Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Síða 17
Klaus Schenk, greifi von Stauffen- berg var ungur höfuðsmaSur í her- foringjaráðinu þýzka. Hann var ein- hentur og vantaði þar að auki tvo fingur á þá höndina, sem hann hélt eftir, vinstri höndina. Og þar, sem vinstra augað hafði eitt sinn verið, bar hann svarta skýlu, sem huldi gap andi tóttina. Hann átti erfitt með að vinna mörg einföld störf, og því var það sumum nokkurt undrunarefni, hve gaman honum þótti að leika sér að litlu verkfæri, sem minnti á syk- urtöng, en var raunverulega litlar vírklippur. En það var ekki bara af fikti, sem hann meðhöndlaði töngina öllum stundum, honum reið á að æfa sig í að beita henni örugglega með til og yfirbuguðu hann. Hann brauzt um af öllum kröftum. Ping benti á- sakandi á Ásu. „Þér vitið, að það á að skjóta strax þann, sem tekinn er. Eg hafði alls ekki reiknað með þessu, þegar ég samþykkti að tefla við yður. Hver á að tefla áfram?“ Ása gekk út að brún skákborðs- ins. Limaburður hennar og fas var svo tígulegt sem drottningu sæmdi. „Maðurinn minn á að leika áfram.“ Hún vék sér að honum. „Eiríkur, elskan mín, taflið er unnið. Þökk fyrir allt.“ Svo sneri hún sér að Ping hers- höfðingja. „Eg er tilbúin, böðull.“ Tveir hermenn leiddu hana út, og dyrnar lokuðust á eftir henni. Skot kvað við. Eiríkur stóð á sínum stað. „Riddari", sagði hann við Frakk- ann, sem staðið hafði fyrir framan Ásu, þegar hún tók hina örlaga- þrungnu ákvörðun sína. „Tvö skref fram og eitt til hliðar. Skák og mát. Ping hershöfðingi.“ „Það eru liðin meira en fimmtán ár síðan þetta gerðist," sagði grá- hærði maðurinn við franska sendi- herrann, „en ég hef aldrei náð mér aftur. Þegar þér ætluðuð áðan að færa sömu drottningarfórnina, þyrmdi yf- ir mig. Eg bið yður innilega afsök- unar.“ „Hve hræðilegt, hve hræðilegt, herra,“ sagði Kínverjinn, vinur franska mannsins. „Fórn, drottningu samboðin. Herra, við þökkum yður fyrir frásögn yðar.“ G. J. þýddi. aðeins þremur fingrum vinstri hand- ar, þumalfingri, löngutöng og litla- fingri. Það var nauðsynlegt, ef hon um ætti að auðnast að framkvæma ráðagerðir sínar. Og Klaus von Stauff- enberg hafði ekki lítið í hyggju. Hann ætlaði sér að ráða yfirmann sinn. Adolf Hitler, einræðisherra Þýzka- lands, af dögum. Von Stauffenberg var af gömlum heraðli kominn og fetaði dyggilega í fótspor feðra sinna. Hann kom fljótt til metorða innan hersins, bæði vegna glæsileika síns og gáfna. Jafn- vel eftir að hann bæklaðist var hon- um lýst sem „höfuðsmanni sem lít- ur út eins og skáksnillingur". Og hann var ekki gamall, þegar farið var að tala um hann sem væntanlegan yfirhershöfðingja. „Hann er eini for- inginn í herforingjaráðinu, sem hef- ur til að bera snilligáfu“, sagði yfir- maður hans einn um hann í stríðs- byrjun. Á fyrsta styrjaldarárinu tók hann þátt í hernaðaraðgerðum á vígvell- inum og gat sér gott orð í bardögun um um Frakkland. En þrátt fyrir bar- dagagleðina, sem hann hafði til bera í ríkum mæli, fóru að vaxa með honum efasemdir um réttmæti þess arar herferðar og óánægja með fram ferði nazistanna. Hann var sjónarvott- ur að grimmdarverkum SS-sveita Himmlers bæði í Frakklandi og öð um sigruðum löndum, og þær aðferð- ir sannfærðu hann um, að stjórnarfar Hitlers væri böl, sem öllum siðuð- um mönnum bæri að berjast