Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Qupperneq 2
fr||M> """"mi —— *■■■■ A5alb}örg ABbertsdóttir: FYRIR FIMMTÍU TIL SEXTÍU ÁRUM Það verður æðimargt, sem rifj- ast upp, þegar roskið fólks eins og ég fer að hugsa um iiðna tíð. Sú breyting, sem hefur orðið á högum fólks síðustu fimmtíu til sextíu ár, er svo mikil, að varla er von, að ungt fólk nú á tímum hafi ánægju af að heyra um slíkar fjarstæður. En samt er ekki frá- leitt að gera sér til gamans að bera saman fáein atriði í fortíð og nútfð. Kaupverð á öllum vörum fyrr og nú er svo ólíkt, að tæpast er sambærilegt, enda er kaupgjaldið eftir því. Verzlunarmenn höfðu þá sextíu og fimm tii áttatíu krón ur á mánuði, en konur við sömu störf fimmtíu krónur. Vinnukonur er svó voru kallaðar, fengu átta til tólf krónur á mánuði. Verka- menn við uppskipun eða aðra slíka vinnu höfðu þrjátíu til þrjá- tíu og fimm aura á klukkustund, og konur, sem voru við uppskip- unarvinnu, báru kol og aðra þunga vöru á bakinu, höfðu tuttugu aura um tímann. Mánaðar húsaleiga fyr ir þrjú herbergi og eldhús var átján til tuttugu krónur, einbýlis- herbergi þrjár til fimm krónur með hita, ljósi og hreingerningu. Eftir þessu var vöruverðið. Stofu borð með mahoníplötu,' er keypt var á tuttugu og átta krónur í húsgagnaverzlun Jónatans Þor- steinssonar, á ég enn. Hefur það aldrei verið endurbætt, þótt mörgu misjöfnu hafi mætt, en er samt nokkurn veginn óskaddað. Sýnir það, að borðið hefur verið ósvik- ið. Stofuhúsgögn, lítill sófi og fjór ir stólar með plusi á sætum, kost- uðu hundrað og tíu krónur í sömu verzlun. Slík húsgögn voru mjög algeng hjá miðstéttarfólki, sem kallað var, en að sjálfsögðu var miklu meiri íburður í húsgögnum heldra fólks, svo sem embættismanna og kaupmanna. Þar voru í stássstof unni öll húsgögn klædd plussi með hangandi skúfum og flúri og út- skorin borðstofuhúsgögn. Annað þótti ekki hæfa á heimilum heldri manna, því að óneitanlega var í þá daga mjög mikill stéttamunur, semríú þekkist alls ekki. Fátæklingar, daglaunafólk og sjómannafjölskyldur, skipuðu þriðju stéttina, en sú stétt var fjölmenn hér í Reykjavík á þeim árum. Ein slík fjölskylda bjó í sama húsi og ég, hjón með fimm börn í einu herbergi og eldhúsi. Maðurinn var matsveinn á tog- ara. Hvaða kaup hann hefur haft, veit ég ekki með vissu, en sjálf- sagt hefur það verið mjög lágt og eingöngu borgað í vöruúttekt hjá þeirri verzlun, er gerði tog- arann út. En þau hlunnindi hafði hann, að hann mátti eiga þann fisk, er hann gat veitt á handfæri í tómstundum sínum. Sá afli var saltaður í tunnu og kallaðist tros. Það kom svo maðurinn með að lokinni vertíð, og var það aðal- matarforði heimilisins. Aldrei var keypt mjólk, en í þess stað var svart kaffibland handa börn- um og rúgbrauð með smjörlíki. Kjöt var ekki keypt nema aðeins um hátíðir og þá soðið í súpu. Elztu börnin þrjú litu sæmilega út, en yngsta barnið dó fárra daga gamalt, og það næsta var heilsu- veill drengur, sem lá oft rúm- fastur. Var sagt, að hann væri með bólgna kirtla, og veit ég ekki, hvort