Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 15
Rætt / viö Árna Böðvarsson — síðara viðtal 4 Árni Böðvarsson við vinnuborð sitt. Liósmyndir: Bj. Bj. ALFRÆÐIBÆKUR VHTA SVÖR VIÐ FJÖLDA SPURNINGA \ ÖSru sinni fáura við okkur sæti i vinnuherbergi Árna Böðvarssonar að Skálholtsstíg 7, drögum upp ritföng og beinum að honum spurningum. Að baki stóls Árna er bókaskápur og í hillum hans standa alfræðirit, orðabækur og handbækur af ýmsu tagi og á ýmsum tungumálum — ís- lenzku, dönsku, norsku, sænsku ensku þýzku, rússnesku og esperanto. í öðr- um skáp getur að líta þykka bunka sérstakra seðla, flokkaðra eftir efni, sem á eru skráðar greinar, er birtast eiga í Alfræðibók Menningarsjóðs. í einu horni herbergisins stendur ramm ger peningaskápur, fullur af sams konar seðlum.Fullgengið er frá sumu en annað er í uppkasti. Smíði einnar alfræðibókar er bersýnilega ekkert áhlaupaverk. En Árni hefur öðlazt ærna reynslu í gerð hliðstæðra rita, því að hann ritstýrði orðabók Menningarsjóðs, sem út kom fyrir fáum árum, safnaði til viðauka við orðabók Sigfúsar Blön dals og var annar höfundur að ís- lenzk-rússneskri orðabók. Og fyrst leiðum við talið að orðabókum. — Hverjar eru helztar íslenzkar orðabækur? — Fyrst má telja orðabók Magnús- ar Olafssonar, Specimen lexici Runici er út kom í Kaupmannahöfn árið 1651. Litlu yngri er bók Guðmundar Andréssonar, Lexicon Islandicum, (Kaupmannahöfn 1683). Af nítjándu alda bókum má nefna Lexicon Is- landico—Lation—Danicum eftir Björn Halldórsson og Rasmus Rask (Khöfn 1819), Lexicon Poeticum eft- ir Sveinbjörn Egilsson (Khöfn 1860), Supplementer til íslandske Ordböger I—III eftir Jón Þorkelsson, (Reykja- vík og Khöfn 1876—99), Oldnordisk Ordbog eftir Eirík Jónsson (Khöfn 1863), orðabók Cleasbys, An Iceland- ic—English Dictionary (Oxford 1869 —1874), sem Guðbrandur Vigfússon er höfundur að. Þá má ekki gleyma orðabók Fritzners hins norska, Ord- bog over det gamle norske sprog, (Kristjáníu 1867). Á þessari öld ber hæst hina miklu íslenzk-dönsku orðabók Sigfúsar Blön dals. Viðaukabindi við Blöndal kom út árið 1963 undir ritstjórn dr. Ja- kobs Benediktssonar og próf. Halldórs Halldórssonar. Allar þær bækur, sem taldar hafa verið hér að framan, eru íslenzkar orðabækur með þýðingum á erlendum málum. Orðabók Menn- ingarsjóðs er fyrsta íslenzk—íslenzka orðabóikin og sú eine, enn sem kom- ið er. Helztu íslenzku orðabækur með erlendum þýðingum, sem út hafa kom ið á síðustu áratugum, eru íslenzk- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 759

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.