Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Side 19
vist þessarar vesalings konu. Djöfull-
inn var fastur gestur í húsi hennar
i hart nær tvö ár eftir dauða manns
hennar, þar til loks, að sóknarprest-
urinn, Níels Glostrup, frelsaði hana
með bænum sínum úr þessum ógnum.
En hver bar ábyrgð á öllu þessu?
Þetta hlaut að vera verk galdramanns
eða galdranornar.
Hans heitinn kaupmaður hafði
áður en dauða hans bar að,
höfðað mál gegn fyrrverandi við-
skiptavini sínum, Jóhönnu Tómasar.
Hún hafði á sínum tíma reiðzt hon-
um fyrir það, að hann hafði keypt
bóndabýli, sem hún sjálf hafði viljað
eignazt, og heitið honum ógæfu fyrir.
Af þessum ástæðum, og ef til vill öðr
um, áleit hann, að hún hefði beint
hinum vonda inn í hús hans.
Þessi kona og önnur, Kristín smiðs
koma, voru teknar höndum árið 1812,
yfirheyrðar og píndar, þar til þær
játuðu báðar sekt sína. Þessar ann-
ars ráðsettu konur játuðu, þegar þær
voru beittar hörðum pyndingum, að
þær hefðu hitzt dag nokkurn við
þorpsbrunninn og sært djöfullinn
upp úr honum 1 iíki halaskelltrar
rottu. í annað skipti höfðu þær ásamt
nokkrum konum öðrum sært djöful-
inn upp úr á utan við þorpið og farið
með hann inn í hús Hans bartskera.
Þetta hafði þó ekki gengið erfið-
leikalaust, því að sá vondi hafði hæðzt
að nornunum fyrir, að þær höfðu
ekki horn eins og hann, og þess
vegna hafði hann ekki viljað fylgja
þeim. En ein kvennanna hafði þá
gripið til þess ráðs að setja pott
á höfuð sér. Hafði hún síðan sagt
við djöfulinn, að hefði hann tvö horn,
hefði hún þrjú. Þá hafði djöfullinn
slegizt í fylgd með þeim í líki rottu.
Við réttarhöldin var meðal annars
upplýst, að drengur, sem var haldinn
djöflinum, hafði sagt í hvert sinn, sem
Jóhanna Tómasar gekk fram hjá hon
um: „Þarna fer frú mín, þarna fer
frú mín.“ Enn fremur hafði hinn
vondi talað þessi orð í gegnum munn
barnsins: „Látið frú mína, Jóhönnú
Tómasar í Bygggörðum b^enna á
báli.“
Meðan Jóhanna var í fangelsínu,
hefur hún auðsjáanlega talað við
sjálfa sig fyrir áhrif játninganna, sem
þvingaðar voru af henni. Kona nokk-
ur, Anna Símonardóttir, hafði heyrt
hana segja, þegar hún hleraði við
fangelsisdyrnar: „Þú hefur fært mig
frá heimili mínu í þetta skítuga svart-
hol. Því vil ég ekkert eiga saman
við þig að sælda.“
Báðar konurnar voru dæmdar til að
brenna á báli. En þær voru ekki hinar
einu: Á árunum, sem fóru í höncf,
voru prestar bæjarins og héraðanna
umhverfis önnum kafnir við að koma
upp um galdranornir, og áður en
langt um leið, var nornaklefinn í ráð-
húsinu I Köge fullur. Þrettán konur
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
fylgdu þessum tveim á bálið vegna
þessa máls. Aðeins einni, af þeim,
sem ákærðar voru, tókst að bjarga
lífi sínu með flótta.
— En loks komst kyrrð á í húsi
kaupmannsekkjunnar . . .
III.
Síðara galdramálið, sem hér verður
fjallað um, gerðist árið 1641 í Rípa-
kaupstað. Á móts við ráðhús bæjar-
ins I Sönderports-götu gefur enn að
líta inngreypta plötu á gömlu húsi,
sem sett var þar til minningar um
þetta galdramál. Þar stendur: „Hér
bjó Lárus Spliid klæðskeri, en vesa-
lings kona hans, Maren, var brennd
fyrir galdra á Gálgabakka við Rípa-
hinn 9. nóvember 1641.“
Um þetta dómsmorð hafa margar
bækur verið skrifaðar, bæði fyrr og
síðar, og hefur Kristján 4. Danakon-
ungur ekki glæst nafn sitt með því
að undirrita þennan svívirðilega
dauðadóm.
Maren Tómasdóttir giftist velvirt-
um og æruverðugum klæðskera og
veitingamanni, Lárusi Spliid. Þau
voru bæði mjög dugleg og komust
vel áfram efnalega. í veitingastofuna,
sem þau ráku, kom heiðarlegt fólk
af almúgaættum, en líka kom fyrir,
að þangað slæddust menn af verra
taginu. Meðal þeirra síðarnefndu var
maður að nafni Diðrik, sem var ölkær
mjög. Ilann stundaði sömu iðn og
Lárus, en vegnaði ekki eins vel og
öfundaðist við hann. Honum féll enn
síður við hina orðhvössu konu Lárus-
ar.
Árið 1637 lá Diðrik sjúkur, og hinn
10. marz kastaði ’iann upp slímkenndu
hlaupi, sem samkvæmt lýsingu konu
hans og vinkvenna hennár „hljóp um
í koppnum eins og það væri lifandi."
Næsta hálfan mánuð var Diðrik mál-
laus og lamaður. Og meðan hann lá
og hugleiddi hin grimmu örlög sín,
kom honum í hug, að fyrir þrettán
árum hafði Maren heitið honum óham
ingju. Hann mundi þó ekki í hvaða
sambandi hún hafði heitzt við hann.
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að
hún hlyti að vera völd að sjúkdómi
hans. Hún hlaul að hafa sykt hann
með göldrum, og augljóslega var það
hún, sem hafði í tíu daga haldið sig
í stofu hans og rótað þar ásamt öðr-
um konum. Tvær þeirra höfðu haldið
höndum hans, en hin þriðja, sem
hafði útlit Marenar Spliid, hafði lagzt
ofan á hann, rifið upp munn hans,
og blásið niður í hálsinn á honum.
Síðan hafði hún tekið • sk'' og þrýst
honum svo fast að munni hans, að
honum lá við köfnun.
Nágrannakonur Diðriks fóru þegar
til lénsmannsins, sýndu honum hið
slímkennda hlaup og sögðu honum,
hvað gerzt hafði. Lénsmaðurinn,
Albert Skeel, krafðist þess, að kirkj-
unnar menn í bænum, létu í Ijós
907
i