Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 16
íélaga yðar, munu verða gerðar ráð- staíanir til þess að leikurinn hefjist í dögun. Verið skynsamur, mér þætti mjög vænt um að fá að tefla við yður.“ Þegar Eiríkur kom aftur til félaga sirina, spurði McAndrew, ungur skozk ur jarðfræðingur, hvernig farið hefði með þeim Ping hershöfðingja. Eirík- ur sagði þeim frá skilyrðum hers- höfðingjans. „Kostirnir eru strangir," sagði Mc- Andrew eftir nokkra þögn, „en við eigum ekki annarra kosta völ en að ganga að tilboöinu.11 „Það er sama, hvað þið segið. Eg get ekki gengið að þessu. Við erum neydd til þess að þola pyndinguna. Eg get ekki tekið á mig þessa á- byrgð. Eg yrði að senda einn af öðr- um í dauðan, til þess ef tii vill að geta bjargað fáeinum okkar. Eg á sjálfur að vera konungurinn, og verð kannske einn eftir að lokum.“ „Já, alveg rétt“. greip einn fram í, „en okkur verður þá að minnsta kosti hlíft við pyndingum. Eg vil held ur vera skotinn strax en þola langar pyndingar fyrst.“ „Það er sama. Eg get ekki tekið á mig þessa ábyrgð — sama, hvað þið segið: Eg get það ekki. Það mun hvíla á mér sem martröð til dauða- dags, ef ég á að leika með líf ykk- ar sem spilafé og senda einhverja ykkar I dauðann." Ása, sem ekkert hafði til málanna lagt, sagði nú allt í einu: „Eg skal tefla taflið.“ Hinir litu tii hennar og mótmæltu ákaflega. „Jú, sagði hún alvarlega, „ég á að tefla taflið og tefla það til úrslita. Það er betra, að ég geri það. Eg tefli betur en Eiríkur. Og þeir ykkar, sem verða að láta lífið, munu eiga auðveldara að ganga í dauðann, þeg- ar það er kona, sem ræður örlögum ykkar. Það lítur út fyrir, að mér sé ætlað að leika hlutverk örlaganorn- arinnar. „Nei, Ása, ‘ sagði Eiríkur. „Við get um ekki lagt þessa ábyrgð á þínar herðar — ábyrgð, sem enginn okkar hinna treystir sér til þess að taka * sig.“ „Þetta er alls ekki heimskuleg hug- mynd,“ sagði McAndrew. „Eg veit, að þér eruð dugleg skákkona, og Ei- ríkur hefur sjálfur játað, að þér leik- íð betur en hann. Er það ekki rétt, T!’iríkur?“ Eiríkur kinkaði kolli til samþykkis. „Já,“ hélt McAndrew áfram, „það er miklu auðveldara fyrir okkur. Við munum deyja sem hugrakkir menn og þakka konu Eiríks fyrir það, að hún frelsar okkur frá hræðilegum pyndingum. Hálfri stundu síðar stóð Ása frammi fyrir Ping hershöfðingja. „Mér er mikill heiður að heim- sókn yðar,“ sagði hann. „Hvað er það, sem þér óskið að ræða við mig-?“ „Ping,“ sagði hún og sleppti með vilja titlinum, sem hann var svo upp með sér af. „Þér hafið á lítilmann- legan hátt sýnt, að þér vílið ekki fyrir yður að pína varnarlausa fanga, sem eru á yðar valdi. Slíkur maður verðskuldar ekki að tefla við karl- mann. Hann verður að láta sér nægja varnarlausa konu.“ Ping hershöfðingi strauk sér um hökuna. Skásettu augun urðu eins og tvö mjó strik: „Mér er mikill heiður að tilboði yðar, og ég skal hugleiða, hvort ég tek á móti því. En áður en ég ræði tilboð yðar nánar, vil ég segja yð- ur, að ég vil tefla þetta tafl af alveg sérstökum ástæðum. Á morgun á ég óvenjulegt afmæli. Á morgun eru tíu ár síðan konan mín og litla dóttir mín — lótusblómið og drottning hjarta míns — dóu“. „Mér' þykir leiðinlegt, að ástvinir yðar dóu. Annars hefðu þær, ef til vill, getað mildað hjarta yðar og fengið yður til að hegða yður sem heiðursmanni sæmir.