Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 22
eða á fiskibát, heldur en að sitia hér og læra að margfalda og deila og skrifa rétt sitt eigið nafn og sveitar sinnar. En einu sinni fyrir löngu átti ég tal við sveitunga minn um dreng, sem illa gekk að læra. Þá sagði hann: „Það er bezt að láta hann eiga sig. Hann getur orðið ágætur að vinna.“ Eg maldaði í móinn, en fékk þetta svar: „Sumir eru fæddir til þess að vera vinnudýr.“ Þeir, sem hafa trú á skólunum og vinna samkvæmt því, byggja starf sitt á þeirri sannfæringu, að bömun- um sé ætlað að verða menn, en ekki vinnudýr. ★ Þetta er skrifað á öskudagskvöld. Og í dag höfðum við þá tilbreytni að lesa upp heimastíla allra bamanna, sem eru tólf eða þrettán ára. Einutn þeirra hnýti ég hér aftan við sem sýnishom þess, hvernig skólabam færir þekkingu sína, hugmyndir og frásagnargleði i búning þeirrar ís- lenzku, sem það hefur lært. Eg hcf ekki breytt í honum einu orði, bæt.t um stafsetningu né haggað punkti Nokkrar kommur er það eina, sem ég hef lagt honum til. Eg gaf nem endunum ekkert efni, aðeins fyrir- sögnina: Þetta fór vel Það er sólbjartur sumardagur. Lit- ill drengur situr á grasbala, og fjár hópurinn dreifir sér á beit um grundimar fram með ánni- Hundur inn Smali liggur við fætui húsbónda síns og virðist sofa Óli litli veit samt, að hann sefur aðeins hálfum svefni og er ávallt reiðubúinn að hlýða hverri bendingu. í augum lítils drengs, sem situr hjá ánum í fyrsta sinn, er veröldin unaðsleg og alit svo afskaplega skemmtilegt. Óli stendur upp, og samstundis sprettur Smali á fætur Þeir félagarnir ganga kringum féð og telja það- Allar eru æmar, svo vin- imir geta sest niður aftur. Ekki fá þeir samt að sitja lengi, því nú sjá þeir, að hún Móflekka er komin út úr hópnum og stefnir upp hlíðina. Óli sprettur á fætur og hleypur léttfættur upp brattann og kemst von bráðar fyrir ána. Þegar hún er komin í hópinn, finnst drengnum hann vera farinn að svengjast og opnar þvi malpoka sinn og sest að snæðingi. Smali fær einnig sinn skammt og sýnir þakklæti sitt með þvi að veifa skottinu í ákafa. Þegar þeir hafa matast, fer Óli að hugsa um, hvað mömmu og pabba myndi þykja leiðinlegt, ef hann týndi nú af ánum, og kannske fengi hann ekki að sitja oftar hjá einn, ef það kæmi fyrir, því hann er nú ekki nema átta ára. Og hann ákveður með sjálfum sér að vera nú góður fjár hirðir. En þrátt fyrir þessa góðu á kvörðun, liggur lítill drengur stuttu síðar steinsofandi í grasinu með höf uðið á loðnucn belg vinar síns. Þegar Óli vaknar, er auðsjáanlega farið að líða á daginn. Hann verður skelfdur og svipast um eftir fénu En hvernig sem hann skimar, sér hann það hvergi. Fyrst dettur honum í hug að leita upp í hvilftina, sem er þama skammt fyrir ofan, en þar er ekki nokkra skepnu að sjá. Þá Framhald af 271. síðu. Það er vart að efa, að Jón Kol- beinsson hefur haldið meginhlutanum af þessu fé. Þegar til þess kom, að skipt skyldi búi Jóns Magnússonar á Syðra-Lágafelli, taldi hann til meira en sex hundruð dala skuldar í því, og það fer varla hjá því, að svipaðar skuldakröfur hefur hann haft á hend ur fleiri af erfingjunum. Það er að minnsta kosti nokkurn veginn víst, hvað snertir Hallgrím Magnússon. Magnús Magnússon hafði gengið tryggilegar