Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 20
álíí sítt á málinu. Þeir gerðu svo þeg- ar daginn eftir: Þeim sýndist Ijóst vera, ef þetta hlaupkennda efni hafði í rauninni komið út úr munni Dið- riks, hlyti það að vera fyrir tilverkn- að voaáfa manna með hjálp Satans. Þsé? ísgðu því til, að sérstakri bæn væii beint til hins æðsta um, að hann opinberaði hina seku „Satans limi.“ Einnig skyldi hin veraldlegu yfirvöld gera sitt til þess að upplýsa, hverjir hefðu verið þarna að verki. Þessi einkennilega yfirlýsing var undirrituð af biskupi umdæmisins, báðum prestum sóknarinnar og að- stoðarprestum þeirra. Ekki er til nein vitneskja um það, að léns- maðurinn hafði leitað tii læknis bæj- arins um úrskurð varðandi hið furðu- lega hlaup, sem út úr Diðrik hafði runnið, og hefði það þó mátt teljast eðlilegt, að leitað væri fyrst til hans. Hinar greiðasömu konur, sem komu til lénsmannsins með sönnunargagn- ið, höfðu ekki látið liggja að þ.ví, hv.er hinn seki eða seka gæti verið, en ekki leið á löngu, þar til ljóst var, hvern Diðrik grunaði um galdrana. Þegar orðrómur barst til eyrna Marénar um, að Diðrik teldi hana vera valda að sjúkdómi sín- um, fór hún rakleiðis til hans í fylgd tveggja manna og spurði hann, hvort satt væri, að hann bæri hana sökum vegna sjúkleika hans. Diðrik svaraði því til, að hann hefði ekki nefnt hana sjálfa í því sambandi, heldur djöfulinn í liki hennar. Maður Marenar brást reiður við og stefni Diðrik vegna þessara ummæla fyrir bæjarþingið, og var ákveðið að taka málið til meðferðar hinn 29. júní sama ár. Þar kom Diðrik svo með fjórar nágrannakonur sínar sem vitni og þær unnu eið að framburði sínum. Maren, sem var í réttarsalnum, varð svo æf, þegar hún heyrði framburð. þeirra, að hún lýsti því yfir, að væri hún karlmaður en ekki kvenmaður, dræpi hún Diðrik með berum hönd- unum fyrir bennan rógburð. Reiði hennar var vel skiljanleg, en þessi ummæli bættu ekki málstað hennar. Bæjarfógetinn, Mads Lassen Lime," gerði henni að hreinsa sig af áburð- inum með því að fá undirskrift fimm tán dómbærra manna um sakleysi sitt. En hún lét þessa dómsupp- kvaðningu sem vind um eyru þjóta og gerði ekkert til joess að afla sér vitnisburðarins. Ekkert gerðist í málinu fyrr en tveimur árum seinna, þegar hinn nýi lénsmaður fékk konunglegt bréf hinn 28. desember árið 1639. í bréf- inu var þess krafizt, að lénsmaðurinn tæki málið í sinar hendur, þar sem Maren hafði ekki orðið við kröfum dómsins tveimur árum áður um að hreinsa sig af sakargiftunum. Léns- 908 maðurinn var alvarlega áminnlur um, að slíkt sem þetta mætti ekki eiga sér stað „þar sen\ óverjandi er fyrir guði, að svo óheyrileg verk séu unn- in.“ Þessu hafði Diðrik áorkað, enda var hann ekki ánægður með, að Mar- en slyppi. Var það og nefnt í hinu konunglega bréfi, að hann teldi _sig hafa orðið fyrir miklum skaða bæði í efnahagslegu og heilsufarslegu til- liti af völdum Marenar." Lénsmaðurinn lét nú stefna Mar- en fyrir bæjarþingið hinn 25. febrú- ar árið 1640. En Maren lét ekki sjá sig. Héraðsdómarinn í Rípum gaf þá út yfirlýsingu um, að fyrst Maren hefði ekki hreinsað sig af fyrrnefnd- um áburði, yrði að líta á hana sem seka. Þá loks kom svar frá þeim hjón- um, Maren og Lárusi. Þau lögðu fram vitnisburð fimmtíu þekktra borgara í bænum um heið- arleika og góða framkomu Marenar. Sóknarprestur hennar lýsti því yfir, að hún hefði stundað kirkju mjög vel bæði á sunnudögum sem á öðrum messudögum kirkjunnar og hátíðum. Auk þess hefði hún skriftað að minnsta kosti tvisvar á ári og neytt heilags sakramentis. En Diðrik og stuðningsmenn hans voru ekki af baki dottnir. Þeir söfn- uðu vitnisburði gegn Maren. — Einn góðborgari hafði eitt sinn, er