Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 8
í Funningsbotni — þar er snoturt þorp. tímum mun orðtakið Þrándur í Götu verá komið. í Götu eru nú þrjú þorp með Um 600 íbúum. í nyrzta þorp- inu bjó Þrándur, og þar má sjá rúst- irnar af bæ hans. Fram hjá þessari byggð fórum við ©g héldum áfram í norður eftir Vest- urdal, þar til við komum í Funnings- botn. Þar ók Daníel að húsi þeirra feðga og bauð mér inn. Sjúrður og kona hans tóku mér mjög vel og voru mér strax bornar veitingar. Þau hjón ætluðu til Elduvíkur, sem er smápláss utar í Funningsfirði. Þar ætluðu þau að vera við útför gam- allar konur. Buðu þau mér að koma með. Lagt var af stað um ellefuleytið á trillubát, sem Sjúrður átti. Fleira \ fólk þarna úr nágrenninu var með, sem einnig ætlaði að vera við útför- ina. Siglt var út fjörðinn og framhj4 Funning, smáþorpi á vesturströnd- inni, sem stendur undir hlíðum Slætt- aratinds. Þá var sveigt til austurs, og skömmu síðar var lent í ElduvílL Lendingin þarna er í allhrikalegrí klettagjá, og verður ólendandi þarná, ef eitthvert veður gerir. Einn þeirrá, sem var með í förinni, sagði mér, að stundum gengi brimið yfir klett- ana. Bretar, sem höfðu aðsetur þarna á stríðsárunum, gerðu uppfyllingu o§' sprengdu úr klettunum og steyptu þar þrep til að auðvelda uppgöng- una í þorpið, sem liggur ofan við klettagjána. Þegar inn í þorpið kom, var þar fjöldi aðkomufólks víðs vegar að úr eyjunum. Var öllum gestkomandi boð inn hádegisverður, og var tvísett í stofurnar. Klukkan eitt átti útförin að hefjast, en einhver dráttur varð á því, og sagði Sjúrður mér, að slíkt væri ekki óvenjulegt í eyjunum, því fólk kæmi langt að og ferðalög þar tækju oft langan tíma. Á meðan útförin stóð yfir, gekk ég vestur fyrir byggðina og þaðan blasti öll byggðin við. Síðan hélt ég göngu minni áfram, og þegar ég kom að kirkjunni, var verið að bera kist- una úr henni. Síðan var hún borin alla leið í kirkjugarðinn, sem var all- langt frá kirkjunni. Meðan kistan „Á plantasjuni" í Þórshöfn, Lystigarður Þórshafnar er uppi i brekkunum ofanvert við bæinn, sem óðum teygir sig f námunda við hann. - I ■ 1ST2 1Í1INN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.