Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 18
Hin fræga górillu-fiölskylda í náttúrugripasafninu í New Yðrk. Goft dæmi um náttúrueftlrlíklngu.
HílMSS ÝNINCA RNA R
OG HIN STÓRUSÖFN
Heimssýningunni miklu í Kristals-
höllinni í Hyde Park í London lauk
11. nóvember árið 1851. Frá því að
sýningin var opnuð í byrjun maí,
höfðu meira en sex milljónir manna
lagt þangað leið sína. Þessi fyrsta
heimssýning leiddi það í ljós á ótví-
ræðan hátt, að geysistór hóp-
ur manna hafði áhuga á að sjá og
kynnast hlutum af því tagi, sem sýn-
ingin bauð upp á. Og jafnframt hafði
skapazt grundvöllur fyrir söfn, sem
opin væru almenningi.
Fram að þessum tíma höfðu söfn,
að hinum miklu þjóðminjasöfnum
meðtöldum, verið griðastaður
menntamanna og ríkra einstaklinga.
Þetta var ekki að undra, þar sem
almenn menntun í öllum löndum átti
enn langt í land að verða veruleiki.
En það, sem kom mönnum mest á
óvart, var áhugi hins óupplýsta al-
mennings lægri stéttanna á listmun-
um og iðnaðarvarningi. Hin nýstofn-
uðu járnbrautarfélög voru fljót að
bregða við og notfæra sér þennan
áhuga með því að stofna til ódýrra
sýninga á hlutum alls staðar að úr
Bretlandi. Albert prins gerði það að
kröfu sinni, að öll skólabörn í Lond-
on færu á heimssýninguna. Það virt-
ist því fullkomlega rökrétt að láta
þau 186.000 sterlingspund, sem feng-
izt höfðu í hreinan ágóða af sýn-
ingunni, renna til stofnunar fjöl-
margra safna fyrir almenning. Og
þannig urðu til mörg hinna merk-
ustu safna nútímans, sem laða til
sín þúsundir manna árlega hvaðan-
æva aff úr heiminum.
Frá þessum tíma hefur sambandið
milli heimssýninga og safna orðið
nánara. Sérlega athyglisvert er það
fyrirkomulag, sem stundum hefur
verið haft á, að byggja varanleg hús
fyrir heimssýningar með það í huga
að nota þau síðan fyrir söfn. Sum
af beztu söfnum Bandaríkjanna hafa
orðið til með þessum hætti, nægir
að geta til dæmis Vísinda- og iðn-
aðarsafnsins í Chicago _og Borgar-
listasafnsins í St. Louis. Ýmis vanda-
mál, sem fram komu í sambandi við
fyrirkomulag og undirbúning heims-
sýninga, urðu líka til þess að gera
samvinnu safnstjórna og þeirra, sem
stóðu að heimssýningum nánari. Eft-
ir lokun Parísar-heimssýningarinn-
ar árið 1867, var til dæmis
ákveðið að byggja varanlegt hús yfir
sýningargripina, sem þar voru, til
þess að fólki gæfist betur kostur á
að sjá þá. Yfirmenn þessara mála
sáu það réttilega, að til þess að bera
eitthvað raunverulogt úr býtum við
slíkar sýningar, þurfti almenningur
nteiri tíma og næði en unnt var, ef
hlutimir hyrfu af sjónarsviðinu um
leið og heimssýningunni lyki.
Þessi viðleitni leiddi ótvírætt til
vísinda- og iðnaðarsafna síðari tíma,
en jafnframt kom fram gagnrýni á
eðli heimssýninga og gildi þeirra.
Hinar sífelldu sýningar, sem helgað-
ar voru síbættum iðnaðarvarningi,
urðu fyrir skarpri gagnrýni, og var
því haldið fram af sumum, að þær
væru í raun réttri lítt menntandi.
Með tilliti til þessarar gagn-
rýni var sett upp deild í Parísar-
sýningunni, sem sýna skyldi „sögu
vinnunnar." Þessi deild sýndi sögu
lista og iðnaðar allt frá frumbernsku
mannsins til loka 19. aldarinnar og
átti auk þess að túlka „félagsleg og
siðferðisleg vandamál" með einhverj-
um hætti.
Þessar sýningar virðast vera fyr-
irrennarar mannfræðilegra sýningar-
deilda í söfnum. Og árið 1876 ákváðu
þeir, sem höfðu stjórn þessara mála
með höndum í Fíladelfíu, að koma á
fót sýningu á villtum dýrum til þess
að vega upp á móti öllu því flóði
véla og iðnaðarsýninga, sem dundi
yfir almenning. í þessu skyni var
reist bygging, sem var sérstaklega
við það miðuð að hýsa sýnishorn
spendýra, fugla og fiska í Ameríku.
Var þeim fyrir komið með þeim
hætti, sem var einkennandi fyrir söfn
þessara tíma. —
Hvernig var þá fyrirkomulag sýn-
ingargripa á söfnum og heimssýning-
786
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