Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 8
Gausku“ í t>á daga. Að auki á ég
Sturlaugs saga starfssama, frá Upp-
sölum 1694, Fostbrödrenas Eigils och
Asmunds saga, Uppsalir 1693 og
Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd
Snorrason, Uppsalir 1691. Þá á ég
einnig fyrstu útgáfuna af Heims-
kringlu á frummálinu, hina svo-
nefndu Peringskjöldútgáfu frá Stokk
hóimi 1697. Af dönskum fornritaút-
gáfum frá sautjándu öld get ég nefnt
Noregskonungasögur eða Heims-
kringlu, þýdda á dönsku af Peter
Clausson. Bókin er gefin út árið 1633
og mun vera langdýrmætust Heims
kringluútgáfa, sem ég hef eignazt.
Þá má og nefna frumútgáfuna af
Snorra Eddu, Kaupmannahöfn 1665-
Aftan við Snorra Eddu eru að au«i
Völuspá og Hávamál, en þessi kvæði
voru gefin út sama árið og af sama
imanninum. Þetta er ágætt eintak.
Þorsteinn strýkur um höfuð sér.
— Ég held, að þá sé allt upptai-
ið, sem ég á af sautjándu aldar bók
um. U-jú, ég á eina sérkenniiega
skruddu að auki.
Þorsteinn hleypur hálft í hvoru frá
borðinu og nær í rautt hefti í stóru
bnoti. Heftið er ekki stóri að blað
síðutali, og flestar síðurnar auðar eða
leturlitlar rétt eins og hér sé um
að ræða nýútkomna tilfinningaljóða
bók islenzks öreigaskálds. Nokkrar
síður eru og settar rúnaletri.
— Þetta er falsritið Historia Hialm
ari, sem Sviar gáfu út árið 1700.
Þeir töldu sig hafa uppgötvað forn-
gauzkt handrit, það er að segja ís-
lenzkt handrit, en þegar íslenzkir
fræðimenn lásu heftið, varð þeim
ljóst, að hér var um tilbúning að
ræða og þótti lítið til fræðimennsku
Svía koma. Þetta er líkt og með Vín
land'skortið.
—• Er Vínlandskortið falsað?
— Já, ég hygg, að það sé allt tóm
vitleysa og skrök.
Hann flettir rauðu heftinu.
— Þetta er svo sem ekki merkilegt
rit í safninu, en það er gaman að
eiga það.
Hann leggur heftið til hliðar.
— Af átjándu aldar bókum á ég
gotl safn, einkum af guðsorðabók-
um. En ég á einnig nokkuð af nor-
rænum fornritaútgáfum. Já, margar
fornritaútgáfur frá seinni hluta
átj'|ndu aldar. Þar get ég talið til
dæpiis Hialmters och Olvers saga,
SlokMiólmi 1720, Saga Asmundar,
er kailadur er Kappabani, Stokkhólmi
1722, Wilkina saga eller Historien
om Kionung Thideriöh af Bern Odh
'hans Kampar, samt Niflunga Sagan,
Stokikihólmi 1715, og Sagan.. om Ing-
war Widfarne och hans son Sven,
Stokkihólmi 1762.
Á? Hafnarútgiáfum á ég til dæmis
tvæf útgáfur af íslen^in&abók Ara
fróða, út-gáfur frá 1733 ÚJ 1744. Þá
má einnig nefná HélMkringluut-
gáfu frá 1757, það ér ó'nnur útgáfá
af þýðingu Peters Ciaussons. Þa á ég
fyrstu útgáfuna af Konungsskuggsjá,
Sórey, 1768. Af öðrum fomritum,
gefnum út í Höfn á 18. öld, eru hér
í safninu Víga-Glúmssaga, Khöfn
1786, Eyrbyggja 1787, Gunnlaugs saga
Ormstungu, 1775, Orkneyinga saga
1780, Hervarar saga og Heiðreks, 1785
Landnáma, 1774, hin svonefnda
SChöningsútgáfa Heimskringlu, sem
kom út á árunum 1783 til 1826, öll
bundin í alskinn og mjög fallegt ein-
tak. Þá á ég Antiquitates Celto-
Scandicæ, Khöfn 1786, Aneedötes of
Olave the Black, King of Man, 1780,
og The Norwegian Account of Haco‘s
Expedition against Scotland, 1782.
Þá á ég einnig Rímbegluútgáfu frá
1780 og eitthvað fleira.
^ Þetta mun vera það helzta, sem ég
á af norrænum fornritaútgáfum frá
átjándií öld.
