Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 22
meðfæddu hagsýni. Hann stóð graf- kyrr og einblíndi á hana. Frúin, sem talað var við,gat sagí það eitt, að ungfrú Bang hefði iagt af stað að heiman um morguninn. „Henni virtist að visu vera eitthvað brugðið,“ bætti hún við. „Ef það^er inflúenza, vildi ég einna helzt, að hún væri ekki hér heima, á meðan hún er að yfirstíga hana. Ég gæti veikzt. Það er enginn efi á því.“ „Þá getur hún legið hér hjá okk- mur,“ mælti Jens við konu sína, þegar símtalinu var lokið. „Við höfum þó herbergi til reiðu. Þú veizt nú,“ bætti hann við kankvís, „hvar við hefðum fengið þríburunum okk- ar verustað . . Hvað er nú að Ingiríður?" flýtti hann sér að segja. „Ekkert", svaraði hún snöggt, „en ég held, að ég hringi i kennara skólans.“ Og þar fékk hún svarið. Tove hafði snögglega orðið .mður sín í miðri kennslustund og verið 'flutt beina leið í sjúkrahús. Skömmu síðar voru þau komin af stað, akandi í bifreið. Ingiríður hafði með öllu gefizt upp við það að sýn- ast, en Jens spurði einskis. Og það var hann, sem kom að máli við lækni þann, sem hann hitti fyrir á sjúkra- deildinni, og þar var honum tjáð, að unga stúlkan lægi í heiftarlegri háls bólgu. „Hún er með sótthita" sagði læknir inn, „en þér megið vel líta inn til hennar, það er engin yfirvofandi hætta á ferðum, og penisillínið mun hafa haft sín áhrif eftir örfáa daga. Þetta er töluvert heiftarlegt tilíelli, og það væri hægt að ímynda sér. að þessi unga stúlka hefði verið undir einhverju andlegu fargi um langt skeið. Það getur átt sér stað meðal tilfinningaríks fólks, að sjúkdómur, sem annars er hættulaus í sjálfu sér, brjótist skyndilega fram á þennan hátt.“ Hann gekk á undan þeim og tauk upp dyrunum að einni sjúkrastof- unni, og Ingiríður varð að grípa í handlegginn á Jens til þess að geta haldið jafnvæginu Svo óstyrk var hún og riðandi á fótunum. Tove svaf, þegar þau komu inn, og á enninu glóði á örsmáa svita- dropa. Ingiríður þerraði þá burt með skjálfandi hendi. „Hamingjan góða!“ sagði Jens stillilega. ,Hún er fárveik. Þetta er annars fríð stúlka að sjá. Og hún hefur sama háralit og þú, Ingi ríður Þú veizt nú, að ég hef atltaf verið hugfanginn af stúlkum, sem eru bjartar yfirlitum,' bætti hann við, eins og til að reyna að kæta hana. En hún stóð einungis grafkyrr og starði á andlitið unga, eldrautt sf sótthita. Nú stóð henni alveg á sama, hvað Jens segði, þegar hún væri bú- in að skýra honum frá því, hvernig öllu var háttað. Það var hans sjálfs og einskis annars að gera það upp við sig, hvernig hann tæki þessu. En hérna lá hennar eigið barn, og eins og á stóð, var annað algerður hé- gómi. Tove opnaði augun, horfði þoku- kenndu augnaráði á Jens og sneri síðan höfðinu lítið eitt til hliðav. „Mamma ..." hvíslaði hún, og veikt bros færðist yfir andlitið. Um leið var hún fallin í mók á ný. Ingiríður sneri sér við og horfði beint framan í Jens. „Komdu“ sagði hún með hægð „og gakktu með mér niður í sjúkra húsgarðinnn. Ég hef dálítið að segja þér, sem þú hefðir átt að vita fyrir mörgum árum.“ „Ertu reiður?“ spurði hún variega, þegar hún hafði sagt honum söguna til enda. „Ég held, að þú sért ekki með sjálfri þér,“ sagði hann hálfmóðgað ur. „Hvers konar mann álítur þú mig eiginlega vera, Ingiríður?“ „Hvers konar manneskju álítur þú mig, Jens?