hann hefur nokkurn tíma komizt til fullrar heilsu. Alltaf var þrifalegt í þessari litlu og ié- legu íbúð, og aldrei kvartaði kon- an — var meira að segja glað- leg, í hvert skipti sem maður tók hana tali. Mér er óhætt að full- yrða, að hún hafi aldrei beðið um styrk frá bænum. Það gerði fólk ekki í þá daga nema í sárustu neyð. Ég bjó með fjölskyldu minni i sama húsi og þetta fólk í fjögur ár. Þá fluttumst við í annan bæj- arhluta, og fylgdist ég ekkert með því á tímabili. En eftir tvö til þrjú ár hitti ég konuna uppi á Óðinsgötu. Við tókum auðvilað tal saman, og ég spurði hana um líðan hennar og fjölskyldunnar. Hún sagði, að maðurinn væri Já- inn.— hefði dáig úr lungnabólgu. Hafði hann löngum verið heilsu- tæpur og veiklulegur. Hún hafði fengið íbúð í kjallara við þessa götu, og taldi hún það miklu betri íbúð en þau hefðu haft áður. Mátti ég til með að líta inn og skoða íbúðina. Þetta voru tvö smáher- bergi og eldhús, bjartari og loft- betri en í hinni íbúðinni. Hún sagði, að eldri börnin væru dá- lítið farin að vinna fyrir sér á sumrin — drengurinn færi í smá sendiferðir og telpurnar litu eftir litlum börnum. Nú var hún sjálf nokkru lausari við heimilið — gat farið í hús og þvegið stórþvotta og yerið við hreingerningar vor og haust. Alltaf var hún jafnglað- leg og bjartsýn, og vona ég, að hún hafi með sóma getað komið börnum sínum til þroska. Ekki fékk hún fremur en aðrir á þeim árum meðgjöf frá neinni stofnun með börnunum, heldur varð hún að treysta á sína eigin getu. Sjálf- sagt hafa mörg heimili hér itt við svipuð skilyrði að búa á þess- um árum, þótt ég hafi ekki þekkt það eins vel, og mörg manneskjan þurfti að bjarga sér og sínum með frábærum dugnaði. Nú eru aðstæð- ur orðnar allt aðrar. Ekki þaf 1 að kvarta um atvinnuleysi, eftir- spurn etfir fólki til vinnu er meiri en unnt sé að fullnægja henni. Og auk þess eru tryggingarnar, meðgjöf með hverju barni innan sextán ára aldurs. Ef veikindi koma upp, þá er veitt ókeypis læknishjálp og sjúkrahúsvist. Ekki má heldur gleyma ellilaunum aldr aðs fólks, en þau koma víða í góð- ar þarfir. Síðastiðinn vetur skýrðu dag- blöðin frá því, að á einum degi — Þorláksmessu — hefði -erið selt áfengi í Reykjavík fyrii nm og hálfa milljón króna. Það nkir áreiðanlega engin fátækt, þar sem ekki fjölmennari borg en Reykja- vík getur leyft sér slíkt. Eða ber þetta vitni um það, að við íslend- ingar getum aldrei lært að fara með peninga? Það er enginn löst- ur á neinum þótt hann kunni að verja fé sínu vel. Unglingar nú á dögum alast upp við allsnægtir að kalla má. Þeim er veitt allt, sem þeir girnast, og það er kom- ið undir skapgerð hvers og eins, hvort þakkað er eða sýnt í verki, að allar þessar velgerðir séu nokk urs metnar. Vel má vera, að for- ráðamenn þeirra gæti þess ekki að brýna nógu vel fyrir þeim, að þau gæði, sem þeim veitast, eru mik ils virði og eiga að verða þeim til góðs í lífinu. Nú er talað mikið um dýrtíð og Framhald á 910. síðu. 890 T I M I N N — SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.