Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 18
Hin guðhrædda kona, Anna bartskerans, biSur til guðs, sitjandl
á rúmi barna sinna. Árar djötulsins i hverju horni.
rannsókn leiddi í ljós, að svo var
ekki. Var nú úr vöndu að ráða.
Skömmu síðar sá hin óttáslegna
kona kaupmannsins utan við hlið húss
síns furðulegt skrímsl, sem líktist
einna helzt risavöxnum froski með
hænufætur. Hún kallaði skelfingu
lostin á fólk sér til hjálpar, en þegar
það kom á vettvang, var skrímslið
horfið. Nú vildi svo til, að kaupmað-
urinn þurfti að taka sér ferð á hend-
ur, og olli það konu hans miklum
ótta, þar sem ekki voru aðrir í hús-
inu auk hennar en tólf ára drengur.
Ótti hennar reyndist ekki ástæðulaus.
Kvöld eitt heyrði hún drenginn stynja
og æpa, og þegar hún hljóp inn til
hans, lá hann með uppglennt augu
og var munnur hans samanklemmdur
líkt og f krampa. ‘Engin leið var
að opna munn hans. Þegar leið á
nóttina róaðist hann þó, en stuttu
síðar kom hið sama fyrir, og ekki
nóg með það: Drengurinn sveif nú
um herbergið hálfri annarri alin fyr-
ir ofan rúm sitt með útteygða hand-
leggi og samanbitnar varir. Að lok-
um tókst hinni hugrökku konu að
þrýsta honum niður 1 rúmið og róa
hann. Þegar hún spurði hann, hvað að
amaði, sagði hann, að sá vondi hefði
freistað sín. í sama mund og þetta
gerðist, hafði eldingu lostið niður í
garð kaupmannsins, og drengurinn
áleit, að „sá vondi hefði skotið eldi
úr hálsi sínum.“ — Næstu daga birt-
ist djöfullinn oft í húsi kaupmanns-
ins, stundum í hundslíki, stundum í
svínslíki.
Smám saman tók hinum djöfullegu
fyrirbrigðum að fjölga í húsinu. Hund
ur kaupmannsins fékk æðiskast og
gerði sig Iíklegan til þess að bfta
alÞ og alla. Varð að lokum að aflífa
skepnuna. Þjónustustúlka í húsinu,
fullyrti, að hún hefði séð veru, sem
líktist apa, „með augu sem brauðkök-
ur og klær sem hænsn,“ og hún hafði
æpt, svo að heyrðist út/á torg.
Lffið í kaupmannshúsinu var að
verða óþolandi, og i neyð sinni leit-
aði kaupmannskonan aðstoðar hjá
prestinum, herra Jakobi í Nordrup.
En förin til prestsins var ekki tíð-
indalaus. Djöfullinn reyndi að hefta
för hennar á margan hátt. Hann
gerði vagninn svo þungan, að hest-
arnir gátu ekki dregið hann, og á
leiðinni heim brakaði óhugnanlega í
vagninum, og Anna kaupmannskona
heyrði þrumandi raust hrópa. í skelf-
ingu sinni tók hún að syngja sálma,
og þá hljóðnaði röddin.
Næstu sólarhringar báru með sér
enn meiri hörmungar. Fyrstu nóttina
eftir að hún sótti prestinn heim, beit
djöfullinn í fingur hennar í líki rottu.
Að vísu sást ekkert á fingrinum dag-
inn eftir, en hún gat ekki beygt
hann í mánuð. Nóttina þar á eftir
hafði henni fundizt því líkast, að rúm
hennar væri fullt af eldi, en þegar
hún reis upp úr rúminu, gat hún strax
séð, að sá vondi hafði verið þar að
verki, því að rúmið var fullt af rottu-
skít.
Skömmu síðar var eitt af börn-
um þeirra hjóna, níu ára drengur,
fyrir ásókn. Hann sagði, að eitthvað
þyti um líkama sinn og stingi sig.
Hinir skynsamari héldu, að drengur-
inn væri með njálg. Anna kallaði
skelfingu lostin á mann sinn, sem var
kominn heim, er þessi atburður átti
sér stað. Og þau urðu bæði vitni að
því, að drengurinn stóð á höfði i rúm-
inu með útbreidda arma. Kostaði
mikla fyrirhöfn að koma honum f
eðlilegar stellingar í rúminu. En
djöfullinn hélt áfram að ásækja
hann og þjóta um líkama hans, skaut
tungunni út úr munni hans, en blóð-
ið seytlaði milli varanna. Fætur hans
voru klemmdir þétt saman, svo að
fjórir hraustir menn gátu vart kom-
ið þeim sundur. Auk þessa spangólaði
drengurinn ýmist sem hundur eða
galaði sem hani. Þess á mllli varð
hann stífur sem teinn.
Nú skipaði kaupmaður svo fyrir,
að haldið skyldu þrfr bænadagar í
húsinu og skyldu bæði menn og skepn
ur fasta. Samtímis því báðu bæjarbú-
ar og fólk í héruðunum umhverfis
til guðs um að lina þjáningar þessa
ofsótta fólks. En allt kom fyrir ekki.
Þegar þetta hræðilega ástand hafði
varað í nokkur ár, andaðist kaup-
maðurinn, en fyrirburðirnir héldu
áfram. Dag nokkurn, þegar Anna ætl-
aði til Kaupmannahafnar, byrjuðu
hestarnir fyrir vagni hennar að
hntggja og láta öllum illum látum.
Varningurinn, sém var á vagninum,
hentist í allar áttir. Þegar honum
var safnað saman, kom f\ ljós, að
hafrasekkur var orðinn svo þungur,
að „djöfullinn hlaut að vera í pok-
anum“ — eins og ekillinn orðaði það.
Og þótt pokinn væri bundinn ramm-
lega á vagninn, var hann horfinn
við komuna til Kaupmannahafnar.
Með þessum hæt.ti og öðrum gerði
djöfullinn tilvist sína augljósa i ná-
906
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