Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 3
■ Vislan er minnsta rándýriS, sem til er. Hún er mjög grimm og ver sig og afkvæmi sín af mikilli hug- prýöi, þótt við stærri dýr sé að etja. Hiklaust ræðst hún á nærgöngulan hund til dæmis, þrátt fyrir stærðarmuninn. Danir eiga henni gott upp að unna. Víða á dönsku eyjunum eru varnargarðar með ströndum fram til þess að hindra land- brj)t. Vatnsrottur voru í þann veginn að eyðileggja þessa sjó- varnargarða. Þá voru fluttar inn vislur, sem nálega eyddu vatnsrottunum.. Allt verður vislunni að bráð — frá músum og upp í fullvaxna héra. Hún bítur bráð sína ■ hnakkann og legg- ur svo fast að, að vigtennurnar tanga inn í heila. í Sviþjóð eru þrjár tegundir af visl um — hreysikettir, smávislur og dvergvislur. Þær eru rauðjarpar á sumrum, en þegar haust gengur í garð, verða þær hvítar á tveim vik- Visla í veiðihug er ótrúlega snör í snún ingum. Hún hlykkjast eíns og ormur í grasinu, löng og mjó, kókir annað veif- ið upp og horfir í kringum sig athugul- um augum. Þegar hreysiköttur sér mús, tek- ur hann undir sig stökk og heggur kjaftinum í hausinn á henni. Hann stekkur allt að átta lengdir sinar i einu stökki. Það er ekki einungis, að hann spyrni við fótum, heldur spennast bakvöðvarnir einnig eir.s og fjaðrir. Smávislan er þó kannski veiðisælust. Mús getur komizt undan hreysiketti nið- ur í holur og göng, en smávislan leikur sér að því að smjúga þau og eltir bráð sína uppi, þótt mýslurnar reyni að bjarga sér með þessum hætfi. Vislur eru haldnar óstjórnlegri 'áráttu að draga að sér. Einu sinni fann Norðmaður 153 dauða læm- ingja í fjallakofa sínum. Visla hafði veitt þá og dregið skrokkana í kof- ann, ásamt gömlum nöglum, skrúf- um og smáaurum. Lesmál: Arne Broman. Teiknlngar: C'ifirlie Bood T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ \ 747

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.