Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 19
gæfist. Og það tækifæri mátti ekki dragast lengi. Gestapo hafSi skyndi- lega handtekið ýmsa þátttakendur í samsærinu. Einhvers staðar hafði brugðizt hlekkur og engin leið var að vita, hve miklu þeir handteknu hefðu verið neyddir til að skýra frá. Eng- inn samsærismannanna gat verið öllu lengur óhultur, og því varð að láta til skarar skríða sem allra fyrst. Tækifærið kom í'júlí 1944. Rússar sóttu þá þétt að Þýzkalandi úr austri og á vesturvígstöðvunum voru Bret- ar og Bandaríkjamenn að því komnir að ná Frakklandi. Þetta alvarlega ástand varð þess valdandi, að Hitler heimtaði nákvæmar skýrslur frá vara- liðinu um, hve mikinn liðsstyrk þar væri að fá, og von Stauffenberg var kvaddur til aðalstöðva Hitlers í Aust- ur-Prússlandi. Þriðjudaginn 20. júlí var von Stauffenberg sóttur í býtið á heim- ili sitt í Berlín. Hann tók skjalatösku sína sem var troðfull af skjölum, o, settist upp í bjlinn, sem ók honum áleiðis til flugvallarins. Þar beið hans einkaflugvél, sem flaug með hann rakleitt til Rastenburg, og þar skip- aði hann flugmanninum að hafa vél- ina tilbúna til brottfarar eftir nokkra klnkkutíma. Á flugvellinum í Rast- enburg beið annar bíll, sem flutti •komumenn til bækistöðva Hitlers, sem voru faldar inni í skóginum tíu mílna veg frá borginni. En þótt leiðin væri ekki lengri. voru þeir fullan hálftíma að aka þangað. Ástæðan var sú, að þeir urðu að fara fram hjá fjölmörgum eftir litsstöðvum og fram hjá sprengju- lögnum og rafgirðingum. Og áður en þeir komust inn í innsta kjarna svæðisins, þar sem Hitler dvaldist sjálfur, urðu þeir eins og allir gestir að stíga út úr bílunum. Þar voru ekki nema þrenns konar byggingar. víggirt steypubyrgi Hitlers sjálfs, skálarnir, sem ráðstefnur hans voru haldnar í, og hundahús tíkurinnar Blondi, sem kannski var eina lífver an sem Hitler nokkurn tíma unni. Von Stauffenberg tilkynnti komu sína og hvarf síðan til morgunverðar. Síðan átti hann stutt samtal við Fritz Fellgiebel hershöfðingja, sem var þátttakandi í samsærinu. Hlutverk hans var að sjá um að einangra að alstöðvarnar frá umheiminum strax og búið væri að gera út af við Hitl- er, svo að engar fregnir bærust það- an, meðan samsærismenn i Berlín tækju völdin { sínar hendur. Fellgie- bel fullvissaði von Stauffenberg um það, að allt væri undirbúið og hann væri tilbúinn til að gegna hlutverki sínu hvenær sem væri. Þennan morgun skildi von Stauff- enberg skjalatösku sína ekki við sig. Hún var úttroðin af skjölum, en í henni var líka tímasprengja af sömu gerð og sú, sem von Tresckow hafði EFTIR morðtilraunina við Hitler 1944 jukust ofsóknir stjórnarvaldanna mikið. Fjöldi háttsettra herforingja var teklnn af lífi eða sendur i fangabúðir, margir án dóms og laga, en aðrlr voru dregnir fyrir hlna svokölluðu „alþýðudómstóla“, sem voru að öllu leytl f höndum flokkslns og virtu að engu venjulegar réttar- farsreglur. Á efri myndinni sést Roald Frelsler, sem stýrðl „alþýðudómstóln- um" f Berlín, lesa upp dóm, en á neðri myndinni sitja nokkrir herforingjar og fylgjast með réttarhöldunum, en aðelns sanntrúuðum nazistum var leyft að vera viðstöddum þau. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 283

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.