Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Qupperneq 13
 I íesa húslestur að kvöldlagi, því að hann var mjög trúrækinn, og lestrar féllu aldrei niður. Ég skal til dæmis segja þér, hvaða sálmar voru suqgnir: Hugvekjusálmar voru sungnir frá veturnóttum til jðía, þá fæðingarsálmar frá jól- um til sjöviknaföstu, þrjátíu sálm- ar, síðan passíusálmar til páska, og þá tóku við upprisusálmar til hvítasunnu, fimmtíu að tölu . . . En þetta var nú innskot — já, fað- ir minn var að lesa húslesturinn. Baðstofuglugginn var rúðulaus, og upp í hann hafði verið troðið einhverjum tuskum. Allt í einu heyrum við þrusk, druslunni er kippt úr glugganum, og það stirn ir á gráan hramm i gluggakist unni. Faðir minn sprettur upp, þrífur hákarlalensu undan sperr- unni og leggur henni út um glugg ann. Og án þess að mæla orð af vörum tekur hann lestrarbók- ina á ný og lýkur lestrinum. Þetta kvöld var gestur hjá okk- ur, og gengu þeir, faðir minn og hann, út að loknum lestri. Snjór var á jörðu, og sáu þeir förin eftir dýrið og blóð í slóðinni. Fað ir minn hafði byssuna meðferðis. Þeir röktu blóðferilinn fram nes ið og ofan að sjó. Þar sáu þeir dýrið liggjandi á jaka rétt við landið. Gesturinn eggjaði föður minn á að skjóta á það, en faðir minn var tregur til þess — sagði, að því myndi blæða út innan skamms. Þó fór svo, að hann skaut, en árangurinn varð sá, að bangsi fékk kraft til þess að velta sér út af jakanum, og sökk þar í hafið sú blessuð björg. Árið 1891 fluttist faðir minn af Glettinganesi til Kjólsvíkur, og þar bjó hann til dauðadags, 1899. Þar bjuggu áður Guðni Stefáns son og Guðný Högnadóttir. Börn þeirra voru Gyðríður, Þorbjörg og Guðrún og tveir synir, Bald- vin og Guðmundur. Þetta fólk fór til Vesturheíms. Eigandi Kjólsvík- ur var þá Jón Sveinsson, vinnu- maður hjá Þorsteini bónda í Höfn. Ég hef heyrt, að hann hafi látið Þorstein fá jörðina gegn því, að hann sæi um sig til dauðadags og léti sér í té einn rjólbita á ári. Ekki mun þetta hafa verið fjáröflun af hendi Þorsteins, því að hann var manna fyrstur til þess að hlaupa undir bagga með fátæku fólki, einkum á vorin, þegar bjargráð voru minnst. — Síðar gaf hann Þorsteini, bróður mínum, jörðina. — Hver var nú bústofninn hjá föður þínum? GEtRMUNDUR — Við höfðum eina kú og tíu til tólf ær. Það var fært frá ánum, og það hjálpaði mikið. Einnig var töluvert kríuvarp á tangan- um á nesinu. Haustslátrunin var tvær kindur, og því var knappur kjötskammtur. Af fiski var skammtað eitt stykki á rnann og lýsi út á. Þeir, sem skutu seli, gáfu föður mínum oft sel. Á þessum tíma verzlaði á Seyð- isfirði, að mig minnir, Stefán, sem kallaður var grúði. Ilann tók upp þá nýjung að fara norður með víkum á vorin og deila út kart- öflum, einum poka á heimili. Þetta kallaði hann sumargjöf, og var hún vel þegin, þó að pokinn kostaði fjórar krónur. Það var mikil gleði, þegar við sáum til skútunnar — hún var rauð í sjó og byrðingurinn fannhvítur og gljáandi, framsiglan há, en lág aftursigla. — Hálf kartafla kom í hlut hvers, þegar skammtað var. Faðir minn smíðaði báta, sem báru fimm lesta þunga og tvo menn. Ég skýt þvi hér inn, að ég gleymdi að spyrja Geirmund um langspilið, því að faðir hans átti og spilaði á langspil — strengirn- ir voru úr hrosshári. Hvort Magn- ús smíðaði það eða erfði það eft- ir föður sinn og endurbætti, man ég ekki fyrir víst. í þess stað spurði ég: — Hvers minnist þú nú helzt úr Kjólsvík, Geirmundur? — Kannski er mér það minnis- stæðast, hve Kjólsvík var mikill vættastaður. Huldar vættir ým- issa ætta bjuggu í hömrum og hólum og steinum, og allt þetta varð að umgangast með varúð. Höfuðstaður álfanna var í Kjóln- um — kletti, sem víkin dregur nafn af. Það var siður að vaka alla nýársnótt. Eina slíka nótt sátum við Jón, bróðir minn, úti við einn gluggann 1 baðstofunni — það voru þrír einnar rúðu gluggar á henni. Þóttist Jón þá heyra eitthvert þrusk og talar til mín. Litum við þá út um glugg- ann og sáum til ferðafólks með hvita pinkla í höndum. Þetta var klukkan fjögur um nóttina. Fólk þetta fór hægt yfir, og sýndist okkur það horfa upp í gluggann um leið og það fór hjá. Þegar við sögðum Brandþrúði frá þessu, sagði hún: „Já, þetta hefur verið huldufólk úr Kjólnum". — Brandþrúði? segi ég — það væri gaman að heyra eitthvað um hana. — Brandþrúður var föðursystir mín og var hjá föður mínum alla ævi, sagði Geirmundur. Ég hafði oft heyrt hennar Brandþruður getið. Hún hafðj ver- ið sérkennileg og blest í máli, en óefað fluggáfuð. En látum Geir- mund segja frá: — Hún var karlmannsigildi til allra verka, bæði á sjó og landi, og allar kaupstaðarferðir fór hún fyrir föður minn. í síðasta róðr- inum, sem hún fór, dró hún hundrað og ellefu fiska og tvær lúður. Önnur var hálf þriðja al- in fyrir sporð, sem kallað var — hin var þrjár álnir með hausi og sporði. — Brandþrúður las allt, sem hún náði í, stálminnug og mesti fræðasjór. Ekki eyddi hún þó tíma frá vinnu til lestrar, held- ur lét bókina liggja í keltu sinni og las jafnframt því, sem hún spann eða prjónaði. Það voru býsnin öll, sem hún kunni af sög- um og sögnum, ævintýrum og ljóðum og heila rímnaflokka. í myrkrinu á kvöldin opnuðust okk ur þessir ævintýraheimar. Þá settumst við systkinin við hné hennar, og sögurnar streymdu af vörum hennar. Nú var kominn háttatími, enda birta þorrin til skrifta. Ég þakk- aði Geirmundi fyrir að hafa veitt mér sýn inn i liðinn tíma til fólks, sem háði svo harða bar- áttu, að yngstu kynslóð okkar finnst sem sér séu sagðar sögur í stíl Vellygna-Bjarna, þegar slikt ber á góma. Samt átti þetta fólk trú á lífið og landið í ríkara inæli en við nú, ef miðað er við allar aðstæður. Ég taiaði um að hitta Geir- mund að morgni, sem ég og gerði. En þá var enginn tími til annars en þiggja góðgerðir og kveðja. Og nú er Geirmundur Magnússon ekki til viðtals lengur: Hann dó árið Í959. DtttDDDBDDDDDDDDttittiaiSall r 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAI) 277 iDHHHttlMDlt

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.