Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Síða 16
Djöfull riður burt með galdranorn, sem hann hefur sótt í gröf
hennar. — Tréskurður frá árinu
djöflinum, hinar eldri voru ekki eft
irbátar þeirra.
Þegar leitað er hinna sálrænu
orsaka til ofsóknanna á hendur
galdranornunum, fer ekki hjá því, að
f Ijós kemur, að ofsóknirnar eiga sér
kynferðíslegar rætur, enda var álit-
ið, að galdranornir hefðu kynferðis-
leg mök við djöfulinn.
Trúin á djöfla og illa anda kom
fram í alls konar myndum um þetta
leyti, og má fullyrða, að hún hafi
staðið traustum fótum bæði meðal
lærðra og leikra. Hinir gáfuðustu
menn kirkjunnar voru haldnir ofsa-
fenginni galdratrú og hugir almenn-
ings gegnsýrðir af henni. Þar sem
skilningurinn hætti, tóku galdrarnir
við. Jafnvel hin saklausustu fyrir-
brigði daglegs lífs gátu tekið á sig
mynd galdra og leitt saklaust fólk á
bálið. Slys, sjúkdómar — einkum
ókunnir — skyndileg dauðsföll, ófrjó
semi, ofsýnir og fleira af líku tagi
gat hæglega orðlð tilefni galdraof-
sókna, sem bitnuðu þá oft á þeim,
sem voru sérkennilegir í háttum,
„bundu ekki bagga sina sömu hnút-
um og aðrir“ eða voru óvinsælir með-
al manna. Og þegar menn höfðu magn
að með sér óttann, var enginn endir
þeirra fyrirbrigða, sem kennd voru
við galdra. Múgsálsýkin sá
stöðugt fyrir nýjum efniviði,
sem endaði oftast með því,
að einhver var færður á bál-
ið. Hið htálega var, að í sumu'm til
fellum voru galdramenn þeir og
galdranornir, sem færð voru á bálið,
„sek“ í þeim skilningi, að þau höfðu
fengizt við kukl, sem færði þeim vald
frá myrkravöldunum, að þeirra áliti.
Það var sem sé ekki loku fyrir það
skotið, að aúðtrúa almenningur leit-
aði til galdranorna eða galdramanna
til þess að fá sínum hjartans málum
framgengt og greiddi náttúrlega fyr-
ir. Var þetta ekki ósvipað því í
reynd, sem tíðkazt hefur fram á vora
daga, þar sem spákerlingar eiga í
hlut, — nema að því leyti, að at-
vinnu-galdranornirnar voru illviljaðri
1555.
en tíðkast um spákonur. En at-
vinnu-galdranornir og galdramenn
leiddu til þess, að margir saklausir
voru ofsóttir.
Það voru sem sagt til (og eru ef
til vill enn) raunverulegar galdra-
nornir og galdramenn, sem fengust
við galdra í fullri alvöru og stund-
um með „góðum“ árangri. Galdra-
pakkið bruggaði ástardrykki, haturs-
drykki, meðöl gegn sjúkdómum fyr-
ir tilstilli illra anda og djöfla, og
galdranornir bjuggu til smyrsl, svo-
kallaða nornafeiti, úr jurtum, sem
nuddað var á húð kvenna og hafði
þær verkanir, að viðkomandi kona
gat flogið til fundar við djöfulinn
og átt með honum ánægjustund. Álit-
ið er, að þessi nornafeiti hafi fram-
kallað eins konar dofa í húðinni, sem
hefur getað orsakað villtar sýnir í
svefninum, er með hjálp örvandi
drykkja gátu tekið á sig kynferðis-
legar myndir. Vegna örvunarinnar
og trúar viðkomandi á mátt galdr-
anna hafa þessar draumfarir verkað
sem veruleiki. — Frásögn af slíkri
reynslu var að minnsta kosti hand-
hæg, þegar hin grunaða var fest á
pínubekkinn og hafði ekkert að segja,
sem friðað gæti ofsækjendurna.
