Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 14
FRÆÐSLULÖGIN OG DAGSKIPUNIN Svo bar við, að fyrir augu mín kom Sunnudagsblað Tímans með tveimur hugleiðingum um skólamál. Fræðslu málastjóri gerir þar grein fyrir álili sínu á fræðslulögunum. Hann segir löggjöfina mjög frjálslynda og veita tmikið svigrúm um kennsluefni og kennsluaðferðir. Hann segir ennfrem ur: ',,Þótt það standi í lögum og náms- skrám, að þetta og þetta skuli kennt í ákveðnum skólum, þýðir það ekki, að öllum skuli kennt allt, heldur að- eins, að skólinn eigi að geta veitt kennslu í þessum greinum.“ Þetta er mælt af víðsýni og rétt- sýni. En í miðju blaði bregður Böðvar Guðlaugsson upp skyndimynd úr skólanum í skemmtilegu skáldsögu- formi. Skáldsaga hlýtur það að vera, iþví að engum kennara getur dottið j hug að heimta þekkingu á þáskildaga tíð af þeim börnum, sem ekki kunna „að margfalda 8 með 3 og deila með 4 í útkomuna“. En hvað um það: A deilan, sem felst í myndinni, gæti haldið gildi sínu fyrir það. „Dagskipun framkvæmd" heitir pistill Böðvars. Svo er að sjá sem sagan gerist í heimavistarskóla, því að dagstarfið hefst á því að borða hafragraut og lýsi. Það er alveg eins og í mínum skóla. Við höfum meira að segja súrt slátur með og svo aufi vitað mjólk. Mörgum þykir hún bezt. en þeir sleppa ekki við grautinn og lýsið fyrir það. Það er sama sagan og með námsgreinarnar. Böðvar hefur prentaða dagskipun uppi á vegg, og hún er ægilegt vald í skóla hans. Ekki veit ég, hver hefur gert hana, ef það er ekkí hann sjálf- ur. Eg hef stundaskrá. Hún er auð mjúk og beygir sig fyrir mér. En hún hljóðar upp á lestur, reikning og skrift fyrir hádegi, alveg eins og dag* skipun Böðvars. Þetta er óbreytt alla skóladaga, nema þessi skrift verður stafsetning og stílagerð hjá flestum I börnum flesta daga. Þó ber það við, að enginn stafur er skrifaður i kennslustundinni. Þá eru lesnir upp allir heimastílarnir frá síðasta hálf- <um mánuði, rætt um efni þeirra og frágang, orðaval og frásagnarhátt. Aldrei dettur mér í hug að blanda málfræði inn í lestrartímana. En ég reyni að finna, hvort börnin skilja orðin, sem þau lesa, og andann í sög- um og kvæðum. Eg tek stundum tíma til þess að vísa þeim til vegar inn á sögusviðið að baki frásögninni og lýsa lífskjörum og viðhorfum höfund anna. Eg er svo lánsamur, að ég hef aldrei haft fleiri en fimmtán börn í senn í skóla, oftast tíu til tólf. Þess vegna geta þau venjulega reiknað á- fram í bókum sínum, hvert fyrir sig, eftir því sem skilningur þeirra og dugnaður leyfir. Ég geng á milli og leiðbeini eftir þörfum. Eg hef nóg spjöld til atriðaprófa, sem segja, hvort þetta barn hefur lært þessa eða hina aðferðina. Stundum tek ég nokkur börn til að leysa töfludæmi. Eg bý þau venjulega til sjálfur. Stund um er hugarreikningur. Eg sem dæm in. Börnin, sem geta reiknað þau, rétta upp hönd. Eg spyr eitt um svar ið. Fyrstu dæmin eru þannig, að öll börnin geta reiknað þau. Svo þyngj ast dæmin. Eg forðast að láta nokk- urt barn finna, að það geti ekki neitt. Það, sem minnst getur, fær að vera brosleitt yfir sínum sigri, alveg eins og hin. Eg segi þeim, að í reikningi sé fyrst og fremst eitt, sem þau verði að læra. Það er margföldunartaflan litla. Hún er óumflýjanleg eins og grauturinn og lýsið. Eftir hádegið kennir Böðvar landa- fræði, sögu og dýrafræði, allt á sama degi, ofan á alla hina bókfræðina. Eg læt engan skóladag líða svo, að ekki sé tekin fyrir teikning eða leikfimi, ef ekki er söngur eða handavinna, en í þeim tveimur greinum hef ég stundakennara. Ekki sjaldnar en annan hvorn dag á sá handlagni að geta fengið hrós fyrir sín verk um- fram það, sem hann kann að fá í skriftartímum. Röddin og hreyfingin eiga líka sinn rétt. Söngmærin og hástökkvarinn eiga að finna, að íþróttir þeirra eru ekki síður metnar en þekkingin á fílum og krókódílum eða vatnsföllum í Ameríku. Það er eins og Böðvar furði sig á því, að börnum sé ætlað að læra íslandssögu, án þess að skilja „hin dýpri rök sögunnar." En ég veit GUDMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON á KirKjubóli. ekki um nokkurn mann, sem hefur Öðlazt skilning á þeim rökum, án þess að kunna fyrst fjöknargar frá- sögur um atburði og menn á sögu sviðinu. Og sá, sem kann vel söguna um örlög Snorra Sturlusonar, hann á opið hlið inn til þess skilnings þegar hann öðlast þann þroska, sem gerir honum færa þá leið Annars er það svo með hin „dýpri rök sögunn- ar“, að hina lærðustu menn greinir víða mjög á um þau og skilja þau ekki allir sama skilningi. Satt er það, að stundum þykja mér framfarir barnanna við nám sitt held ur litlar, áhuginn of smár og lítið loða í minni. Eg er lélegur verk- stjóri, en það er það, sem kennari þarf að vera, fremur en yfirheyrslu- maður. En ég veit það, að þegar unglingurinn kemur í framhaldsskóla, er tvennt, sem mestu máli skiptir: Að hann sé vel læs og lipur að fara með tölur í reikningi. Það tel ég hið þriðja, að nemandinn hafi ekki óbeit á námi eða einstökum námsgreinum. Það hefur glatt mig, þegar telpa sagði við mig. „Veiztu, tnér finnst biblíusögurnar bara spennandi.“ Hún var að læra um Jósef, en sú framhaldssaga hefur laðað margan hug á vegi biblíunnar. Mér þykir líka gott, þegar ég heyri eitt barnið segja við annað: „Mér þykir mest gaman í íslands- sögutímum, því hann segir okkur svo margar sögur.“ Elcki veit ég, hvað Ioðir í minni af slíkum frásögnum, en það er nokkurs um vert að mynda þá skoð- un, að íslandssagan sé skemmtileg. Eg þarf ekki að kvarta um, að börn in geti ekki sagt <með eigin orðum Framhald á 285. síSu. 278 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.