Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 5
Lón í Kelduhverfi, æskustöSvar höfundar. Liósmynd: Páll Jónsson.
Svo sem kunnugt er gengur mik-
ill fjallgarður frá Tjörnesi inn í
landið, allt suður að Bláskógavegi og
sæluhúsum. En þar mætast afréttar-
lönd Fjalla og Þeistareykja. Á hæsta
hrygg fjallgarðsins, þegar farið er
yfir Tunguheiði — Biskupsás — eru
sýslumörk Norður- og Suður-Þingeyj-
arsýslna. Tilheyrir því austurhlið fjall
garðsins Kelduhverfi.
Nálægt miðju þessa fjallgarðs
skerst mikið gil inn í hann upp frá
Fjallabænum og dregur það nafn af
bænum. Skiptir það austurhlíð fjall-
garðsins í tvennt: Útfjöll eða Brekk-
ur og Framfjöll. Útfjöllin eru mikið
lægri og gróðursælli en Framfjölin.
Lóns- og Fjallabændur slepptu ætíð
geldfé sínu í Útfjöllin milli gangna
og stundum eftir þriðju göngur, ef
tíð var góð. Þar voru ágæt beitilöná.
Féð var spakt þar og hélt sér vel.
Örfáir aðrir af bændum þeim, er
næst bjuggu fjöllunum, slepptu geld-
fé sínu í Útfjöllin milli gangna. En
engir eftir þriðju göngu, svo að ég
muni. Held ég, að það hafi ef til
• vill stafað af því, að haust eitt hafði
týnzt margt af fé því, er rekið hafði
verið í Útfjöllin eftir þriðju göngur.
Set ég hér frásögnina um það, því
að hún mun einstæð. En hún hljóðar
þannig:
Eitt mikið góðviðrishaust bar svo
við, að miklir hlývindar af suðri blésu
á Norðurlandi dagana áður en fénu,
er gengið hafði í Útfjöllunum eftir
þriðju göngur, skyldi smalað og rek-
ið heim. Þegar smölun var lokið og
féð talið, kom í ljós, að það vant-
aði sjötíu kindur.
Rétt á eftir urðu mikil veðrabrigði.
Það skall snögglega á hvöss norðan-
stórhríð, með mikilli fannkomu.
Þegar upp birti, var hafin leit að
fénu. En þótt mikið væri leitað, bar
það engan árangur. Þessi stóri fjár-
hópur var horfinn.
Næsta sumar fundust leifar fjárins
allar á einum stað. Þær voru í
djúpri kvos, sunnarlega í Framfjöll-
unum. Uppgönguleiðin úr kvosinni
var að norðan, og þóttust menn vita,
að þar hefði myndazt svo stór hengja
í stórhríðinni, að féð hefði ekki kom-
izt upp. Og svo svalt það allt í hel
þarna í kvosinni.
Þetta virðist hálfótrúleg saga. En
ég er viss um, að hún er sönn. Ég
heyrði oft á þetta minnzt. Og gam-
all, greindur og merkur bóndi, Þór-
arinn Björnsson á Víkingavatni, var
einn af þeim, er ég heyrði segja frá
þessu. Mig minnir, að þessi atburð-
ur gerðist á hans dögum.
Á síðasta fjórðungi nítjándu aldar
hófust fyrstu fjárleitir í Kelduhverfi
ætíð á mánudaginn í 21. _ viku ~sum-
ars. Voru síðan gengnar tvennar
göngur með viku millibili.
I-Iaustið 1895 voru þriðju fjárleitir
29. september. Þann dag var veður-
útlit ekki gott. Var geldfénu því ekki
sleppt upp í fjöllin, heldur rekið
heim.
Morguninn eftir var bjart veður,
en köld norðaustangola og ljótur
bakki í hafi. Þungt brimhljóð barst
frá ströndinni, sem er í tveggja eða
þriggja kílómetra fjarlægð. Og stórir
brimskaflar sáust við björgin vestan
fjarðarins og við fjöruna í fjarðar-
botninum. Þótt slíkt væri engifl ný-
lunda þetta haust, því að miku norð-
anátt með fádæmarigningum hafði
verið ríkjandi, var uggur í mönnum
og hikað við að reka geldféð, sem
var um níutíu til fjalls. En er leið
á daginn og veður og veðurútlit
breyttist ekki, var féð rekið vestur
og sleppt upp í fjöllin. ■
Næsta morgun, 1. dag októbermán-
aðar, var norðangola með hríðar-
fjúki og jörð orðin alhvít. Þótti þá
sýnt að taka yrði lömbin í hús. Var
þá hafizt handa við að bera út úr
lambhúsunum vatn, sem þar hafði
safnazt í hinum miklu úrkomum.
Næstum öll hús í sveitum land.siris,
voru þá með torfþökum og stóðust
ekki miklar rigningar. Einkum var
mikill leki í fjárhúsunum, því að þau
voru risminni en önnur hús. Var það
mkið og seinlegt verk að ausa öllu
þessu vatni í fötu og bera það út.
Hríðin fór vaxandi. Og að morg-
unverði loknum, sem var snædd'ur
klukkan níu eða tíu, því að þá var
matazt þrisvar á dag, var farið að
ræða um að reyna að ná fénu úr
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
893