Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 18
helzt upplýsingar um. Erlendri landa fræði eru góð skil, og það, sem tilheyrjr nútímanum og stendur okk- ur næst, er tekið fram yfir annað. — Hverjir eru helztu höfundar sér- islenzks efnis? — Hannes Pétursson skáld ritar greinar uíi íslenzkar bókmenntir, Guðmundur Kjartansson um jarðfræði íslands, Jón Þórðarson hefur með landafræði íslands að gera, sjálfur skrifa ég um málfræði, og fleiri mætti telja. — Hvernig er vinnu að verkinu háttað í stórum dráttum? — Efni ér skipt í tíu meginflokka og þeim aftur í um fjörutíu undir- flokka. Hlutföll milli flokka voru ákveðin fyrir fram og séráætlun gerð fyrir hvern flokk. Við höfum athugað alfræðirit af sambærilegri stærð, og kemur í ljós, að þessi hlutföll hald- ast jafnan allsvipuð. Efnisflokkum er skipt í íslenzka og erlenda undirflokka að undanskildum trúarbrögðum og raunvísindum, en á þeim sviðum er lítið um séríslenzkt efni, nema goða- fræði og náttúru íslands. Guðmund- ur Þorláksson cand. mag. er aðalrit- stjóri raunvísindaflokkanna ásamt mér. Menn eru ráðnir til þess að skrifa um ákveðin efni, og þeir skrifa hverja grein sér og skila þeim svo til rit- stjórnar. Nokkuð er misvandasamt að fást við hin einstöku efni. Á vett- vangi íslenzkra fræða er fæst við að styðjast, því að greinar um þau efni í áþekku formi hafa sjaldnast verið ritaðar áður. Á þessu sviði er nokkr- um erfiðleikum bundið að velja greinar til ritunar og halda þeim innan ákveðins ramma. — Venjulega er hægara að fást við erlend efni, því að þar er meira um aðgengi- legar heimildir. Þó er erfitt að rita um sum alþjóðleg efni á íslenzku, til dæmis um stærðfrði. í þeirri grein hafa mengi og önnur ný undirstöðu- atriði gerbylt ýmsum grunvallarhug- myndum manna. Þegar búið er að skila handritum, er tekið til við það að búa þau til prentunar, samræma frágang allan — fræðiorðanotkun, skammstafanir, útlitsatriði og lengd greina, eftir því sem tök eru á. Það væri til dæmis óhæft, ef ritað væri helmingi iengra mál um Indlandshafið en um Banda- ríkin. Yfirleitt er reynt að draga úr öllum annmörkum..Og svo er að raða uppsláttarorðum eftir stafrósfröð. — Nú var unnið að íslenzkri al- fræðibók fyrir rösklega tveimur ára- tugum. Var því verki langt komið? — Búið var að setja efni undir stöfunum A og B og unnið að hand- riti nokkru lengra áleiðis. Þetta átti að verða mikið verk, líklega sex til átta sinnutn stærra en Alfræðibók Menningar*jóðs, og alþjóðlegu efni og klassísku voru gerð ýtarleg skil. En vinna og kostnaður fór langt fram úr áætlun, og komst verkið aldrei lengra en á þennan rekspöl. ísafold- arprentsmiðja hafði síðast með þetta rit að gera, og náðist samkomulag við stjórnendur hennar um það, að Alfræðibók Menningarsjóðs fengi að njóta góðs af þeirri vinnu, sem í verkið hafði verið lögð. — Hvar leitið þið annars heimilda? — Að því er tekur til íslenzkra efna, verður mjög að byggja á frum- heimildum og frumrannsóknum. í ís- landssögu koma til dæmis fram ýmis atriði, er ekki hafa birzt áður á prenti. Og ekki hefur verið til samþjappað efni á borð við það, sem birtist undir fyrirsögninni ísland. En um alþjóðleg og erlend efni leitum við til alfræðirita af öllum stærðum og gerðum. Tölur um íbúa- fjölda, framleiðslu og þess háttar sækj um við í skýrslur Sameinuðu þjóð- anna, þær nýjustu er fyrir liggja. — Hvað viltu segja um kynni þín af einstökum erlendum alfræðibókum? — Það er erfitt að leggja algild- an mælikvarða á gæði alfræðibókar, því að það er afar misjafnt, hvaða kröfur fólk gerir til slíkra ,rita. Fyrir þá, sem kjósa að eiga aðgang að fróðleik um sem flesta hluti í sam- þjöppuðu formi, eru alfræðibækur með tiltölulega mörgum uppflettiorð- um æskilegri en rit, þar sem eru alllangar greinar