Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 6
I-Iallgrlrai og þeim bræðrum í té upp í arfinn. Jón Kolbeinsson bar sig samt vel, enda mun hann hafa þótzt þess full- viss, að hann næði peningunum, þótt dráttur kynni að verða á því. Og -honum varð að þeirri trú sinni. Sum arið 1832, þegar hálft sjötta ár var liðið frá dauða Björns Hagnússonar, kom fyrsta peningasendingin, sex hundruð spesíur. Það er hægt að gera sér í hugarlund áfergju Jóns Kol- beinssonar og félaga hans í Stykkis- hólmi, þegar þeir opnuðu peningo,- pokann eftir þessa löngu bið og gló- andi gullið valt út úr bögglunum. Og ekki var minna vert um hitt, að nú mun einnig hafa fengizt örugg vissa fyrir því, að það, setn eftir stóð. myndi einnig koma hin næstu misseri, að svo miklu leyti, sem því hafði ekki verið ráðstafað á tryggan hátt i Kaupmannahöfn. Þegar hér var komið, hafði Jóni Kolbeinssyni ekki tekizt að ná um boði þeirra Magnúsar Magnússonar. Ragnhildar í Rifi og Þóru á Skarði. En það hefur honum að sjálfsögðu verið mjög í mun, því að ynni hann þau, var með öllu girt fyrir það, að aðrir menn gætu frýnzt í þetta mál. En það var ekki við það kom- andi, að þau gengju til samninga við ‘taann. Skúli Magnússon lét ekki draga burst úr nefi sér, þar setn Þóra var, vinnukona hans, og mun honum haía þótt nóg að gert, þó að Jón seildist ekki líka inn á heimili hans sjálfs- Og ekki létu þau Magnús og Ragn- hildur heldur ánetjast. Af einhverj- um orsökum, sem nú er ekki unnt að grynna í, sleppti þó Bjarni amtmaö- ur hendinni af þeim, hvort heldur það hefur verið af því, að til ágrein- ings hefur komið við þau eða hann kosið að eiga sem minnstan hlut að þessu máli, þegar á herti. Ragnhild- ur fékk sér nýjan umboðsmann, Hans A. Clausen, kaupmann í Stykkishólmi, en Magnús virðist hafa trúað sjálfum sér bezt fyrir sínu máli, úr því sem komið var. X!. Það fór svo, að fleiri klæjaði i fingurgómana en kaupmennina í Stykkishólmi, er spurðist um Höfða- borgargullið, sem komið var til lands ins. Það átti ekki sízt við um Skarð- verja, Skúla sýslumann, sem þóttist eiga arf að heimta fyrir hönd Þóru vinnukonu sinnar, og Kristján, son hans, sýslumann í Snæfellsnessýslu. Var þeim harla nauðugt, að Jón Kol- beinsson sæti á fénu og hefði í hendi sér hvernig því væri skipt. Nú stóð svo á, að Þóru hafði ekfi auðnazt að feta hinn þrönga veg 'Bkírlífisins, þótt aldrei hefði hún ver- ið manni gefin. Hún hafði átt fjög- ur börn með kvæntum manni, Jósúu Jónssyni í Bæ, áður en sýslumaður tók hana á heimili sitt, og valdið með því hjónaskilnaði. Kallaði nú Skúli sýslumaður, að Þóra væri ekki fjár síns ráðandi að íslenzkum lögum og skipaði Þorvald Sívertsen í Hrapps- ey fjárhaldsmann hennar. Síðan tók hann að krefjast þess, að arfaskipti færu fram. En Jón var þungur fyrir. Hann veifaði samningum þeim, sem veittu honum rétt til þess að „með- höndla og stýra“ arfinum, skírskct- aði í öðru lagi til þess, að sumir erf- ingjanna væru sér skuldugir, og ve- fengdi þar á ofan, að Þóra væri ólög- ráða. Taldi hann, að það hefði verið afsannað með töku þingvitna, enda hefði hún sjálf áritað umboð það, er J. F. Magnus fékk, og sú undirskrift verið metin gild í sjálfri Kaupmannn höfn. Skúli var samt ekki af baki dottinn. Hann skrifaði Bjarna amtmanni j nafni Þóru og lagði allfast að hon- um að láta Kristján sýslumann ann- ast skipti. En undirtektir amtmanns voru daufar. Hann kvaðst ekki láta þetta mál til sín taka, nema til kæmi skipun æðri stjórnvalda. Leið svo fram á árið 1833, að Kristján Skúla- son fór hins sama á flot. Kvað suma erfingjana hafa snúið sér til sin og heimtað skipti, enda von á miklu fé til viðbótar þetta sumar, og mæltist eindregið til þess, að sér yrðu