Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 21
Dýr á sýningu í Fíladelfíu fyrir aidamótin.
þeimi. Þetta þótti mjög æskilegt, því
að það verndaði hlutina gegn snert-
ingu og hugsanlegum skemmdum.
Aukinn áhugi almennings á skreyt-
ingarlist hafði í för með sér nýjar
hugmyndir í híbýlaprýði. Hin öra
iðnaðarþróun hafði fyrst og fremst
miðað að fjöldaframleiðslu á hlut-
um, sem gerðir voru eftir gömlum
hugmyndum. í meira en hálfa öld
hafði ekki orðið nein teljandi breyt-
ing á gerð húsgagna. Listrænar kröf-
ur og fegurðarmat höfðu staðið í
stað í þessu tilliti, þótt magn iðnað-
arframleiðslunnar ykist stöðugt. En
í byrjun aldarinnar komu fram fersk-
ar hugmyndir, sem kröfðust endur-
mats á þeim eldri, og þess var ekki
langt að bíða, að þær færu að setja
mör'k sín á ýmiss konar iðnaðarvarn-
img — ekki sízt húsgögn. Jafnframt
vaknaði tilfinning manna fyrir
sögulegri þróun híbýla. Þessi tilfinn-
ing leiddi fljótlega af sér nýjar deild-
ir í ýmsum sögu- og listasöfnum, þar
sem híbýli manna á ýmsum tímum
voru dregin fram í dagsljósið. Hús-
gögn höfðu sjaldan verið sýnd á söfn-
um, en í þaú fáu skipti, sem það
hafði verið gert, hafði þeim fremur
verið raðað upp líkt og í vöruhús-
um. En stundum var þó húsgögnum
ýmissa tímabila komið fyrir í sölum
stærri safna, en mikið vantaði á, að
þau væru sett inn í „raunverulegt"
umhverfi.
Það var ekki fyrr en með tilkomu
almenningssafnanna í Skandinavíu
upp úr aldamótunum síðustu, að sýn-
ingarherbergi voru sett upp, sem
voru nákvæm eftirliking híbýla frá
ákveðnum tímabilum. Þar var að
finna allt, bæði stórt og smátt, sem
hafði fyrirfundizt og einkennt við-
komandi tíma. í Norræna safninu í
Stokkhólmi taka þessi sýningarher-
bergi við hvort af öðru til þess að
leiða fram þróun í híbýlaháttum
manna einhvern ákveðinn árafjölda,
t.d. 10 ár. En í öðrum tilfellum er
sýnd saga borðstofunnar alveg frá
miðöldum fram til vorra daga: Rétt-
irnir standa „rjúkandi" á borðun-
um, nákvæmlega eins framreiddir
og fyrir 1, 2, 3, 4, öldum. Allt hefur
þetta verið gert af svo mikilli vand-
virkni, að furðu sætir, og áhorfand-
inn kemst ekki hjá því að dást að
þessum eftirlíkinga-meisturum safn-
Stofa í norska alþýðusafninu í Ósló.
anna. Ekki er að undra það, að þess-
ar merkilegu eftirlíkingar á híbýl-
um manna hafi haft áhrif á uppsetn-
ingu safngripa í náttúrugripasöfnum,
þótt því megi hins vegar ekki
gleyma, að áður höfðu verið gerðar
náttúru-eftirlíkingar við uppselningu
smáfugla i náttúrugripasöfnum. En
vandamálin við slíkar eftirlíkingar
voru enn meiri, en við uppsetningu
híbýladeilda. Baksviðið var til dæm-
is ætíð dálítið erfitt viðureignar Það
vildi oft verða óraunverulegt, þótt
forgrunnurinn væri í alla staði góð
eftirlíking. En með uppfyndingu hins
bogadregna baksviðs, sem var mál-
að listilega eftir því sem við átti,
komu fram þrívíddaráhrif, og þar
með voru þessir erfiðleikar úr sög-
rlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
789