Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Page 21
Josef Hora: Mad.on.na alþýbunnar Og vitringarnir þrír — þeir hafa sneitt hjá þessu húsi. Þeir höfðu ekki nógar gjafir handa þér, konunni meS barnið. Stjarna guðs afvegaleiddi þá. Þeir sóuðu gulli sínu, smyrslum og góðvildarbrosi í hlýjum híbýlum og þægilegum svefnherbergjum. Sjálfir auðugir menn, sem umgengust sína Hka. Hafirðu komið bar, sástu raka veggi, hálfrökkur kjallarans, rúmflet og í því konuna, sem hafði alið manni son. Og andrúmsloftið: Þú hefðir séð reykjandi ofn, þú hefðir fundið þefinn af lélegum málsverði og rekið augun í strákörfuræksnið utan um barnið, sem hefði sungið þér lofsöng skortsins. Madonna, hve þú ert grófgerð og ósælleg — kuldabláar og æðaberar hendurnar, rúnir auðmjúkj.ar þvermóðsku á enni þér, varirnar klemmdar. Óhamingjan hefur löngu kæft í hálsi þér ástarorðin. Betlehem er full af öreigum, tötralýð og berfætlin§um, blindum, sjúkum umrenningum — þrátt fyrir alla viðleitni hefur fegurðin horfið þér. Undursamlegt barnið sýgur heita mjólkina úr æðum þínum. En vertu viss: Þegar hann hefur náð þrítugsaldri, mun hann koma til borgarinnar með uppreisnarboðskap á vörum, kunngera á markaðstorginu komu réttlætisins og hervæða múginn, fá þeim í hendur draum og sverð. Og hann munu þeir ekki krossfesta. Því bænir hans verða dáðir. Halldóra B. Börnsson íslenzkaði Smásaga eftir Oddnýju Guðmundsdóftur - arra, sem vitni höfðu borið gegn henni. Skömmu eftir, er dómurinn var upp kveðinn, var Maren send aftur til Rípa. Gæzlumennirnir höfðu með- ferðis konimgsbréf til lénsmanns- ins þess efnis, að hann skyldi sam- stundis láta taka hana af lífi og sjá am, að hinir meðseku næðust. Enn fremur fékk lénsmaðurinn skipun um að láta fara fram rannsókn varðandi borgarstjórann og borgarráðs- mennina í Rípum, sem höfðu sýkn- að Maren. — Þessi rannsókn fór þó aldrei fram, ef til vegna þess, að ráðið kom nú saman á ný og kvað upp annan dóm og gagnstæðan hin- um fyrri. Hinir sömu menn, sem áð- ur höfðu sýknað hana, dæmdu hana nú seka. Maren var brennd á báli 9. nóvem- ber árið 1641. Mannþröngin umhverf- is aftökustaðinn var svo rnikil, að sóknarpresturinn komst ekki til henn ar, þar sem hún var bundin við staur í miðjum viðarkesti. Mánuði síðar var gamla konan, Framhald af 899. síðu. Láttu hana heita Hrátt hold og heitt blóð. Jafnvel gagnrýnandinn les hana áður en hann skrifar um hana,“ sagði Kolur. Þeir skjögruðu á jeppum sínum upp troðninginn. Reykvíkingarnir sögðu við Skirni, að skotmannabill- inn mundi biða hans á verkstæðinu, þegar hann kæmi suður. Hann vildi ekki verða þeim sam- ferða suður, sagðist ætla að njóta dagsins lengur, og halda ferðinni Anna Gjeilerup, brennd, en þær konur aðrar, sem Maren hafði gef ið upp sem meðsekar, þegar hún var pind, björguðu lífi sínu með því að fiýja. Þeirra á meðal var bróðurdóttir Laugesens biskups, sem var konunglegur tollari í Rípum. — Lýkur svo frá þessu galdramáli að segja. j áfram, vestur <:ða norður. Þeir kvödd- ust með gamanyrðum, og leiðir þeirra skildu. Skírnir ók hægt og var annars hug- ar. Hann var reiður En það var ekki sú reiði, sem lætur til skarar skríða, heldur magnlaús grernja þess, sem hefur verið ginntur eins og þurs. Ginntur var bann að heiman. Einhver átti hér sök. Varla'þó bankinn. Ekki sóttist hann eftir að eignast annarra mann fjós — hann, sem engar kýrn- ar átti! Veslings litla, fallega býlið þarna! Það var ekki einu sinni hund- ur heima til þess að verja það. Hann ók og ók. Hann óskaði þess, að þeir væru komnir, nýju kunningj- arnir. Þeir færðu snjöll rök að mörgu, sem hann skildi ekki. En hvernig var það? Sveið þá eins sárt og hann að sjá misþyrmingu býlisins? Gram- ir voru þeir og höfðu á hrað- bergi marga orðaleppa um skríl- mennsku skotmannanna. En núna T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 909

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.