falin þau, svo að allir aðilar næðu rétti sinum. En Bjarni sat við sinn keip. í svarbréfi sínu sagði hann, að þetta arfamál hefði lítið komið til sinna kasta, sem embættismanns, og amtið gæti ekki nein afskipti haft af því. Jón Kolbeinsson var hinn gunnreif asti. Hann virtist hafa þá þræði í hendi sér, að hann gæti farið sínu fram, þrátt fyrir mögl Skarðverja, og látið það dragast enn langa hríð, að gera grein fyrir meðferð sinni á arf- inum. Og enn hækkaði á honum brún in. Vænar peningafúlgur bárust til yiðbótar, og haustið 1833 hafði J.F. Magnus lokið innköliuninni. Hann notaði aðfangadag jóla til þess að ganga frá lokareikningnum og gera fullnaðarskil. En það lá ekkert á að koma öllu fénu til íslands. Sumt af því var lagt á vexti erlendis, en annað fengið i hendur Benedikt rúðumeistara. er nú var veitt umboð til þess að fara með þann hluta arfsins, er enn var vtra. Og nu var lika að því komið, aö Jón næði síðasta- Hlíðarbróðurnum. Magnúsi, á sitt band. Honum tókst að koma ár sinni svo fyrir borð, r.ð Magnús, sem farinn var að búa norð- ur í Hrútafirði, gerði hka samning við hann. Að sönnu var Magnús var- kár og dýrseldari á arfinn en bræður hans. Jón varð að vinna það til um- boðsins að heita Magnúsi tiltekiiwfi fjárhæð að lokinni innheimtu, og mun hún hafa verið sem næst því, er hann ætlaði þá, að arfshluti hans yrði í raun og veru að frádregnum kostn- aði. En hitt mun honum hafa þótt mikils vert að fara með umboð sem flestra systkinanna. Þeim mun sterk- ari var aðstaða hans, ef í harðar deil- ur slægi. XII. Sumarið 1834 gerðist atvik, sem breytti aðstöðu Jóns Kolbeinssonar. Einn Hlíðarbræðra, Jón Magnússon, hafði flutzt búferlum að Syðra-Lága- felli í Hnappadalssýslu. Hann andað- ist þar í lok júlímánaðar þetta sum- ar og lét eftir sig konu og hálfvaxin börn. Þar voru loks komnir til sögu þeir erfingjar Björns frá Hlíð, sem ómótmælanlega voru ólögráða. Á þessu árabili fylgdi Hnappadals- sýsla Mýrasýslu. Eiríkur sýslumaður Sverrisson á Hamri beið ekki boð- anna, þegar hann spurði lát Jóns á Syðri-Lágafelli: Hann sendi hraðboða á fund Jóns Kolbeinssonar og kraið- ist af honum allra þeirra reikninga ,og skilríkja, er hann hafði undir hönd um, varðandi Höfðaborgararfinn. Hér var eftir nokkrum skiptalaunum að slægjast og viðbúið, að fleiri vildu komast í krásina. Þar var Eiríkur sýslumaður sann- spár. Það var ekki síður uppi fótur og fit á Narfeyri, er andlát Jóns Magn ússonar spurðist þangað. Kristján sýslumaður Skúlason mundaði penn- ann og hripaði Jóni Kolbeinssyni all- harðort kröfubréf. Kvað hann föður sinn, Skúla á Skarði, hafa krafizt þess af sér, að hann tæki bú Björns Magnússonar til skipta og hlutáðist til um, að arfshluti sá, sem Þóru bæri, yrði afhentur fjárhaldsmanni hennar, Þorvaldi í Hrappsey. Sagðist hann ekki vilja láta dragast að snúa sér til Jóns, sem innheimt hefði arf- inn, og óska þess, að hann gerði án undandráttar fulla grein fyrir þessum fjármunum, svo að skiptin gætu kom- izt á, „þar eð ég leiði mér ekki í grun, að hvar ómyndugir erfingjar í búinu eru, muni prívat óviðkomandi menn blanda sér inn i embættis- manna fúnksjónir". Bréf sýslumannanna hafa varla verið Jóni Kolbeinssyni kærkomin, og sízt af öllu hafa sneiðar þær, sem Kristján skar honum, hýrgað hann. En bréf Eiríks Sverrissonar hafði borizt fyrr og einsýnt, að skiptin myndu koma í hans hlut. Og það hef- ur Jón óefað fremur kosið, ef um tvo kosti var að velja. Haim svaraði Kristjáni um hæl með mikilli yfir- borðskurteisi, sem þó megnaði ekki að leyna meinfýsninni, sem lá á milli línanna: „Yðar heiðraða bréf af 18. ágúst næstliðins meðtók ég hann 20. sama 270 TfMINK - SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.