Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 16
ensk orðabók Geirs Zoéga, íslenzk- sænsk orðabók Jóns Magnússonar, ís- lenzk-rússnesk orðabók Árna Böðv- arssonar og V. Bérkovs og íslenzk- esperantisk orðabók eftir Baldvin B. Skaftfell. Elzt tveggja mála orðabóka með íslenzkum þýðingum er latnesk-ís- lenzk orðabók Jóns Árnasonar, köll- uð Kleifsi. Konráð Gíslason samdi fyrstu dönsk-íslenzku orðabókina, og aðrar slíkar eru bækur Jónasar Jón- assonar og Freysteins Gunnassonar ( nú í útgáfu Ágústs Sigurðssonar). Helztu ensk-íslenzkar orðabækur eru eftir Geir Zoéga og Sigurð Örn Boga- son, og bók Jóns Ófeigssonar er mest þýzk-íslenzkra orðabóka. í þessari upptalningu er stiklað á stóru, en rétt er að taka það fram að ekki er til nein tveggja mála orða- bók, sem spannar íslenzkt nútímamál og norsku eða færeysku. — Er mikill fengur í hinum elztu íslenzku orðabókum? — Já, það er mikið gagn að þeim, einkum þar sem þær eru oft einar heimildir um tilvist ýmissa orða. Sömu sögu er að segja um orðabók Konráðs Gíslasonar. Þar eru mörg orð, sem ekki finnast annars stað- ar. Og líku máli gegnír um orðabók Freysteins Gunnarssonar, en í henni er aragrúi nýyrða. — Ber ekki Blöndal höfuð og herð ar yfir aðrar íslenzkar orðabækur? — Jú, og svo mun verða, unz Orða- bók Háskólans kemur út, en það verð ur margra binda verk. Sem stendur er Blöndalsbók langstærst og mest verk af þessu tagi. Óhætt er að kalla orðabók Blöndals mikið afreksverk, og siðustu áratugina hefur hún verið stoð og stytta þairra, sem slíkra bóka hafa not. Orðabók Sigfúsar Blöndals er bæði byggð á eldri orðasöfnun og orðtöku Sígfúsar sjálfs og hún er mjög góð heimild um málið’fram yfir aldamót, þótt raunar vanti þar ýmis orð, svo sem orðin skjaldkirtili og fjallapeli. — Á skipulag orðasöfnun langa sögu að baki hér á landi? — Hallgrímur Scheving prestaskóla kennari, samtíðarmaður Sveinbjarn- ar Egilssonar, mun hafa verið braut- ryðjandi á þessu sviði. Björn M. Ól- sen safnaði orðum úr mæltu máli. jón ritstjóri Ólafsson safnaði tii ís- lenzkrar orðabókar, og hefur safn hans verið notað. Meðal einstakra orðasafnara á þessari öld má nefna Þórberg Þórðarson. — Nú hef ég lesið grein, þar sem orðasöfnun er líkt við máifræðilega frímerjasöfnun. — Það þykir mér miðlungi hnytt- in samlíking. Það skiptir ærnu máli að fá sem stærsta og samfelldasta mynd af málinu, en vitaskuld er úti lokað að safna hverju einasta orði, sem þekkist. Það kemur upp úr kaf- inu, að furðumikill hluti íslenzkra orða hefur aldrei komizt á bók, þótt mikið hafi verið skrifað hér á landi og fólk af öllum stéttum hafi fengizt við ritmennsku. Einkum eru það göm ul og gild orð úr aiþýðumáli, sem hvergi hafa verfö skráð. Þetta kemur fram í þættinum íslenzkt mál, en þeir, sem að honum standa, nota útvarpið sem söfnunartæki. Þeim orðabókar- mönnum berst fjölmargt mikilvægt í hendur, og það hefur sýnt sig, að áhugi fólks á orðasöfnun og öllu því, sem snertir móðurmálið, er meiri en gerist víðast hvar annars staðar. Hér hefur tekizt góð samvinna við almenn ing um orðasöfnun, en slíkt er nauð- synlegt, ef vel á að vera. Ýmsir hafa legið orðasöfnurum á hálsi fyrir það að safna málskrípum. Því er til að svara, að svokölluð mál- skrípi eru hluti af málinu og nauð- synlegt er að