“ spurði hún stillilega. Hann lagði handlegginn þétt utan um axlir hennar. „Það skal ég segja þér,“ mæ’ti hann rólega. „Ég álít þig einu kon- una í heiminum, sem ég vil elska, þar til dauðinn skilur okkur að. Þú manst þó líklega hjónavígsluheitið, Ingiríður." „Ó, Jens!“ Hún sneri höfðinu til og faldi andlitið við brjóst hans. „Og nú höfum við eignazt fulltíða dóttur", hélt hann áfram. „Fallega stúlku, eins og móðir hennar er sjálf. Ættum við nú ekki að spyrja hana, hvort hún vilji eiga heima hjá okkur? Það yrði ánægjulegt fyrir okk ur bæði, ef æskan vitjaði heimilis okkar um síðir — það er að segja, ef hún á annað borð álítur, að hún geti notið sín til fulls í návist okkar.“ „Jens!“ Ingiríður lyfti upp hand- leggnum og laumaði honum utan um hálsinn á manni sínum. „Þú er dá- samlegur.“ „Það ert þú sjálf," svaraði hann, og í brosinu fólst ósegjanleg hlýja. Bjarni V. Guðjónsson þýddi Faereyjar — Framhald af bls. 754. minn að heiman, Tryggva Thorsteins- son. Hann var nýkominn til eyjanna með Lúðrasveit Reykjavíkur, sem Lausn 26.krossgátu leika átti á Ólasfvökunni, er halda átti helgina næstu á eftir. Eftir að hafa kvatt hann, hélt ég um borð, enda var þá klukkan alveg að verða sex. Rétt í þessu sá ég, hvar Sigurður Joensen kom á reiðhjóli niður á hafn arbakka, og dreif ég mig þá í land og kvaddi hann. Hann sagði mér, að hann væri að byrja sumarleyfi sitt og hefði skroppið úr bænum. Nú var látið úr höfn og sigld önn- ur leið en þegar komið var til Þórs- hafnar. Nú var siglt um Vestmanna- sund með Vogey á vinstri hönd, en Straumey á hægri hönd. Siglt var fram hjá Kirkjubæ. Nokkru síðar var siglt frá Jíjá Kvívík og loks Vestmanna- havn. Skömmu seinna var siglt út á rúmsjó. Þá blasti við vesturströnd Straumeyjar, sem liggur í norður. Fag urt var að sjá þessa klettóttu strönd í kvöldsólinni með öllum sínum fugla- björgum. Smátt og smátt hvarf klettaströnd- in mér sjónum, og þar með hafði ég kvatt Færeyjar, þar sem ég undi mér vel þessa átta daga, sem ég dvaldi þar. Nú var komið út á rúmsjó og farið að líða á kvöldið og kominn rign- ingarsuddi. Ég kom mér því í klefa minn. Þar var fyrir ungur Reykvík- ingur, sem var að koma úr löngu ferðalagi. Hafði hann verið í Sviss og farið um fleiri lönd, en tekið sér far með Heklu í Kaupmannahöfn. Næsta kvöld um áttaleytið sáum við Dyrhólaey. Skyggni var slæmt, og var það leiðinlegt, því að hefði verið bjart veður, átti að sigla nær landi. Þegar við sigldum fram hjá Surtsey nú, var þokuhjúpur yfir henni, en neðst í hlíðum hennar sá- ust hraunstraumarnir renna 5 sjó fram. Þá fóru menn að tínasit í rúm sím Læt ég nú þessu lokið hér, því á miðvikudagsmorgun klukkan sjö var siglt inn á ytri höfnina í Reykjavík, og um hálfníu-leytið var komið í land. 26 iic. M \ \ \ \ \ \ \ V E I K fl I B l N D u R > Ð \ L 1 \ R \ H a \ L \ fl L N f) R \ i L M \ fí u \ \ M K T T u S T S \ fí P \ ú Ð fl í? \ H K pr \ H \ N fí F N \ H ú \ * \ s I G R ú N E D V fí \ 3 u S T \ ó /E \ S u g R I K \ 5 T £ L TJ ■R \ D p \ \ fí A \ fí R I Pi \ fí N u J? 0 N s r P \ V i N \ 5 N ú N fí R \ E L L \ Ú Ð fí L T \ ~D D \ T Æ K 1 s \ I T? 6 V \ D \ K fí L \ M D fí Ð I 6 4 T \ R y K U a \ i \ fí Ð \ U \ A s fl R \ N fí S T \ R il 5 N fí \ N U R L fí \ R T \ \ K I R N fl N \ fí \ c T I \ sl h E N 6 I R -> Ú T \ E I R 766 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.