustu fylgismenn hugmyndarinnar voru meðlimir sér- trúarflokks nokkurs, sem flutzt höfðu frá Frakklandi til Egyptalands. Þeir kenndu sig við heilagan Símon. og hafði hann vitrazt þeim 1779 og sagt að gera ætti skipaskurð í gegnum Panama-eiðið: Það var því ekki að undra, að þeir hefðu áhuga á Súez- skurði. Þeir ortu ljóð um hinn vænt- anlega skurð og sáu í honum tákn bræðralags allra þjóða. Þrír verkfræðingar af bremur þjóð ernum: Robert Stephenson frá Eng- landi. Talabot frá Frakklandi og Ne- grelli frá Ástralíu, rannsökuðu mögu- leika á skurði gegnum eiðið og lýstu verkið óframkvæmanlegt. Um þetta leytj var de Lesseps ráð- gjafi franska ríkisins á Spáni, og náði stjórnmálaferill hans hámarki árið 1848, en þá syrti skyndilega í álinn, og hann féll í ónáð, 44 ára gamall. Hann dró sig algerlega í hlé frá stjórnmálum, og skömmu síðar tók hann við umsjón sveitaseturs tengda- móður sinnar Þá laust ógæfan hann öðru sinni, og hann missti konu sína og einn sona sinna, þegar skarlatsótt herjaði landið í einmanaleik sínum tók hann að hugsa til fortíðarinnar og rifjaði þá upp allt, sem fram hafði komið um gerg Súezskurðar. Og nú greip þessi hugmynd hann svo föstum tökum, að öll hans hugsun snérist um hana. — Um þetta leyti andaðist Múhammeð Alí í Egyptalandi, og sonarsonur 258 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.