“ „Allt hefði óefað verið öðru visi, ef þær hefðu lifað. En sagan er þann- ig, að þessar tvær saklausu manneskj- ur, kona og lítil stúlka, voru drepn- ar af hvítum mönnum. Á morgun eru tíu ár síðan. Hinir hvítu djöflar berj- ast líka við konur og börn. Það skal verða mér ánægja að berjast við yður á morgun — við sólaruppkomu." Hani galaði langt í burtu og boð- aði komu sólarinnar. Fangarnir gengu í röð út í hallargarðinn, ásamt fanga- vörðum. Um nóttina höfðu þau dreg- ið urn stöðu sína á skákborðinu. Að- eins Ása hélt drottningarstöðu sinni, skilyrði, sem Ping hershöfðingi setti fyrir því, að hann vildi tefla við hana. McAndrew hafði dregið sæti kóngs- ins og voru því mestar líkur til að hann lifði af taflið. Hann var óánægð- ur með það og vildi, að Eiríkur yrði kóngur, úr því að Ása tefldi um líf allra. Bæði Eiríkur og Ása höfðu neit- að því ákveðið. Þegar skiptingin var um garð gengin, sögðu allir McAnd- rew, hvað þeir óskuðu, að hann gerði fyrir þá, ef honum auðnaðist að komast aftur til Norðurálfu. Það voru duttlungar örlaganna, að Eirikur hlaut að verða drottningarpeð og standa fyrir framan Ásu. Franski matreiðslumsöurinn varð riddari á drottningarvæng. „Það er heiður að fá leyfi til þess að berjast við þetta gula svín fyrir svo fagra kopu,“ sagði hann. Hann vildi sýna franska kurteisi, jafnvel á þessari alvarlegu stundu. Englendingur var biskup á drottn- ingarvængnum. „Heyrið“, hrópaði Ping niður til Ásu frá svölunum, þar sem hann hafði komið sér fyrir. „Það eru dá- lítlir smámunir, sem ég vil bæta við leikreglurnar." „Sé það ekki neitt óheiðarlegt, sam- þykki ég það“, hrópaði Ása hæðn- islega upp til hans. „Eg leik alltaf heiðarlega. Undir eins og maður er tekinn, á hann að yfirgefa skákborðið rólega, og menn mínir munu taka við honum. Sýni hann mótþróa, verður hann píndur og síðan skotinn. Skiljið þið það?“ „Já,“ hrópuðu mennirnir. „Gott. Við fáum nákvæmlega tíu mínútur til hvers leiks. Þér sjáið varðmanninn, sem gengur umhverfis borgina. Hver hringferð tekur tíu mín útur, og í hvert skipti, sem hann kem ur að suðurhorninu, þar sem við get- um bæði séð hann, á að leika. Skilj- ið þér þetta?“ „Já,“ hrópaði Ása. „Gott, þá getum við byrjað. Eg óska yður góðs gengis og vona, að þetta verði skemmtilégt tafl. Þér haf- ið hvítt. Þegar varðmaðurinn er við suðurhornið, getið þér byrjað.“ „Tvö skref fram,“ sagði Ása við peðið, sem stóð við hliðina á Eiríki — fremur venjuleg byrjun. „Þér leikið hugsjónasnautt," sagði Ping gremjulega. „Óverðug byrjun fyrir svo fagra konu. En ég skal svara samkvæmt venjunni. Peð frá e7—e5“, hrópaði hann á kínversku. Tötralegur hermaður gekk tvö skref fram og stóð auglitis til auglitis við Englendinginn. ^ Taflið hélt áfram. Rétt á eftir stóð Ása, drottningin, í uppnámi, og Ping flýtti sér að ógna henni með bisk- upnum. Ása bar riddarann fyrir. Þetta var mjög venjulegur leikur. „Ef ekkert óvænt kemur fyrir, get- ur þetta orðið jafntefli," kallaði Ping til hennar. „Jafntefli er auðvitað heiðarleg leikslok, en þá bjargið þér ekki mörgum vinum yðar.“ Ása var róleg, en mjög föl. Sólar- geislarnir vörpuðu gullnum ljóma á hallargarðinn og mynduðu geislabaug um höfuð hennar, þegar þeir léku um ljósu lokkana. Allt í einu stóð Ása aftur berskjöld- uð. Eiríkur tók of seint eftir því, hvað fyrir henni vakti. „Nei, Ása, þetta getur þú ekki gert. Þú mátt það ekki,“ hrópaði hann I örvæntingu. Ping hershöfðingi hafði tekið eft- ir, að drottningin stóð berskjölduð. „Mér þykir þetta mjög miður, en það er auðvitað óleyfilegt að taka upp leik. Biskup, taktu drottning- una.“ Eiríkur ætlaði að hlaupa til henn- ar. „Ása, þú mátt þetta ekki, þú getur ekki . . . “ En þrír eða fjórir hermenn hlupu 280 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.