Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 3
.W-.WM >:>>> - > >:> íímwSÍ Vatnahesturinn unir ekki lífinu annars staðar en i vatni eða leðju. Hann hefur samhæfzt svo vatn- inu ,ag hann gefur gengið á botninum, þótt yfir hann fljóti, og bitið þar vatnagróður. Á sundi er oft litið annað upp úr en augun og nasirnar. Stundum sofa vatnahestar á kafi í vatni. Þá lyftast þeir og síga aftur niður sjálfkrafa. Þriðju eða fjórðu hverja minútu koma þeir upp í vatnsskorpuna, fylla lungun nýju lofti og síga síðan aftur til botns. Afkvæmin sjúga móður sina oft á kafi í vatni. Gin vatnahestanna er firnastórt. Hvalirnir einir eru munnstærrl. í gininu eru tennur, sem vsrða oft sex til átta pund að þyngd, og með þeim getur vatnahesturinn klippt sundur vatnagróðurinn. Ekki veitir af þessu gini, því vatna- hestarnir eru þurftarfrekir. Stærsta karldýrið, sem kunnugt er um, er 4.800 kílógömm að þyngd. Það er í dýragarð inum í Lundúnum, fjögurra metra Iangt. ..... "■****<■ **M**ft..i*~ >-, >>.. ...................~ Vatnahestar eru fjarskaíega lystug- ir. f Kongó eru þrjú þúsund dýr á fimmtíu kílómetra iöngu svæði í fljóti einu, og mönnum telst svo til, að þau étl sex hundruð smálestir á degi hverjum. Þessi tröllauknu dýr eru friðsöm. Skæða óvini eiga þau ekki nema mannskepnuna. Lendi þau I orrustu við krókódila, sigra þau að jafnaðl. Vígtennur þelrra ganga í gegnum brynju krókódílsins. Þessum vopnum belta karldýrln lika, þegar þeim lendir saman út af kven- dýri. Um nætur heyrast oft org karl- dýranna, þegar þau eru að ögra hvort öðru. Og stundum liggja dýr dauð I valnum. Karldýrin helga sér land með sér- kennilegum hætti. Þau vingsa halan- um og spýta úr sér saur á göngunni. Innan þeirra landamerkja er yfir- ráðasvæði dýrsins. Þar helzt engum uppi neln ágengnl. Lesmál: Arne Broman Teiknlngar: Gharlie Bood. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 963

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.