Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 11
Hundar við málmleit Þegar skriðjökull sverfur berg, ber jiann möl og steina með sér, oft íangar leiðir. Sé bergtegundin sér- kennileg og auðþekkjanleg, þótt hún sé komin langt frá þeim stað er hún var á í öndverðu, er iðu- lega hægðarleikur að gera sér í hugarlund, hvernig skriðjölcull- Inn hefur runnið og dreift úr sér. Sé skrifstefna jökulsins þekkt, auð velda líka þessar dreifar mönnum að finna upphafsstaðinn, ef það er hans, sem leitað er. Þvílík verkefni hafa menn sífellt með höndum í mörgum löndum. Til dæmis finnast dreifar sér- kennilegra bergtegunda í ná- munda við Osló á norðanverðu Jót landi, og af þessu er ljóst, að snemma á ísöld hefur skriðjökull sigið frá Noregi suður yfir Dan- mörku. En jökultungan hefur aldr ei komizt lengra en suður á mið- bik Jótlands, því að sunnar eru engir steinar af þessum norska uppruna. Á Austur-Jótlandi er # einnig auðþekkjanlegur jökulruðn ingur af sænskum og finnskum upp runa, og þangað hefur jökull meira að segja ekið grjóti, sem hlýtur að eíga uppruna á botni Eystra- salts norðan við Gotland. Þessi jökulruðnungur hefur borizt. með jökultungu, sem kom úr austlægri átt, þakti austurhluta Danmerkur, en náði ekki til Vestur-Jótlands. Sýnilegt er, að þessi skriðjökull hefur komið síðar en hinn, því að nonska grjótið liggur undir 'ninu, þar sem þessir skriðjöklar hafa báðir farið yfir. Það getur oft haft hagnýtt gildi að finna upprunastað jökulruðn- ings, þegar um málmgrýti er að ræða. Sé hann ókunnur, geta dreif arnar ef til vill vísað mönnum á fjall, þar sem málmar leynast. Þessari aðferð hefur mjög verið beitt við skipulega málmleit, til dæmis í Noregi, en þó einkum í Svíþjóð og Finnlandi. Nú er brennisteinsborinn málm- ur heldur óvananlegur. Hann veðr- ast fljótt og oft er undir hælinn lagt, hvernig mönnum tekst að finna brennisteinskís, til dæmis Einn góðan veðurdag hugkvæmd ist finnskum málmleitarmanni, Aarno Kahma, að úr því að menn geta kennt þefs af brennisteins- kís, sem er að veðrast, myndu hundar, sem eru miklu þefnæmari, eiga auðvelt með að finna hann. jafnvel þótt hann væri þakinn jarðvegslagi eða gróðri. Finna þessum tókist að kenna hundi, að þekkja þef af brenni- steinskís. Það tók að vísu tvö ár. En árið 1964 var kennslunni svo langt komið, að hann hélt í fyrsta skipti í alvarlegan leitarleiðangur með hund sinn. Hundurinn reynd ist svo fundvís, að í fyrra sumar var afráðið að kanna, hvor drýgri reyndist — hundurinn eða æfður málmleitarmaður, er feng- inn var til þátttöku í þessari til- raun. Þriggja ferkílóm. skák var skipt í tólf reiti, og leitaði hund urinn í öðrum hvorum reit, en maðurinn í hinum. Síðan var skipt um reiti, og hundurinn látinn leita í reitum mannsins, en maðurinn eitum hundsins. Allt, sem þeir fundu, var vand- lega skráð og merkt á uppdrátt. Varð niðurstaðan sú, að hundur- inn kann kís á þrettán hundruð og þrjátíu stöðum, en maðurinn einungis á tvö hundruð og sjötiu. Þar að auki fann hundurinn á fjór um stöðum málma, er enginn vissi, að þar væri von. Sumt af því, sem hundurinn fann, var tíu til tuttugu sentimetra í jörðu niðri. Af þesisu er dregin sú ályktun, að hundar séu mönnum mju:lu fremri, ef leita skal málmgrýtis, sem blandið er brennisteinskennd um efnum. Þeir, sem hugsa sér aS halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu því að athuga fyrr en síðar, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á því. SIGURÐUR DRAÚMLAND: Á ljóSU VOfí Ljúfur blær frá Ijósu vori lék um skógarrein. Yfir hljóðan eyðidalinn árdegissólin skein. Þýðum rómi þrestir sungu þúsundraddað lag, meðan andi ilms og blóma ungan signdi dag. Enginn sá og enginn hlýddi. Auð og þðgul sveit vafði tregann vorsins blæjum, vökubljúg og heit- Yfir hverjum bakka og brekku blundaði í geislum sorg, líkt og svifi í söguljóma sigruð draumaborg. Handan yfir hnjúka bláa hljóm frá skyldum brag eyðidalnum söng í sefi sunnanblær þann dag. Andi fornra bændabýla bróður sínum gaf efni nóg að segja sögur sveitum horfnum af. Mætti vorsins mjúku litum miðrar nætur sól, óf í himintjöldin töfra tröf um laut og hól. Óttukyrðin yfir hvíldi eins og gæfu-spá. Heyrði líkt og léki hjarta lind í bergi slá. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 755

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.