Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Qupperneq 7
Álkurnar hérna á myndinni eiga sér bólfestu I Hafnabergl, og þar er
þægllegt aS koma ungviSinu á s|ó, þegar þar er komið þroskaskeiði þess,
aS ekkl er þörf á lengrl vist I bjarglnu.
Ljósmynd: Grétar Eiríksson.
Stuttorð frásaga
úr álkubyggðínni
Við hörmum geirfuglinn, sem
galt þess, að hann var bæði mat-
armikill og ófleygur. Hann var of-
sóttur af því, að hann var gott
búsílag, og veiðifíknir menn urðu
fengsælli en skyldi sökum þess, að
hann gat ekki bjargað sér á flugi.
Með kinnroða og eftirsjá megum
við minnast þess, að tveim síðustu
geirfuglunum var tortímt úti fyrir
Reykjanesi 3. júní 1844.
En við höfum hálfsystur hans,
álkuna, enn á meðal vor eins og
prestarnir segja, þegar þeir kom-
ast hátíðlega að orði. Og hún er
ekki á þvl flæðiskeri stödd, að út-
rýming vofi yfir henni, enda er
hún fleygur fugl. Heimkynni henn
ar eru við strendur norðlægra
landa, bæði við Atlantshaf og
Kyrrahaf og auk þess í Eystrasaltl,
og víða er margt um hana.
Svartfuglinn, langvían og stutt-
nefjan, er náskyldur henni, er.da
svipar álkunni mjög til svartfugla, |i
og lifnaðarhættir eru harla líkir.
Nefið er þó talsvert sterklegra á
álkunni og nokkuð skrautlegra á
sumrum með hvítan taum frá auga
og fram á nef og hvítar rákir
þvert yfir skoltinn. Svo er líka
hvít rönd þvert um vænginn. Það
eru hreint engar ýkjur, að álkan
sé sélegur fugl.
Svo segja fróðir menn, að álkan
sé greindarfugl, sem hefur tals-
vert skipulag á vinnubrögðum sín
um. Er þar helzt fært til, að hún
stundar nokkurs konar samvinnu-
útgerð, þegar hún er í flokkum
á veiðislóðum á hafi úti. Þá stinga
álkurnar sér í löngum röðum,
hver af annarri, í greinilegri sam-
vinnu. Það er ekki óáþekkt því,
þegar fólk myndar keðju utan um
fjárhóp, sem verið að reka í rétt
eða kví.
Varpstöðvar álkunnar eru í sjáv
arbjörgum, svo sem allir munu
vita. Þetta eru að jafnaði sömu
björgin og svartfuglinn hefur helg
að sér. En hún leitar athvarfs dá-
lítið ofar en langvían og kýs að
búa um sig í glufum og skorum
og skútum, ef þess er nokkur kost-
ur, því að hún vill helzt geta falið
sig. Álkan er með öðrum orðum
fugl, sem gjarna vill hafa þak yfir
höfuðið.
Ungum sínum koma álkurnar
sjó áður en þeir eru fleygir orðn-
ir. Þegar þeir eru komnir á þriðju
eða fjórðu viku, hætta foreldrarn
ir að mata unga sinn. Þeir laða
hann til þess að steypa sér fram
af bjargsyllunni, þegar hann fer
að svengja, en bresti hann hug til
þess, hrinda þeir honum niður.
Hættan er engin, ef sjór er undir,
og svo undarlegt sem það virðist
slarka þeir einnig heilir á sjó
fram, þótt urð sé undir rótum
fuglabjargsins. Álkuunga, sem
lenti á grjóti, væri þó bráður bani
búinn, og þess vegna er það ráð-
gáta, hvernig þeir komast óskadd-
aðir á sjó, þar sem svo hagar til.
t
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
895