Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Side 8
Þau voru sexr .þrír piltar og þrjár stúlkur. Piltarnir ætluðu allir að verða flugmenn. Stúlkurnar æfluðu allar að verða leikkonur. Nú getur hver sagt sér það sjálf- ur, að flugmenn eiga erfitt uppdrátt- ar á útkjálka eins og Grjóthá'alireppi, en þó væri þar daprari tilvera íyrir leikkonur. Hvorki Skugga Sveinn né Happið hafði verið leikið par í manna minnum — það er að segja í minni ungu kynslóðarinnar. Enginn hafði heldur borið við að iðka nútímaleik- list af ótta við, að slíkt yrði kák og hundavaðsháttur, sem óvirti list- ina. Jörðin seldist ekki. Bankinn fékk sitt hús og sitt fjós upp í sínar skuld- ir. Bankinn átti nú orðið mörg fjós hér og þar á landinu. 'Aldrei spurð- ist þó, að hann mokaði fjós, því að kýr átti hann engar. Börnin á bæjunum, þau yngri og einfaldari, heyrðu Bankans getið og spurðu, hvort hann ætlaði að koma hingað, þessi skrítni maður, sem átti fjós, qn engar kýr. Eldri börnin skip- uðu þeim að láta ekki heyrast svona endemis þvætting, og skömmuðust sín fyrir að eiga svona vitlaus syst- kini. Fólkinu á Grjóthólum tóks1; * að fesja kaup á kjallaraíbúð í höfuðborg inái fyrir rösklega hálfa milljón. Gluggarnir héldu vatni, nema í suð- vestanátt. Frárennslið var háð sjáv- aríölíum. Það var ekki laust viS að véra skáldlegt, hvað sem öðru leið. Afi gamli á Vörðuleiti kom til þess að kveðja. „Þeir kváðu vera lagtækir, dreng- irnir,“ sagði hann við dóttur sína. Dóttir hans raupaði aldrei af börn- unum, og raunar tók húii það ekki alvarlega, að drengjunum væri öU- um áskapað að verða loftsiglinga- menn. Hún sagði föður sínum, hóg- vær, að drengirnir væru allir í vél- um, hefðu alltaf verið svdiia síðan þeir voru litlir. Gamli maðurinn sagði seiniega: „Hjörtur bróðir minn hafði smiðs- auga. Hann klambraði saman jólatré handa okkur krökkunum, þegar hann var sjö ára. Lofaðu mér að sjá eitthvað, sem drengir þinir hafa smíðað.“ Konan sagði, að þeir heíðu nú ekki beint smíðað neitt, en það væri þessi eilífa árátta við véxar, einkum bíla, sem benti á, að þeirra rétta hilla væri þar og ekki annars stað- ar. Ekki er gaman að hafa það á sam- vizkunni að hindra, að börnin njóti hæfileika sinna. Trúðí hann því, að drengirnir voru ekki nema fimrn ára, þegar þeir báru skyn á allt viðvíkj- andi því að setja í gang bíl, skipta um gíra og þess háttar? Hann trúði því vel. „Svona var ég í öllu, sem við kom hestum. Það temur enginn hest, án þess að þekkja stökk frá brokki og bera skyn á þrek hesta, vaxtarlag og skap. Þá voru það hestar. Nú eru það bilar. Það er allt og sumt.“ Svona var pabbi hennar alltaf. Hann trúði öllu seint og varlega. Sjálfsagt þýddi ekki að segja honum, hvað telpurnar höfðu alltaf verið natnar við hljómlist og þekktu urm- ul af söngvurum og hljómsveitum úti um allan heim. Og ekkert útvarps- leikrit fór fram hjá þeim. Hún hafði aðeins nefnt það, hvort ekki væri hægt að leika eitthvað fólki til gam- ans í félagsheimilinu, eins og gert var í fundarhúsræflinum í gamla daga. En þær sögðu, að hér kynni enginn neitt og sízt þær. Fólk var farið að fyrirlíta allt fúsk núna, síhrætt um að misbjóða listinni. Hún gerði sér engar vonir um, að frægð og frami biði allra dætranna. Margir eru kall- aðir, en fáir útvaldir. Og hver vissi, hvar falinn neisti leyndist? Ekki höfðu þeir allir byrjað með mikið, sem urðu eldstólpar á eyðimörk mannsandans. Hún minntist ekki á dætuinar við föður sinn. Enda fór hann að spyrja um húsnæðið nýfengna þar syðra, og talið barst frá einu til annars. Að lokum kvaddi hann, og búferlafólk ið gat aftur gefið sig óskipt að heim- anbúnaði sínum. ★ Þeir hétu Óðinn, Ægir og Skírnir, þessir bræður, sem fæðzt höfðu öfugu megin á landinu, ef ekki á öfugri öld. Landfræðiskekkjan var leiðrétt næstu daga, og fjölskyldan þélt heim an jað í hátíðlegu skapi. Óðinn var orðinn helzt til gamall til að hefja langt nám, fannst hon- um, nítján ára. Hann hætti fljótt við allar vangaveltur um iðnskólann, en fékk vinnu bílaviðgerðarverkstæði. Þangað fóru Ægir og Skírnir litlu seinna. Þa^ ætluðu þeir að átta sig á framtíðinni, áður en mikilsverðar ákvarðanir væru teknar. íslenzkar smásögur III 894 .1 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.