um hvert efnisat- riði. Þekktust stærri alfræðiverka hér á landi eru Encyclopedia Britanniea og hið danska Salmonsens Konver- sation Leksikon. Sá ljóður er á ráði Britannicu, að mjög skiptir í tvö horn með það, hvort greinar í henni hafa verið endurskoðaðar á síðustu árum, og ekki er unnt að sjá aldur greina í bókinni. Salmonsens Leksi- kon er orðið gamalt rit, en er í góðu gildi um eldra efni og gamlar skoð- anir. Yfirleitt eru hinar stóru, nor- rænu alfræðibækur ágætlega unnar, og má í þvl sambandi nefna Bonni- ers Lexikon (sænsk) og Nordisk Familjebok (sænsk), sem báðar voru hin ágætustu verk á sínum tíma. Aft- ur á móti á það við um sumar banda- rískar alfræðibækur, að þær eru miklu minni en þær sýnast. Gyldendals Oplagsbog hin danska er til allvíða hér. Hún er góð, hvað snertir nútímann, raunvísindi og því umlíkt, en aftur á móti verri, að því er tekur til klassíffcs efnýs. Yfirleitt er það einkenni á þýzkum orðabókum, að þar er miklu efni kom ið fyrir í stuttu máli, og virðast Þjóð verjar oftast nær vanda útgáfur sínar í hvívetna. Der kleine Brorkaus, tveggja binda verk, er til að mynda girnileg fyrirmynd. Sú bók er marg- unnin og hefur oft komið út í end- urskoðuðum útgáfum, en slíkt eru ær- in meðmæli með hverju alfræðiriti. Af öðrum minni ritum af þessu tagi, sem mér hafa reynzt vel, get ég nefnt Gyldendals Ettbindsleksikon (norsk) og Focus (dönsk). Stateman's Yearbook, sem gefin er úr árlega, er hin ágætasta handbók, og loks má ekki gleyma að geta um ágæti hins mikla verks Nordisk Kulturhistorisk Lexikon varðandi allt norrænt efni. Oft er það, að alfræðiritum ber ekki saman, og getur þá verið vand- séð, hverju treysta skuli. Ég hef þann sið að kynna mér það, sem stendur um íslenzk efni og esperanto í slík- um bókum, og þykist að því búnu geta ætlað nokkuð á um áreiðanleik þeirra. — Fer ekki notagildi alfræðibóka hraðminnkancti, eftir því sem lengra líður frá útgáfu þeirra? — Jú, segja má, að alfræðibók sé orðin úrelt, um leið og hún kemur út. Hitt er svo annað mál, hvenær hún verður svo gömul, að upplýsingar í henni geti kallazt óþolandi úreltar. Vitaskuld er æskilegt, að alfræði- bók sé gefin út sem oftast, en út- gáfukostnaður er mikill og oft óvið- ráðanlegur. Heppilegt væri að geta skipt um einstakar greinar, en á því vandamáli hefur ekki komið fram nein viðunandi lausn. Unnt er að gefa handbækur ýmsar út í formi lausblaðabóka, en slíkt gengur ekki, þegar alfræðibækur eiga í hlut. En óhætt er að segja það, að al- fræðibókarmaður verður alltaf að fylgjast með og má fátt láta fram hjá sér fara. — Er afráðið, hvernig Alfræðibók Menningarsjóðs verður að ytri gerð? — Hún verður í sama broti og ís- lenzk orðabók, tveir dálkar á blað- síðu, leturflötur mjög svipaður, en letur stærra. Leturbreytingar verða eftir þörfum og miklar tilvísanir milií greina, en það sparar rúm og kemur í veg fyrir tvítekningu. Töluvert verð- ur notað af skammstöfunum, en haft verður í huga, að þær spilli ekki fyrir við lestur. Enn er óráðið, hvers konar pappír veður notaðu, og ekki er búið að taka endanlega ákvörð- un um myndir og kort, þótt senni- lega verði ekki mikið af slíku. . Gert er ráð fyrir þvi, að hvort bindi verði um sjö hundruð blaðsíður á lengd og uppsláttarorð í þeim báðum á milli tíu og tuttugu þúsund. —- Að lokum, Árni, áttu von á því, að Alfræðibók Menningarsjóðs hljóti jafngóðar viðtökur og íslenzk orða- bók? — Ég tel góður horfur á því. Efa- laust verða ýmsir gallar á þessu verki, en ekki tjóar að skeyta um slíkt. Verðinu verður stillt í hóf, og ég ætla, að þetta rit verði íslendingum aufúsugestur, því að efnisval í er- lendum bókum af þessu tagi er ekki hið æskilegasta fyrir íslenzkan mark- að. I.S. 762 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.