frá samningum um sinn eignarhluta. Þó reyndist honum ekki alls kostar auðvelt að ná öllu því, sem Jón Kolbeinsson hafði skuldbund ið sig til að standa honum skil á. Svo var sem sé mál með vexti, að hluti Magnúsar af arfinum reyndist átján spesíum lægri við skiptin heldur en Jón hafði lofað, að hann skyldi fá, þegar hann náði umboði hans. Vildi nú Jón ekki efna samninginn að fullu, þar eð arfurinn hrökk ekki til, og var Magnús meira en hálfu ári síðar að afla sér gagna tll þess að sækja mál sitt á hendur honum. Ekki er ósennilegt, að fleiri eftirmál haíi orðið, þótt þess sé ekki getið, og ekki er ljóst, hvort Magnús náði nokkurn tíma þeim átján spesíum, sem hann taldi sig eiga í garði Jóns, enda and aðist hann á þessum misserum. Þeir Staðarfellsbræður, Brynjólfur og Benedikt rúðumeistari, og Pétur, sonur Jóns Kolbeinssonar, gerðu um þetta leyti félag með sér um verzlun j Stykkishólmi, og segir séra Friðrik Eggerz, að vænn skerfur af Höfða- borgararfinum hafi runnið inn í þá verzlun- Það er raunar líklegt, þar Lausn 8. krossgátu er ekki um annað að gera en ganga fram dalinn og svipast þar um eftir fénu. Dalurinn er langur, og þegar drengurinn er að komast fram í botn inn, finnur hann allar ærnar, 54 að tölu, liggjandi í stórri laut. Það var þreyttur og skömmustuleg ur drengur, sem rölti heim að kvíun- ucn á Hóli klukkan að ganga 10 um kvöldið með ærhópinn á undan sér. En mamma sagði aðeins: „Mikið var ég orðin hrædd um þig. Farðu nú inn og fáðu þér að borða, og síðan skaltu fara að koma eð Jón Kolbeinsson hafði tekið þá þremenningana í félag með sér, þó að þess sé að hinu leytinu að gæta, að frásagnir séra Friðriks af þessu máli eru ekki sem haldbeztar. En það er af þessari félagsverzlun að segja, að þar fór í súginn obbinn af því, sem Jón Kolbeinsson hafði dregið saman um dagana. Hún komst í stór- skuldir og varð gjaldþrota. Höfða- borgararfsins mun því ekki hafa lengi séð stað, nema þá helzt þess, sem kotnst í hendur Magnúsar Magnús- sonar, því að hann gerðist gildur bóndi á Ströndum. Lengi varð mönnum tíðrætt um þetta arfamál, bæði í Dölum og á Snæfellsnesi, og fram á þennan dag munu vera á kreiki sagnir um Gull- tunnu-Björn þar vestra. (Helztu heimildir: Bréfasafn, bréfa bók og bréfadagbók Vesturamtsins, bréfasafn, bréfabók og bréfadagbók Snæfellssýslu, bréfabók og skipta- bðk Mýra- og Hnappadalssýslu, Lbs. 342 fol., Úr fylgsnum fyrri aldar eftir séra Friðrik Eggerz, Dalamenn eftir séra Jón Guðnason, Annáll nítjándu aldar eftir séra Pétur Guð- mundsson). [rn'ii'/rini a zg 2 Æ 7VT? rTj 'rJ B □ a □ c \ D ú £ fl L !T vj i sj 1 N ¥ l 1 2i " s £ 2 3 2 N N 6 p K i f T v 0 2 4 p 0 K É Æ ¥ l 1 « fi z2 p F fí E N N 1 7W L f2 F 0 R H N sz r n a. 7- J R ¥ i w 5 Æ L >1 7 5 L 2 2 P L i x l .1 ffl CJ o f r ;,r T L í i ¥W fl' 2 M E L N E E t C, ¥ ö mrj E B E i 0 S mrj rj ® □□RBQCia ann;2Q0ia S3 J 2 \ u N N snifn mrj rj ■ 0 n £ e fí N N ¥ F F : o' □ BL K,m X F_ -3 1 T R E F 6.3 Ei. £ mr. r.m u U 5 rl m 3 zF R fl £ > » N mr rjU L Þ l 0 u L V. ft N I 1 R T ri [L (1 D u R ? - L 2 U C r t 7 L h P m N (T-, t í- 0 K K ;sc IHIH fl N G U ' LÍ: K ft fljf L lil R fl » i r]o £ 0 J tv K0 þér í rúmið “ GULLIÐ FRÁ HÖFÐABORG - 286 itniNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.