Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Page 12
Eystri kambur Botnssúlna. Fossabrekkur nær. — Ljósmyndir I. S. Ferðafélag íslands efnir á sumri hverju til gönguferðar á Botnssúlur. Að þessu sinni var facjð fyrsta sunnudag í ágúst, og afréð blaðamað- ur Sunnudagsblaðsins að slást í för- ina. Botnssúlur eru tindóttur fjallaklasi kenndur við Botn í Botnsdal. Undir staða þeirra er úr blágrýti, en mó- berg hið efra. Tveir meginkambar eru í Botnssúlum auk einstakra tinda og hnúka, og er eystri kamburinn, sá sem nær er Þingvallasveit, ögn hærri eða 1095 metra yfir sjávarmál. Er sá kambur allajafna klifinn, þegar geng- ið er á Botnssúlur, og því haldið upp úr Þingvallasveit, eða nánar til- tekið frá efsta bæ þar, Svartagili. Og það er austur að Svartagili, sem langferðabíll, skipaður nítján manns auk fararstjórans, Friðriks Daníels- sonar, stefnir þennan ágústmorgun. Veðurdagur var góður, hlýtt, gola af norðri, sólfar með blettum framan af degi, en síðan skýjað, og gerði skúr síðdegis. Bíllinn er kvaddur við túnfótinn á Svartagili, og gangan hefst. Ferða- langur, sem lítur heim að Svartagili frá þjóðbrautinni til Þingvalla, gæti haldið, að þar væri fátt, sem gleddi augað. En svo er ekki. Mjög er sum- arfagurt á Svartagili. Bærinn stend- ur í dálitlum krika suðvestanundir gráu Ármannsfelli, skrúðgrænar fjall- drapabrekkur og gapandi gil upp af bænum, háir melhjallar og blásin börð til beggja handa og gular dýja- veitur útsuður af túninu. Þarna hef- ur Markús bóndi Jónsson unað í hálf- an fjórða áratug. Gangan er hæg fyrsta kastið, hald- ið yfir hálsdrag og ekki stefnt beint á Súlur, því að bezt er að krækja fyrir Súlnagil, sem er slæmur farar- tálmi. Þarna liðast Öxará ofan af fjall lendinu, ekki ýkja vatnsmikil og læt- ur svo lítið yfir sér, að ókunnugum er vant að ætla, að hér streymi eitt- hvert sögufrægast vatnsfall á íslandi. Þarna upp með Öxará eru götur, sem liggja til gamals fjallvegar, Leggjabrjóts, sem farinn var milli Þingvallasveitar og Botnsdals. Ef til vill hefur skáldið Örn Arnarson átt leið þar um, þegar honum varð á munni þessi alkunna staka: Ei mun hraun og eggjagrjót iljum sárum vægja. Legg ég upp á Leggjabrjói. Langt er nú til bæja. En Leggjabrjótar eru víðar, einn er á Skaga norður og annar á Uxa- hryggjaleið, og eru þá naumast öil kurl komin til grafar. Þá er ekki loku fyrir það skotið, að skáldið hafi haft Leggjabrjót lífsins í huga. Það er því með fyrirvara, að ferðalang- urinn sér Magnús Stefánsson fyrir hugskotssjónum á gangi um þessar slóðir.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.