gegn, og það þótt þeir ættu á hættu að verða stimplaðir föðurlandssvikarar fyrir vikið. Andúð sína á Hitler gat hann að sjálfsögðu ekki básúnað út fyrir öllum, en þó lagði hann frá fyrstu enga sérstaka dul á hana. í skrifstofu hans hékk ljósmynd af for- ingjanum, þar sem ofstæki hans grimmd skein út úr hverjum drætti Og Stauffenberg sagði gestum sínum að þessa mynd hefði hann valið til þess, að allir, sem kæmu inn, mættu sjá, hvert hið rétta eðli foringjans væri. Og um veturinn 1941—’42 þegar byrjaði að halla undan fæti fyri Þjóðverjum í Rússiandi, spurði félagi Stauffenbergs einn hann að því, hvað hægt væri að gera til að forða Þýzka- landi frá ófarnaði. „Drepa hann“, svaraði Stauffenberg stuttlega. Þessa ákvörðun hafði Stauffenberg ekki tekið án sálarstríðs. Honum var fullljóst, hver ábyrgð fylgdi því að rísa gegA þjóðhöfðingja lands síns á ófriðartímum, og Stauffenberg vai þjóðerr.issinni, sem viidi veg Þýzka- lands sem mestan. En honum var líka ljóst, að stjórn Hitlers braut í bága við öll viðurkennd siðalögmál, og honum hraus hugur við þeim glæp- um, sem framdir voru í nafni Þýzka- lands. „Við höfum ráðfært okkur við guð og samvizku okkar“, sagði hann eitt sinn um sjálfan sig og félaga sína. „og þetta verður að gerast, því að þessi maður er illskan holdi klædd“. En enn var ekki tækifæri til að hefjast handa, og von Stauffenberg gegndi áfram störfum sínum í hern- um. Hvar, sem hann kom því við, kom hann sér í samband við herforingja, sem höfðu svipaðar skoðanir á Hitl- er og hann sjálfur og ólu með sér vonir um að geta steypt nazistastjórn inni af stóli og voru tilbúnir að myrða Hitler, ef þess gerðist þörf. Andstaðan gegn Hitler innan hers- ins var öflugust á austurvígstöðvun- um. Potturinn og pannan í þeirri andspyrnuhreyfingu var general- majór Henning von Tresckow, prúss- neskur hershöfðingi, sem hafði snú- izt gegn nazistum, en hann horfði upp á grimmd þeirra í Póllandi á fyrsta mánuði ófriðarins og síðan. Og það var hann, sem stóð fyrir þeirri morðtilraun, sem komst næst því að heppnast, þar til von Stauffen- berg hófst handa. Erfiðasta vandamálið við að skipu- leggja tilræði gegn Hitler var að komast að honum. Kans var vandleg- ar gætt en nokkurs annars manns. Hvar, sem hann fór eða stóð, var hann umkringdur velvopnuðum SS mönnum, og hann klæddist skotheldu vesti, ók aðeins í brynvörðum bílum, og engum var hleypt til hans, sem ekki hafði áður verið afvopnað Þá sjaldan hann fékkst til að fa- frá aðalstöðvum sínum í Austur- Prússlandi, var ferðaáætlunum hans haldið vendilega leyndum. Venjulega var allt búið undir að hann færi með flugvél á ákveðnum tíma, en á sí ustu stundu var því breytt og hann fór með bifreið á öðrum tíma er ákveðið hafði verið. Hitler tortryggði allt og alla, og hann virðist hafa haft sérstaka hæfileika til að skynja hættu. En von Tresckow og félögum hans tókst að komast í færi. Þeir komu því um kring, að Hitler ákvað gð halda sjálfur til austurvígstöðvanna og ráðgast við herforingjana þár. Sjálft tilræðið var vandlega undir- búið. Ákveðið var að nota tíma- sprengju, en hins vegar var ekki hlaupið að því, að fá hentugt vopn af því tagi. Leynilegar tilraunir, sem gerðar voru með þýzkaf sprengjur, T t M | N N — SUNNUDAGSBLAÐ 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.