Tíminn Sunnudagsblað - 04.09.1966, Blaðsíða 13
Og nú hefur nútíminn sett mark
sitt á þessar eyðilend <r Búið er að
ryðja jeppaslóð upp með Öxará, og
mun hún liggja ofan í Brynjudal,
en þangað er ekki ýkjalangur veg-
ur. Slík er rás tímans, hjól snúast
æ víðar, og menn eru sjaldnast óhult-
ir fyrir vélahljóði. „Það setur ætíð
að mér illan grun, rekist ég á hjól-
för á fjöllum,“ sagði Pálmi Hannes-
son réktor. Tvær hliðar eru á þessu
rnáli eins og öðrum, og vitaskuld ber
enginn á móti hagræði því, sem er
að vegagerð á öræfum. En hugurinn
hvarflar nokkrar rastir í burtu, og
sé spurning vaknar, hvort nokkur
nauðsyn hafi rekið menn til þess að
aka á jeppa upp á Meyjasæti við Hof
mannaflöt og særa mosann sári, er
seinl mun gróa.
Búrfell er hér á vinstri hönd, ris-
mikið fjall og prýði i fjallahring Þing
vallasveitar. Þrjú Búrfell eru í Árnes
sýslu einni. og eru þau ekki ósvip-
uð að lögun og gerð. Fræðimenn
hallast að því, að landnámsmönnum
hafi þótt sköpulagi þessara fjalla
svipa til stafabúra í heimkynnum sín-
um og sé nafnið af því runnið. Ann-
ars er ekki annað hægt en dást að
orðkynngi þeirri og málsnilld, sern
lýsir sér í nafngiftum fornmanna og
þá einkanlegu örnefnum. Vísa sú, sem
Helga Bárðardóttir á að hafa ort í
útivistinni á Grænlandi, er í raun-
inni ekkert annað en upptalning á
örnefnum, en þó myndi vera til
margt síðra ættjarðarkvæðið. Og ör-
nefnin ein hrökkva Jóni prófessor
Helgasyni til þess að vekja þann
SéS heim að Svartagili í Þingvallasveit.
hugblæ, sein hann sækist eftir, í
kvæði sínu, Áföngum.
Nú er komið að Súlnalæk, sem
steypist í fallegum fossum fram af
hæðarbrún, og á þá skamman spöl
ófarinn til Öxarár. Hlýjar, grösugar
brekkur, eru með læknum hið efra,
og heita þær Fossabrekkur. Haldið
var upp með læknum og áð skamma
stund í brekkunum. Er þá þegar hin
fríðasta útsýn til suðurs lognstafað
Þingvallavatn blasir við sjónum. En
skyggni var ekki gott þennan dag,
mistur í lofti og allt móðu hulið, er
fjær dró.
Upp af Fossabrekkum skiptir land-
ið um svip, gróður skerðist og þrýtur
loks með öllu. Við efstu grös var áð
öðru sinni og biti tekinn. Skildu nú
allir föggur sínar eftir, því að þarna
átti að koma við á niðurleið. Skammt
var nú til fjallseggjarinnar, en ekki
hent að fara beint af augum um
skriður brattar og lausar. Þess í
stað er fylgt móbergsröðli noklcrum,
sem verður utan í fjallshlíðinni og
sfefnt því sem næst í norðaustur. Þar
kemur þó, að skriður verða ekki um-
flúnar, því að ná þarf hinum syðri
og eystri enda á kambi Syðstu-Súlu,
sem svo er nefnd. Verður að snið-
stoera skriður þær, sem eru smagrytt-
ar og lausar og ærið leiðar yfirferðar.
Þar þarf hönd að veita hendi og fótur
fæti, og myndi þetta torfærastur kafli
á allri leiðinni.
En brátt er kambinum náð, og hon-
um fylgt allt upp á hátind Botns-
súlna, sem þar verður. Brattgengt er
þarna nokkuð fyrst í stað, en ekki
ýkja torgengt, því að móbergið er
stöllótt mjög og sorfið. Og mestan
part má þetta heita greiður vegur.
Fyrr en varir er tindinum náð. Er
þá liðið nokkuð á fjórðu klukkustund,
síðan upp var lagt ftá Svartagili.
Að mörgu er að hyggja, þegar upp
er komið. Skyggni var slæmt þennan
dag, eins og áður getur, og útsýn
því vafalaust tilkomulítið, miðað við
það, sem bezt getur orðið. Hin vestari
meginegg Botnssúlna byrgir nokkuð
sýn til norðurs, enda litlu lægri en
hin eystri. Þar koma saman þrjár
sýslur, Árnessýsla, Kjósarsýsla og
Borgarfjarðarsýsla. Er djúpur slakki
á milli eggjanna og moldbornir skafl-
ar á stangli, þar sem ekki nýtur sól-
ar. Útnorður af vestari egginni geng-
ur brattur tindur, sem mun ókleifur
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
757