Þau galdramál, sem _hér verður
fjallað um, gerðust í Danmörku rétt
um siðaskiptin. En áhangendur Lúth-
ers voru ekki óröskvari við galdra-
ofsóknirnar en menn páfadómsins,
enda var Lúther sjálfur alveg jafn
hræddur við djöfla og púka og fyrr-
verandi húsbóndi hans, páfinn. —
Fyrsta bálið, sem kveikt var til þess
að brenna galdranorn, blossaði upp á
Mön um 1540. Um sama leyti gefur
Pétur Palladíus, biskup á Sjálandi
út bréf, sem sýnir, að þótt hina evan
gelisku lúthersku kirkju greindi á um
margt við þá kaþólsku, voru þær sam-
mála um að útrýma göldrum og fram-
kvæmendum þeirra: „Þú mátt ekki
hylma yfir með nokkurri gáldranorn.
Þær fá nú hin verðskulduðu laun
verka sinna. Þær geta nú ekki op-
inberað sig í hinni Ijómandi dags-
birtu guðspjallsins. Þær þola
nú íyrirlitningu heimsins. Úr
heiminum skulu þær hverfa. Það
eru hin verðskulduðu laun. Áð-
ur voru þær brenndar hópum
saman í Málmey, Köge og ann-
ars staðar, og nú berst það okkur
til eyrna, að hópur þeirra hafi aftur
verið gripinn í_ Málmey og eigi að
fara á bálið. í Jótlandi og í Smá-
löndunum elta menn þær sem úlfa,
og nýverið voru fimmtíu og tvær norn
ir teknar höndum og brenndar á Als
og þar í kring. Ein kemur upp um
aðra og þannig fylgjast þær að í dauð
ann.“
Það er þannig ekki stórt stökk frá
‘„hinum myrku miðöldum" til „hins
ljósa dags“ evangelisku kirkjunnar.
Og þar sem hinn virti biskup hafði
látið uppi skoðun sína um að brenna
bæri galdranornirnar, hlutu aðrir að
fylgja honum trúlega eftir í þeim mál-
um.
Friðrik konungur 2. og Friðrik 3.
höfðu óskaplega andúð á galdranorn-
um, og á tímum þeirra náðu galdra-
ofsóknirnar og galdrabrennurnar há-
marki. Kristján 4. var ekki heldur
eftirbátur þeirra í þessu sambandi.
Á tímabilinu frá 1540 til hinnar
síðustu galdrabrennu, sem fram fór
í Danmörku árið 1693, hafa að lík-
indum nærri því þúsund menn ver-
ið brenndir á báli fyrir galdra þar
í landi og á Skáni og dönsku her-
togadæmunum. Svo sem fram kemur
af orðum hins virðulega biskups hér
að framan, hafði meðferð galdramál-
anna það oft í för með sér, að hinar
óhamingjusömu konur, sem settar
voru á pínubekkinn, drógu aðrar með
sér. Játningar þeirra voru oftast fram
fengnar með pyndingum, og jafnframt
var leitast við að fá þær til þess að
gefa upp nöfn félagssystra sinna. Þær
. áttu það þá til að varpa sekt á sak
lausa, ýmist til þess að losna við
frekari misþyrmingar eða til þess
að hefna sín á mannfélaginu — stund
um af þörf til þess að hrífa aðra
með sér í ógæfuna. Þetta varð svo
til þess, að eitt einstakt 'galdramál
gat hleypt skriðu annarra af stað.
Á tímum Friðriks 3. tóku hinir mild
ari og réttlátari meðal höfðingja kirkj
unnar að efast um réttmæti slíkra
réttarhalda. Griffenfeld hét sá, sem
fyrstur manna reis upp til þess að
stemma stigu við ofsóknaræðinu. Ár-
ið 1672 gaf hann út tilskipun þess
efnis, að dómarar í galdramálum
skyldu vera vel á verði gagnvart
játningum af þessu tagi, jafnframt
skyldi þeim, sem bæru vitni í galdra-
málum vera unnt að gera það án
áhættu fyrir þá sjálfa. Og verjendur
hinna ákærðu máttu ekki eiga neitt
á hættu fyrir vörn sína. Þessi
vernd var nauðsynleg vegna þess, að
stundum hafði það komið fyrir, að
þeir, sem voru jákvæðir í vitnisburði
904
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