hann drakk öl í veitingastofu þeirra hjóna, skyndilega fengið sting í siðuna, án þess þó að hann þyrði að kenna ein- hverjum ákveðnum um það. Klæð- skeri nokkur hafði eitt sinn átt í miklum útistöðum við Lárus og minntist þess, að hann hefði ógnað sér í því sambandi. Skömmu síðar háfði hann orðið fársjúkur og misst mikinn hluta viðskiptavina sinna. Enn djarfari var kona næturvarðar eins. Hún fullyrti að Maren hefði einu sinni lagzt ofan á hana og þrýst henni niður með kné sínu. En þegar hún gerði krossmark fyrir sér, hafði Mayen skyndilega horfið. Ógift kona, Margrét Lárusdóttir, sem ekki hafði 'sérlega gott orð á sér, bar það, að hún hefði eitt sinn veðsett Maren gullhring, sem hún hafði fengið hjá hermanni. Þegar hún hefði ætlað að leysa hringinn út, hafði Maren gert ýmsar athugasemd- ir, og þær höfðu lent í' harðvítugri deilu. Skyndilega hafði hún fundið til mikilla kvala hnjánum og var enn þjáð. Hún kærði Maren fyrir að hafa valdið þessum þjáningum með göldrum. Fleiri vitni leiddi Diðrik fram, sem höfðu svipaðar sögur að segja um viðskipti sín við þau hjón. Hermaður einn hafði til dæmis lent í illdeil- um við Lárus í veitingastofunni, og þegar hann var á leið heim til sín á miðnætti, hafði gylta komið á móti honum. Er hann virti hana nánar fyrir sér, sá hann að hún var óeðli- lega stór. Hann stakk hana með sverði sínu, og hljóp hún þá rýtafidí burtu. En alls staðar, þar sem hun hafði stigið til jarðar, glampaði á gÖt una. Frá þessari stundu hafði hvorki hann, barn hans né hestur verið heil heilsu. Af þessum ástæðum hafði hann staðnæmzt fyrir utan glugga Marenar og hrópað í margra áheyrn, að hún væri galdranorn. Síðan hafði hann skotið úr byssu sinni inn um glugga hennar. 21. apríl ákærðu þau Diðrik og Margrét Lárusdóttir Maren opinber- lega fyrir galdra. Þar sem Maren hafði ekki hreins- að sig af áburðinum með tilstilli hinna fimmtán vitna, eins og áður er getið, lét héraðsdómarinn nú til- nefna fimmtán menn, sem skyldu segja álit sitt um málið. Krafa-Diðriks þess efnis, að Maren skyldi sett í járn, var ekki tekin til greina, enda gengu góðir menn í ábyrgð fyrir hana. í réttarhöldunum hinn 5. maí 1640 létu eiðvættin fimmtán í ljós álit sitt, sem var mjög mikið áfall fyrir Mar- en: Þeir lýstu yfir því, að þeir álitu hana hafa viðhaft galdra og væri hún því samnefnd galdranorn. Lárus Spliid áfrýjaði áliti þeirra fimmtánmenninganna til bæjarráðsins þar sem málið var tekið fyrir þrem- ur dögum síðar. Dómur þess hljóð- aði á þá lund, að ásakanir Diðriks og Margrétar Lárusdóttur væru ósann aðar og breytti álit hinna fimmtán engu þar um. En Maren gat ekki fagnað lengi. — Fimmtánmenningarnir áfrýjuðu til kóngsins fyrir tilstuðlan lénsmanns- in's, og málið var síðan tekið fyrir í ríkisráðinu hinn 9. október. Áður hafði Maren verið tekin höndum og varpað í fangelsi í Bláturni í Kaup- mannahöfn. Dómi bæjarráðsins í Ríp um var hrundið og hún dæmd sek um „að hafa notað galdra til þess að valda öðrum tjóni.“ Maren var nú tekin til yfirheyrslu og pínd, þar til hún játaði — eftir óskaplegar pyndingar — að hún væri sek. Þá var hún orðin svo miður sín, að hún gat ekki talað í samhengi. Hún sagði að hún hefði lært galdra hjá gamalli konu Önnu Gjellerup, er var móðir Gjellerups prests í Ripum. Til hennar hefði hún komið að stað- aldri ásamtfimm öðrum konum.Gamla konan átti hund, sem hún kallaði Andrés, og þessi hundur, sem var djöfullinn, hafði snert klæði hennar, og þannig hafði hún ánetjazt djöfl inum. Hundurinn hafði komið til hennar fyrir mánuði og hvatt hana til þess að viðurkenna ekki sekt sína. En nú játaði hún að hafa valdið ógæfu Diðriks og ann- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.