Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Side 20
notað, og komin frá sömu aðilum, upplýsingaþjónustu Canaris. En þótt von Stauffenberg bæri þennan hættu- grip með sér, sýndi hann ekki minnsta vott um taugaóstyrk né vakti á sér grun á nokkurn hátt og þurfti hann þó iðulega að opna töskuna og ná í skjöl í samtölum við félaga sína ýmsa. Um hádegisbilið hélt hann til skrifstofu Keitels marskálks, æðsta manns þýzka hersins, næst Hitler sjálfum. Þar skýrði hann Keitel í stuttu máli frá því, hvað hann hygð- ist skýra Hitler frá á ráðstefnunni Keitel var taugaóstyrkur. Hann sagði að fundurinn yrði að vera stuttur. Benito Mussolini væri væntanlegur í heimsókn til Hitlers síðar um dag- inn, og því yrði ráðstefnunni að vera lokið snemma. Nokkru síðar fór Keitel með von Stauffenberg og nokkrum öðrum herforingjum til fundarstaðarins. Á leiðinni út mundi von Stauffen- berg eftir að hann hafði gleymt yf- irhöfn sinni í skrifstofu Keitels og skrapp til að sækja hana. Keitel þótti hann vera nokkuð lengi að því, og sneri við sjálfur til að kalla á hann. Von Stauffenberg kom þá bros- andi út úr húsinu og baðst afsök- unar á töfinni. En þennan tíma hafði von Stauff- enberg notað til að setja sprengjuna af stað. Með öruggum handtökum hafði hann opnað skjalatöskuna, grip- ið töngina þremur fingrum og brotið glerkúluna, sem sýran var í á sek- úndubroti. Þegar hann gekk við hlið Keitels að skálanum þar sem Hitler beið, var búið að stilla sprengjuna á sprengingu eftir tíu mínútur. Á leiðinni rabbaði von Stauffenberg við félaga sina eins og ekkert væri, og einn þeirra bauðst til að bera tösk- una fyrir hann. Von Stauffenberg hló og þakkaði, en sagðist alveg vera maður til að gera það sjálfur. Fundarskálinn var ekki nema fá- einna mínútna gang frá skrifstofu Keitels. Þegar von Stauffenberg og félagar hans komu þangað, var fund- urinn þegar hafinn. Þennan dag var óvenju heitt og mollulegt, og því voru allir gluggar og dyr á skálanum opn- ir upp á gátt, en það átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar. Hitler og um það bil tuttugu herforingjar stóðu umhverfis eikarborð, og her- foringi einn var að gefa skýrslu um ástandið á Austurvígstöðvunum. Keitel greip fram í fyrir honum og kynnti von Stauffenberg fyrir Hitler, en síðan hélt herforinginn áfram með skýrsluna. Von Stauffenberg lagði skjalatösk- una undir borðið, en í henni var sýr- an stöðugt að éta sundur vírinn, sem hélt sþréngipinnanum frá hvellhett- unni. Síðan baðst hann afsökunar, en hann ætti von á áriðandi símtali frá Berlín. Fundarmenn voru með hug- ann við skýrslu herforingjans og fáir veittu því athygli, þegar von Stauffen- berg gekk út. Af tilviljun hafði taskan verið lögð við fætur Brandts höfuðsmanns, sama mannsins og ári fyrr hafði flutt konjaksflöskurnar, sem áttu að gera út af við Hitler. Nú varð hann allt í einu var við töskuna og fannst hún vera fyrir sér. Hann beygði sig því niður og flutti töskuna út fyrir borðfótinn, sem von Stauffenberg hafði lagt hana upp að, þannig að nú var borðfóturinn milli Hitlers og sprengjunnar. Herforinginn þagnaði og næst átti von Stauffenberg að gefa skýrslu, og Keitel svipaðist um eftir honum. En von Stauffenberg var horfinn. — Hvar er von Stauffenberg? spurði hann. — Það er komið að honum. — Eg veit það ekki, svaraði sá, sem næstur honum stóð. — Hann fór víst í símann. Keitel var ekki um þetta. Hann vissi, hve Hitler gramdist, ef eitt- hvað fór úr skorðum. Hann var að því kominn að ganga út og svipast um eftir von Stauffenberg. Klukkan var 12.42. Og í því kvað við spreng- ing. Von Stauffenberg sat þá í bíl sín- um og hörfði á sprenginguna. Gaura- gangurinn var geysimikill. Þakið hrundi inn á skálann, og einhvers staðar heyrðust vein. Von