Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Qupperneq 20
hverju. llún leit upp sem snöggvast, og IngiríÖi fiir að gruna, að það væri einmitt hún, sem þessi ungmær vildi hafa tal af. En hvers vegna kom hún þá ekki og gerði vart við sig? Þetta var hávaxin, fríð stúlka og gat verið svo sem nítján ára. Undir hendinni hél't hún á möppu, eins og hún væri á einhverju námskeiði Það var eitthvað heilbrigt og ferskt. sem Me;di þessari stúlku, en þó virt- ist hún vera óvenju óstyrk. Ingiríður sneið síðustu dulnuðu kvistina af og leit enn þá einu sinni yfir til sandkassans, en þá var stúlk- an á bak og burt. 'Jm leið var dyra bjöllunni hringt, frernur varlega og hikandi, rétt eins og sá, sem þar var að verki, væ;ú hálfvegis pð vona. að" ekki yrði gengið til dyra. Það er hún, hugsaði ingiríður og gekk fram til að ljúka upp útidyrun- um. Hún undraðist, að hún skyldi vera svona hárviss í sinni sök. Unga stúlkan stóð þar fyrir utan. „Get ég gert eitthvað fyrir vður?“ spurði Ingiríður alúðlega. Stúlkan hikaði við. en spurði síðan með hægð: „Eruð þér frú Hammer . frú lngiríður Hammer?“ „Já, ég er hún,“ svaraði Ingiríður og’ kinkaði kolli. Svo endurtók hún spurninguna: „Get ég gert eitthvað fyrir yður, ungfrú?“ „Já,“ muldraði stúlkan. „Ég vildi mjög gjarnan fá að tala við yður, ef þér hafið tima . ef ég veid engum óþægindum, á ég við.“ „Þér skuluð koma inn með mér," mælti Ingiríður uppörvandi. „Þá get- um við talað betur saman.“ Þær gengu inn í stóru dagstofuna, og stúlkan gat ekki orða bundizt. „En hvað þér eigið yndislega íbúð," mælti hún „Já,“ samþykkti 'ngiríður „Nú er vistlegt hér. En við fluttum hingað, þegar svæðið var uýutmælt, og þá mátti hér heita ósáið eyðiland. Nú höfum við bæði tré og jurtir, og svo erum við í námunda við bæinn.“ „Hér er svo frjálst," mælti unga stúlkan. „Ég hef sjálf herbergi á leigu i nágrenni skólans. Ég stefni að því að verða kennslukona. Eg heiti Tove Tove Bang, For- eldrar mínir bjuggu í Esbjerg. en eru nú ekiki lengur á lífi.“ Ingiríður hugsaði sig um Bangs- fólkið frá Esbjerg? Hún þekktí engan, sem bar það nafn og ekki borgina heldur. Það var eins og Tove hefði lesið hugsanir hennar, því að hún mælti ofur hægt og varlega: „Þér eruð víst engu nær, eða er ekki svo?“ Það var eins og hún flytti þessi orð fram með bænarrómi, en Ingiríð- ur gat ekki annað en hrist höfuðið. „Því miður þekki ég ekki þetta fólk,“ mælti hí.n með vonbrigðahreim. „En fáið þér yður nú sæti, ungfrú Bang, og svo helli ég upp á könn- una. Fólki gengur oft betur að ræð- ast yið yfir kaffibolla." „Ég get hjálpað yður,“ mælti stúlk- an, rjóð af ánægju. Hamingjan góða, hugsaði Ingiríður. Að vera ung og munaðarlaus, búa í leiguhúsnæði og eiga margra ára nám fyrir höndum. Það var töggur í ungmennunum, þ.e.a.s. þeim, sem eitthvað vildu, en það var enginn kominn til að segja, að gangan að lokamarkinu yrði þéim auðveldur leikur. Þær stóðu gegnt svalaglugganum stóra, og Ingiríður fékk að vita ei- lítið meira um herbergi stúlkunnar. Jú. Það var ékki sem verst, en birlan var þó ekki upp á það bezta. Aftur á móti koms.t hún vel af fjárhags* lega, því að foreldrar hennar höíðu lagt til hliðar fjárhæð, sem þær syst- urnar áttu að fá til sinna nota, ef þær hæfu skólanám. Þær voru þrjár, önnur átján ára og bjó hjá tengda- foreldrum sínum tilvonandi í Esbjerg, meðan unnustinn gegndi þiónustu í hernum, og svo hin yngsta, sem var sextán ára að aldri. Hún ætlaði að verða barnaheímilis kennslukona og var svo heppin að fá húsnæði hjá læknisfjölskyldu, sem þær þekktu, og þar kunni hún mæta- vel við sig, „Svo að þetta hefur gengiö framar öllum vonum,“ mælti unga stúlkan að lokum. Allan tímann, sem hún talaði við