fylgjast með breyting- um á borð við tilfærslu orða milli beygingaflokka til þess að fá nánari þekkingu á málinu og þróun þess. Fyrir kemur, að orðasafnendum er sendur einhver uppspuni, en venju- lega sjá málfræðingar við sliku. Orða- söfnun er mjög mikilvægur liður í rannsóknum á málinu, og það er sjaldgæft, að bréf til þáttarins ís- lenzt mál séu án alls gagns. — Hverju myndirðu álíta algeng- asta galla á tveggja mála orðabók- um, sem út koma hér á landi? — Það er handahófskennt og til- viljunarkennt orðaval. Raunar hlýtur svo að vera, þegar einn maður sér um slíka bók. Betra er, að tveir menn semji /erk af þessu tagi, hvor frá sinni þjóð og hafi báðir nokk- urn skilning á máli hins. Að þessu leyti er hin íslenzk-rússneska orða- bók okkar Bérkovs hyggilega unnin. —Hvernig var þeirri bók tekið í Rússaveldi? — Bókin kom út árið 1962 í sex þúsund eintökum og mun nú vera uppseld. Það eru einkum fyrirtækí ýmis og stofnanir, sem bókina hafa keypt, skilst mér. — Ertu ánægður með frágang og uppsetningu á íslenzkum orðabókum? — Nei, það er ég ekki. Hér gætir hvergi samræmis í þessum efnum, nema hvað orðabækur ísafoldarprent- smiðju eru í sama broti, svipaðar að öllum ytra frágangi, og í þeim er nú orðið hvert uppsláttarorð í sér- stakri línu. Betra samræmi í þessum efnum myndi mjög auka notagildi bóka af þessu tagi, sérstaklega fyrir skólanemendur. Auk þess skortir mjög á það, að mismunandi merk- ingar sama orðs séu nógu greinilega aðskildar og á allan hátt leitazt við það að gera rit af þessu tagi sem aðgengilegust. Ég vil einnig geta þess, að ég tel, að hér sé skortur á litlum, handhæg- um orðabókum fyrir skólafólk. Flest- ar þær orðabækur, sem hér eru í notk un, eru óþarflega viðamiklar fýrir létt ari lestur, en of litlar til þess að fullnægja öllum kröfum. í þeim er mikið af orðum, í sumum tilvikum ef til vill um þriðjungur orðaforðans, sem ekkert erindi eiga við notendur. Einnig hlýtur að reka að því, að hér verði gerðat mjög ýtarlegar orða- bækur. yfir erlend mál. En rétt er að taka fram, að kostnaðasamt er að gera orðabók vel úr garði, og hefur það ef til vill staðið íslenzkum orðabókaútgefendum fyrir þrifum. — Víkjum þá að orðabók Menn- ingarsjóðs. Hvaða meginatriði voru höfð í huga við samningu hennar? — Bókin heitir íslenzk orðabók handa skólum og almenningi, og stefnt var að því, að hún kæmi fólki að sem mestum og víðtækustum not- um. Til þess að svo mætti verða, reyndum við að hafa sem mest af skilgreiningum og merkjum, og reynslan hefur sýnt, að slíkt gefst alls staðar vel. Þeir, sem ekki kunna þessi tákn, læra þau. — Reynt var að halda stærð í skefjum, en jafn- framt að sýna sem fjölbreyttust sambönd, er orð kemur fyrir í. Hér var um frumsmið að ræða, og því var ýmislegt með öðrum hætti en ég myndi kjósa nú. Eins skorti bæði tíma og mannafla til þess að kanna ýmis atriði og gera þeim viðhlítandi skil, til dæmis notkun forsetninga. — Hvernig fer vinna að slíkri orða bók fram? — Þegar um meiri háttar orðabæk- ur er að ræða, er fyrsta stigið það, að hvert orð og hver merking bess e skráð á sérstakan seðil. Það gefst jafnan bezt að hafa aðeins eitt dæmi á hverjum seðli. Hins vegar kemur það til greina, þegar minni bækur 760 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.