Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 2
LÖGMAL NAUTANNA Það hafa engar jafnréttis- myndir náð að festa rætur meðal nautgripanna. Og hæpið, að lýð- ræðishugsunarháttur eigi upp á pallborðið meðal þeirra í bráð. Þetta segja þeir, sem hafa rann- sakað samfélagshætti nauta af vísindalegri nákvæmni. Þeim, sem sér kúahjörð á beit, kann í fljótu bragði að virðast, að þar gerist allt af tilviljun. En það verður annað uppi á teningnum, ef betur er að gáð. Samfélag nauta Iýtur meira að segja mjög ströng- um lögum. Nautgripir eru sem sagt ólýð- ræðislegir í háttum sínum. Því er líkt farið um þá og flest önnur dýr, sem eðlislægt er að mynda hjarðir, að hver gripur hefur sinn afmarkaða bás í virðingarstiga hjarðarinnar. Sérhver einstakling ur drottnar yfir öllum þeim grip um, sem lægra eru settir, en sýn- ir hinum, sem ofar eru, auðsveipn' og tillátssemi. „ í sérhverjum kiahóp er ævin- lega ein kýr, sem ekki lætur undan síga fyrir neinni hinna. Það er leiðtogi hjarðarinnar. Henni er frjálst að helga sér fallegustu gras brúskana, standa þar á stöðlinum, sem henni finnst þægilegast að láta mjólka sig, og komast fyrst að vatnsbólinu og drekka þar nægju sína, þótt hinir grip- irnir verði að bíða. Engin kýr þarf að bjóða sér að ganga á rétt hennar. Á sama hátt er ávallt ein kýr, sem lýtur í lægra haldi fyrir öllum öðrum. Hún nýtur engra réttinda. og það hvarflar ékki að henni að verja neitt. Hún sættir sig við það, sem hinar láta henni eftir eða vilja leyfa henni að deila með sér Sé hún í hjarðfjósi, þar sem svig- rúm er lítið við jötur, bíður hún fremur tímunum saman eftir því, að hinar fái lyst sína og hvarfli frá fóðrinu en að hætta sór í stimpingar við þær. Þegar kú er bætt í kúahóp, ræðst mjög fljótt, hvar henni er markaður bás. Jafnskjótt og það hefur gerzt, veit hún fyrir hveri- um hún á að víkja og yfir hverj- um henni er fært að drottna, og á því verður ekki röskun nema til komi ný kýr. Staða kúnna er engan veginn háð afurðagetu þeirra. Hún veltur á þreki þeirra og snerpu við að stimpast og stanga. Þar er harð- sækni og afl þyngst á metunum. Glöggt hefur komið í Ijós, að drop sömustu kýrnar njóta oft harla lít ils réttar í hjörðinni, þótt stund- um séu þær líka ofarlega í röð- inni. Erfitt hefur verið að sannreyna, hvort staða kýrinnar í hjörðinni hefur veruleg áhrif á mjólkurlagni hennar. Að líkindum skiptir hún litlu máli, ef nægjanlegt er undan- færi á beitilandinu og gjöfin slík, að nægja má allri hjörðinni. En sé þröngt í bithaganum og sam eiginlegt fóður, til dæmis í hjarð fjósi, af skornum skammti, hefur það í för með sér, að gripirnir, sem fyrir flestum verða að vikja, fá minna en hinir. Þessir gripir verða líka að hafa meira fyrir en hinir. Við talningu var sannað, að foringi kúahjaðar gekk einungis fjögur hundruð skref í bithaga og át sig saddan á klukkustund, en kýr af lægsta virðingarstigi þús und skref í tvær klukkustundir, áð ur en þær höfðu fengið nægju sína. í stórum hjörðum kúa er oft ein þerna. Allar hinar kýrnar, hfernig sem virðingu þeirra er annars farið, geta komið til henn ar og látið hana sleikja sig í fram- an. Þegar þær hafa látið í ljós vilja sinn á vingjarnlegan hátt, byrjar þernan undir eins að sleikja þær um höfuð eða háls. Einnig var rannsakað, hvernig kýrnar höguðu sér við beitina. Það er nokkurn veginn regla, að þær bíta fyrst í sextíu til níutíu mín- útur, enda sé þá hagi nægur, og hvílist síðan. Hópa þær sig þá nokkrar saman og vingsa í kring um sig halanum, ef flugur gerast áleitnar við þær, og bíða þannig í tíu til fimmtán mínútur. Að loknu þessu hléi bíta þær í sem næst fjörutíu mínútur. Hætti ein kýrin að bita og leggi af stað til vatnsbólsins, koma allar hinar á eftir hensi innan fimm minútna. Það er sama reglan og felst i hinni gamalkunnu setningu: Þegar ein kýrin pissar, verður öllum hinum mál. Þeir, sem haft hafa með hönd- um þvílíkar rannsóknir á atferli nauta, láta af því, að það sé skemmtilegt viðfangsefni. En þar að auki getur það haft hagnýtt gildi. Það er gagnlegt að vita, hve langt kýr þarf að ganga til þess að afla sér fæðu og hve mikla göngu hún má þreyta, án þess að það rýri mjólkurgetu hennar Það er lykillinn að því, hvernig kúm verður beitt á þann veg, að þær verði sem arðsamastar. Það er líka mikilvægt fyrir þá, sem ann- ast hirðingu nautgripa, að kunna skil á þeim lögum, er ríkja meðal þeirra, svo að þeir geti komið í veg fyrir, að rangur aðbúnaður hafi afurðamissi í för með sér. Þannig er til dæmis sannað, að þröngur bithagi og ónógt rými við jötur í hjarðfjósum hefur það í för með sér, að lingerðustu grip irnir, er lægstir eru að metum í hjörðinni, afétast að meira eða minna Ieyti. Og það verður eklu ráðin bót á þessu með þvl að lóga þessum lingerðu gripum, að öðru óbreyttu, því að ávallt koma aðrir gripir, er verða að sætta sig við að vera hornrekur. Alltaf verð- Ur einhver neðstur og jafnrétti er ekki tiL Það eitt gagnar að auka rýmið og láta í té meira íóður. T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.