Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 8
sóperunrti LEIKUR SÁ sem nefndur hefur verið „Tú- skildingsóperan“ á islenzku, eftir þýzka skáld- ið Bertolt Brecht var frumsýndur i heimalandi skáldsins árið 1928, en tekinn til flutnings í íslenzkri gerð, i Iðnó, vorið 1959. íslenzka þýð- ingu leiksins gerði Sigurður A. Magnússon rit- höfundur. Túskildingsóperan, sem auðvitað er ekki ópera, er navurt ádeilurit og ágœtt leikhúsverk, þótt ekki sé það frumsmíð Brechts nema að nokkru, leyti. Leikurinn er feimnislaust og vís- vitandi saminn upp úr .,Betlaraóperunni“ eftir enska 18. aldar skáldið John Gay, aðeins fœrð- ur í aðrar flíkur. Annars hefur hljómlistin í Túskildingsóper- unni átt milcinn þátt í vinsœldum leiksins. Höf undur hennar var maður að nafni Kurt Weill, þýzkur náungi, sem ég veit annars engin deili á. Honum hefur að minnsta kosti verið það til lista lagt að búa til lifvœnlega slagara. — kann ski eitthvað meira. 1. desember síðastliðinn var ég gestuj á heim ili Hildigerðar og Sveins Bergsveinssonar, próf essors í Berlín, góðra vina minna frá gamalli tíð, og fékk þá að glu.gga í nokkur skáldskapar- verk, sem húsbóndinn á í handriti. Datt ég þá meðal annars ofan á þýðingu á vísunum um Macheath höfuðsmann úr Túskildingsóper- unni. Macheath þessi er miðdepill leiksins, vin- ur og stallbróðir höfðingfa, en undir niðri bófi og melludólgur. í þýðingu Sigurðar A, Magnús- sonar er Macheath nefndur Maggi hnífur, en hjá Sveini Bergsveinssyni heitir hann Maggi dólkur, og finnst mér það nokkuð gott. Handritið að vísunum um Magga dólk varð með einhverjum liœtti eftir í vasa minum, þeg- ar ég kvaddi hjá þeim á Hvítavatni, og þar sem ég býst við, að fleiri en mér muni þykja gaman að visunum, bið ég Sunnudagsblað Tímans að birta þœr í dálkuyn sínum. Eg skáka í því skjóli, til að þýðandi virði mér — barni í bókmenntum — þennan óbeðna erindisrekstur til vorkunn- ar. Ingvar Gíslason. Forleikur: Afrek Magga dólks Á árshátíðinni í Sóhó syngur hetjusöngvari um hetju- dáðir: — Og hákarlarnir hafa tennur, hafa tennur, beittan kjaft, — og maður nefndur Maggi dólkur er meistari í að fitla um skaft. Frá vinstri gengur Peachum, kona hans og dóttir yfir sviðið: Hanna var í hjartað stungin með hnífi, og þar var leikni beitt. Þar gekk Dólkur meðal manna, en maður sá vissi ekki neitt. Hákarl sundur búka bútar, blóði litar ugga og haus. En Maggi dólkur hefur hanzka — og handaverkin gallalaus. Tempsarfljót sinn farveg rennur, féll þar margur nár á beð. Enginn vissi um óðar pestir — en ýmsir höfðu Magga séð. Á sólskinsbjörtum sunnudegi, er sagt, að lík eitt fyndist þar. Fyrir húshorn skauzt í skyndi skálkur, er heitið Maggi bar. Margur reistur mektarbokki missti fjör á sama stað. Maggi gengur gulli aukinn. En getur nokkur sannað það? Og um hvarfið ökumannsins enn er talað. Fannst hann? — Nei. Margur spyr, hver mundi vita — Maggi dólkur veit það ei. Og Sóhóbruninn — við sáum farast sjö börn ung og gamlan mann. Ófróðastur enn var Maggi — og enginn sagna krefur hann. Og ekkjan góða í æskublóma, sem allir vita nafnið á, vaknar sorðin, svívirt orðin- Segðu, Maggi, prísinn þá. Skækjurnar hlæja. Upp stendur meðal þeirra maður, er gengur hröðum skrefum yfir sviðið og út. Knæpu-Jenny: Þetta er Maggi dólkur. Sveinn Bergsveinsson þýddi >W| — J 272 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.