Stauffen- berg var viss um, að enginn, sem í skálanum var, hefði lifað sprenging- una af. Hann ók af stað út af svæð- inu. Til þess að komast burt, þurfti hann að fara fram hjá nokkrum varð- stöðvum, og spíengingin hafði ao sjálfsögðu gert verðina tortryggnari en ella. En á fyrstu stöðinni sýndi von Stauffenberg nær því ótrúlega sjálfstjórn og stillingu. Hann sagði ekki orð við hermennina við hliðið heldur gekk inn í varðstofuna og bað um síma. Þar hringdi hann eitt- hvað, mælti nokkur orð lágri röddu í símanum og hengdi upp. — Það er í lagi, sagði hann svo. Eg má fara í gegn. Vörðurinn hreyfði engum mótmæl- um. Hliðið var opnað og von Stauff- enberg fór út. Á næstu varðstöð var þegar búið að efla vörðinn. Von Stauffenberg sagði_ yfirmann sinn bíða eftir sér á flugvellinum og hann yrði að fá leyfi til að fara strax. En varðstjórinn vildi ekki hleypa honum út, nema hann fengi beina skipun um það, og hringdi í herbúða- stjórann sjálfan Herbúðastjórinn var ekki við, en fulltrúi hans, sem var þátttakandi í samsærinu, svaraði og skipaði varðstjóranum að láta von Stauffenberg fara út. Og á síðustu eftirlitsstöðinni voru engir erfiðleik- ar, því að þá var fulítrúinn búinn að gefa skipun um að hindra ekki för höfuðsmannsins. Hann hélt rakleitt til flugvallarins, þar sem flugvélin beið tilbúin til fugtaks. Og stefnan var tekin til Berlínar. En nú kom í Ijós einn meiri háttar vankantur á samsærinu. Næstu þrjár klukkustundirnar var von Stauffen- berg í loftinu og fékk ekkert aðhafzt. Og hann hafði heldur ekki nein skil- yrði til að fá fréttir frá bækistöðv- um Hitlers þann tfma, og því gat hann ekki vitað, að tilviljun og heppni höfðu lagzt á eitt og bjargað lífi for- ingjans. Von Stauffenberg vissi í rauninni ekki annað en það að sprengjan hafði sprungið, og hann gekk út frá því, að það hefði riðið Hitler að fullu. En hann vissi ekki, að sprengikraftur sprengjunnar hafði nýtzt illa, vegna þess að dyr og gluggar stóðu opnir, og hann vissi ekki heldur, að Brandt höfuðsmaður hafði fært sprengjuna, þannig að borð ið kom á milli hennar og Hitlers. Von Strauffenberg vissi ekki, að aðeins fjórir biðu bana við sprenginguna, þar á meðal Brandt höfuðsmaður. Hitler meiddist nokkuð en hélt lífi, eins og reyndar flestir, sem voru inni í skálanum. Jafnskjótt og von Stauffenberg kom til Berlínar hélt hann til skrif- stofna hermálaráðuneytisins, en þar biðu hans allmargir menn, sem var kunnugt um samsærið. Von Stauffen- berg sagði þeim, að Hitler væri dauð- ur. Þeir ákváðu að hefjast þegar handa við næstá stig aðgerðanna, láta háttsetta herforingja taka völdin í sínar hendur, bæði í Þýzkalandi sjálfu og hernumdu löndunum, lýsa því yfir, að ný stjórn væri tekin við og 'hefja þegar í stað umleitanir um friðarsamninga. En þetta tókst ekki að framkvæma. Tilræðið hafði eins og áður var sagt, ekki tekizt. Hitler var enn á lífi, og það sem verra var, Fellgiebel hers- höfðingi hafði einhverra hluta vegna ekki rækt það hlutverk sitt að ein- angra aðalstöðvarnar frá umheimin- um, skera á allar símalínur og stöðva allar mannaferðir þaðan. Fyrir bragð- ið fréttist skjótt til Berlínar, að bana- tilræði hefði verið gert við Hitler, en hann hefði lifað það af. Og þess- ar fregnir drápu tilraunina til valda- töku í fæðingunni. Ýmsir herforingjar, sem hefðu ver- ið fúsir til að hefjast handa, ef Hitl- er væri tryggilega dauður, urðu nú hikandi. Og foringi sá, Otto Remer, sem átti að taka stjórnarbyggingarn- ar, beið með framkvæmdir, þar til hann var búinn að hitta Joseph Göbbels að máli, en hann var æðstur þeirra nazistaforingja, sem þá voru staddir í Berlín. Göbbels brá við og hringdi til Austur-Prússlands. Hitler 284 - T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.