Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 2
r EMILÍA BIERING: VINNUKONAN Eitt af þeim orðum í íslenzkri tungu, sem í fyrri daga var einna algengast, virðist nú á góðum vegi með að hverfa úr málinu. Það er orðið vinnukona. í gamla daga fannst heldur engri mann- eskju neitt athugavert við að vera kölluð það, enda knúðu landslög og landshættir flest kvenfólk, og raunar karla líka, til þess að vera vistráðin hjá öðrum, væru þau ekki húsbændur sjálf. Jafnvel lausamennskubréfin voru ekki orð in algeng þá. Nei, stúlk- um þeirra tíma fannst ekki verra að vera kallaðar vinnu- konur en nútímastúlkunni að nefnast skrifstofustúlka, síma- stúlka eða annað álíka. En nú virðist helzt sem ungu fólki þyki eins og einhver smánarkeim- ur af orðinu og starfinu, og gaman væri að vita, hversu fá- menn sú stétt er orðin. Fjöl- menn er hún áreiðanlega ekki, því að þá myndi hún eiga sér einhver félagssamtök til þess að annast áhugamál sín og réttindi. Annars skil ég það aldrei fylli- lega, hvers vegna stúlkur hafa svona rótgróna fyrirlitningu a þessu starfi. Ekki er stéttaskipting in svo áberandi núorðið, að þær þurfi að óttast, að litið sé niður á þær, og kjörin virðast nokkurn veginn sambærileg við önnur venjuleg störf, þar sem fæði og húsnæði er komið í það verð, sem raun ber vitni. Er það þá atlætið? Einu sinni var mikið lagt upp úr því, enda ærið misjafnt. En nú á dögum myndi engin húsmóðir leyfa sér að tala styggðaryrði til stúlkunnar sinnar, því að hún væri þá bara farin. Og ekki mun þeim boðin lélegri herbergi til íbúðar en fjölskyldan býr sjálf við - og þáð sýnist nú víðast hvar sæmilegt, að minnsta kosti hjá því fólki, sem getur leyft sér þann munað að hafa vinnukonu. Jafn- vel útvarpstæki (bráðum sjónvarp) þykir víst ekki nema sjálfsagt að láta þeim í té, auk fullkomins húsbúnaðar í herbergið. Leyfin einnig sambærileg við önnur störf. En samt virðist óbragð af orði og starfi. Auðvitað er það líka ólíkt fínna, og dýrara um leið, að fara í okkar ágætu kvenna skóla. En þó er þess að gæta, að hjá góðum húsmæðrum er einnig unnt að fræðast um margt, og það kunnu ungu stúlkurnar að meta hér áður fyrr, enda færri tækifærin þá til þess að afla sér menntunar — á því sviði sem öðrum. Það var líka þannig, að myndarleg heimili gátu valið sér starfslið — og dekruðu þó ekki við hjúin. Ekki ætla ég að mæla bót þeirri meðferð, sem stúlkur máttu þá oft og tíðum sæta. Það sýndi sig 'í því sem öðru, hversu kjör margra voru hryggilega ömurleg, að slíkri hörku skyldi unnt að beita við hjú, án þess að bíða álitshnekki í augum samtíðar- innar. En fróðleikur felst í því að bera saman fortíðina og nú- tímann. Það hvarfla í huga mér atvik frá æskudögum ömmu minnar, sem geta verið gott sýnishorn af slíku. En þó skal þess getið að hún var betur sett en fjöldi af hennar jafnöldrum, sökum ættartengsla og eigin hæfileika, þótt umkomu- laus mætti hún teljast. Mig minnir að það væri vorið 1869, þegar amma var seytján ára, að fóstra hennar kom að máli við hana og sagðist vera búin að lofa vinkonu sinni, frú Sigríði Blöndal, að lána henni hana um átta vikna skeið. Sig- ríður þessi var gift Gunnlaugi Blöndal, sem þá var sýslumaður í Barðastrandarsýslu og bjó á Litlueyri í Bildudal. Eitthvað sárn- aði ömmu, , að fóstra hennar skyldi afráða þetta án þess að minnast á það við hana. En ekki þýddi að setja það fyrir sig, óg auðvitað var ekki um annað að ræða en fara orðalaust. Á heimili sýslumanns var margt um manninn og mikil gestanauð, og var amma látin vera við inni- störf þennan tíma, sem hún þá var þar, enda þrjár eða fjórar vinnukonur fyrir. Þá var það einn daginn, að tólf ára gamall drengur kom á heimilið til dvalar. Var það sveitarómagi, sem sýslu- maður taldi sig ekki geta skorazt undan að taka um t.íma. En frú- in var því mjög mótfallin.og tók þó út yfir, þegar hún sá drenginn, horaðan, tötralegan og lúsugan og með geitur í augnabrúnun- um — hvað þá heldur hári. Frúnni lá allhátt rómur, og ekki lækkaði hún hann, er hún tók að býsnast yfir þessari sendingu. Mun blessað barnið hafa heyrt þar ýmis orð, sem undan sveið. En víst var von, að frúnni ofbyði, enda sjálf hreinlát mjög. Henni varð það líka fyrst fyrir að ganga á fund griðkvenna sinna til þess að fá drenginn þrifinn, en þær afsögðu allar að taka það verk að sér. Þá fór frú Sigríður til ömmu og sagði: „Ég hef nú beðið allar vinnukonur mínar að þrífa strákinn, en þær neitað — þykjast ekki ráðnar til slíkra starfa. Þú ert ekki vistráðin hér, og þig ætla ég ekki að biðja, heldur að skipa þér að vinna verkið." Held- ur mun nú ömmu hafa hitnað í skapi við orð húsmóðurinnar, en ekki datt henni í hug annað en að hlýða — hún var því ekki vön heiman að, að hún, frekar en aðr- ir, gætu neitað að framkvæma skipanir. En sannarlega var þetta vont verk og leiðinlegt. Þetta var hlýr og mildur vordagur, og sjór- inn volgur á sandinum, svo að amma tók það ráð að fara með drenginn niður 1 fjöru og verka hann upp úr sjónum. Tárin runnu niður gráfölar kinnar drengsins. Hann hágrét af blygðun og sárs- auka, og ömmu sjálfri lá víst við að gráta líka, svo mjög vorkenndi hún honum. Og ekki mun hún hafa farið hörðum höndum um hann, því að milli þeirra tengdust vináttubönd, sem entust meðan bæði lifðu. Pilturinn varð nýtur maður, og sonur hans var um langt skeið skipstjóri á einu af okkar fallegustu skipum. Ekki gat amma orðið eins lengi á Litlueyri og um var talað, því að fóstra hennar veiktist. Hún var orðin mjög heilsubiluð, og var amma hennar hægri hönd við hús- móðurstörfin. En vel mun sýslu- manns frúnni hafa líkað við hana, því að hún sótti það fast að fá hana aftur. Ekki tók amma vel í það, enda taldi hún sig ekki geta yfirgefið fóstru sína meðan hún þyrfti sín við. En það varð skem- ur en hana grunaði, því að vetur- inn eftir dó hún, og atvik urðu til þess að amma fór af heimilinu um vorið. Réðist hún þá sem kaupakona til Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar að Ólafsdal um sum arið. Það vor fluttu sýskimannshjón- 266 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.