Ingiríði, horfði hún fram hjá henni, eins og hún kveinkaði sér við að líta beint framan í hana og mæta augna- tilliti hennar. Ilún var áköf i frá- sögn sinni og vildi bersýnilega gjarn- an koma Ingiríði í skilning um, að í fjölskyldu hennar væri engin meiri háttar vandamál við að etja og að það væri því ekki þess vegna, sem hún hefði komið. Én hvers vegna sat hún þá hér? Ingiríður fann á sér, að stúlkan sagði satt og ekkert nema satt. En hið veigamesta var enn þá algerlega dulið, og allt í einu hallaði Ingiríður sér áfram, lagði höndina á handlegg stúlkunnar og mælti hratt: „Látið það nú koma, ungfrú Bang. Segið mér, hvað það er, sem þér vilj- ið mér. Það er ekkert að óttast. Ég skal vissulega hjálpa yður, ef ég get.“ Stúlkan hrökk við og augun fyllt- ust af tárum. „Ég hefði víst ekki átt að koma,“ muldraði hún. „Hvaða vitleysa!“ greip Ingiríður fram í. Það vottaði fyrir feginleik í ung- legu andlitinu, og því næst spurði hún lágt og varfærnislega: „Þekkið þér . . . munið þér þá tíð . . . hinn tuttugasta nóvember fyrir tuttugu árum?“ Ingiríður kippti að sér hendinni, eins og hún hefði brennt sig, og það var eins og eldur læstist um líkama hennar og hún stæði í eins konar logakófi. Tuttugasti nóvember fyrir tuttugu árum . . Jú, þeim degi gæti hún áreiðanlega aldrei gleymt, hugs- aði hún með beisikju. Hún var vökn- uð eftir deyfinguna, böðuð í svita í viðbót við allt hitt, sem á undan var gengið, og hún hafði legið og hlustað í kyrrð . . . Var það ekki barn, sem var að gráta? En svo mundi hún það allt, og í huga hennar kom hver endurminningin eftir aðra í réttri röð, langdregin, kveljandi keðja óheillaupprifjana, allt frá því að hún hafði gengið úr skugga um, hvaða breyting var á henni orð- in og að hún yrði að segja satt og rétt frá öllu heima, og til þeirrar stundar, er hún vaknaði og vissi, að ^ aðrir höfðu komið öllu í kring á betri hátt og að nú gæti hún bráð- lega risið upp og farið, eins og ekk- ert hefði gerzt. „Þér . . . þér eruð móðir mín . . . er ekki svo?“ Kvíðafull rödd stúlk- unnar vakti Ingiríði upp frá hugs- unum sínum. „Jú,“ mælti hún í flýti. „Jú, ég er það.“ Þær sátu og horfðu hvor á aðra, lítið eitt feimnislega, en þó með nokkurri forvitni. Loks spurði Ingi- ríður stillilega: „Hvað hafið þér . . . hefur þú . . . í rauninni hugsað um mig . . sem móður?“ „Ekkert nema gott,“ flýtti Tove sér að svara, og fullvissu gætti í radd- blæ hennar. „Ég átti auðvitað ekkert að fá að vita, en fólk segir nú svo margt, og börnunum berst ýmislegt til eyrna.“ „Hafðir þú það gott? Voru þau góð við þig?“ greip Ingiríður fram í, óstyrkri röddu. „Já,“ svaraði unga stúlkan ákveð- in. „Þau voru mér óskaplega góð. Ég eignaðist tvær systur, og ég liefði líklega aldrei vitað neitt um þetta . . . hefði ég ekki heyrt tvær frænk- ur mínar talast við. En ég sagði ekki orð um það, fyrr en eftir að pabbi var dáinn. Þá var ég aðeins sextán ára, og við mamma sýndum hvor ann- arri fullan trúnað. Og þá spurði ég.“ „Og hvernig tók hún því . *hún móðir þín?“ - hvíslaði Ingiríður. Það var svo erfitt að nota orðið móðir um aðra konu, enda þótt hún ætti ekkert tilkall til þess nafns sjálf. „Mamma sagði mér ofur rólega allt af létta." „Sagði þér . . . allt.. .?“ „Já, að unnusti yðar hefði hlaup- izt á brott og foreldrar yðar hefðu komið því í kring, að ég væri ætt- leidd þegar í stað, áður en ég fædd- ist.“ „Ég ætla ekki' að gera neina til- raun til að afsaka mig, allra sízt frammi fyrir þér, en strangleikinn ríkti á heimili mínu, og þar var ekki laust við, að ýmsir hlytu sinn áfell- isdóm, ef því var að skipta" sagði Ingiríður. „Þau töluðu um synd og sekt, og það var 764 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.