Lesendum mun ef til vill þykja
upptalning fornbóka nokkuð þurr og
þreytandi, en slíkt var eigi að finna
í návist Þorsteins. Þarna hljóp hann,
æskumaður á gamals aldri, tíndi bæk-
ur úr hillum, bar þær í fanginu að
borðinu til mín og hlóð þeim á plöt-
una allt í kringum mig, unz ég sat .
við skriftir umhiaðinn skræðum líkt
og doktor Faustus, skræðum, sem
bólgriuðu út af fjölkynngi og forn-
um lærdómi. Að sjálfsögðu ber ekki
að taka líkinguna sem svo, að Þor-
steinn hafi gegnt hlutverki Mefistos.
— En eigum við -ekki að víkja til
íslands aftur, segi ég við Þorstein,
orðinn þjóðrækinn í hinu framandi
Fástumhverfi.
— Jú, því ekki það, svarar Þor-
steinn, þar sem hann stendur og rað-r
ar fornritaútgáfum í hillur.
— Hvað varð um Skátholtsprent
verkið?
— Jú . . . Þorsteinn er setztur
við borðið gegnt mér.
— Þórður Þorláksson, biskup, and
aðist árið sextán hundruð níutíu og
sjö, og tekur Brynjólfur, sonur
hans, við prentsmiðjunni sam-
kvæmt erfðaskrá föður síns. Brynjólf-
ur var aðeins sextán ára að aldri, er
þetta verður, og stóð prentverkið því
ónotað um hrið. Þá flytur Brynjólf
ur prentverkið að Hlíðarenda í Fljóts
hlíð og er ætlun hans að hefja prent
un að nýju. En úr því varð þó
ekki. Björn Þorleifsson, biskup á Hól-
um, sem kvæntur var dótturdóttur Þor
láks biskups, reið suður sumarið
sautján hundruð og þrjú, keypti prent
smiðjuna fyrir fimm hundruð Jóa-
kimsdali og flutti hana norður til
Hóla samsumars. Þar var prentverk
ið svo allt til ársins sautján hundruð
níutíu og nfu.
Björn lét prenta ýmsar gijðsorða-
bæiföf^og »«jcMar aðrar skræbur, og
á-ég éína ''ítgáfubók hans, sroriéffraa
Jóns lagabók, frá Í707 og 1709, ;-.ú
fyrri er van'heil.
Björn andaðist árið sautján hundr-.
uð og tíu, og tekur þá við Hólastól
Steinn Jónsson. Fyrsta verk Steins
var að fá Brynjólf Þórðarson tii að
afsala sér öllum rétti til prentsmiðj-
unnar, og varð prentsmiðjan nú lög-
boðin eign Hóladómkirkju. Steinn
var lítill skörungur og lét prenta fátt
nýrra bóka, en gaf mestmegnis út
endurprentanir á gömlu guðsorði, er
náð hafði almenningshylli. Af út
gáfubókum hans á ég til dæmis átt-
undu útgáfu Passíusálmanna frá
1722. Hún er elzta útgáfan, sem ég
á af Passíusálmum Hallgrims, cn
ég á flestar útgáfur þeirra síðan, og
er safnið um einn metri að hillulengd.
Þá get ég nefnt Hugvekjur eftir Lass
enius, frá 1722, Sjö orða predikauir
Vídalíns, frá 1716, Sjö predikanir
út af píningarhistoriu eftir Jón Vídal
ín, frá 1722, Steinsbiblíu frá 1728,
og fjórða útgáfa Grallarans frá
1739, en sú bók er í góðu skinn-
bandi með spennum. Svo á ég einnig
fyrra bindið af -Húspostillu Jóns
Vídalíns í fyrstu útgáfu frá 1718.
Það er heldur lélegt eintak. Nú, sitt-
hvað fleira gæti ég sýnt þér, en það
verður að bíða betri tíma, ég nefni
bækurnar af handahófi, auðvitað eru
hér í 'safninu ýmsar aðrar bækur,
ekki síður fágætar og merkar.
Steinn biskup andaðist áriö sai.ijan
hundruð þrjátíu og níu og var þá
enginn Hólabiskup skipaður í bráð,
er Ludvig Harboe setti Skúla Magnús
son, þá sýslumann í Skafafirði. sem
ráðsmann prentsmiðjunnar. Skúli
vann þar mikið og gott starf eins og
honum var títt, prentaöi fleiri bæk-
ur en áður hafði þekkzt, og stækk-
aði upplagið um helming, svo að unnt
var að selja bækurnar helmingi ódýr-
ar. Af útgáfubókum hans á ég með-
al annars Bibiíukjarna eftir Lassen-
íus, 1744, Hugvekjur eftir Johan Ger-
hardt, 1745, og þýðingu Jóns Vídai-
íns á Skylldu, 1744.
Árið sautján hundruð fjörutíu
og sex var Halldór Brynjólfsson skip
aður Hólabiskup, og tók hann þá
við stjórn prentsmiðjunnar qg lét
prenta -nokkra bæklinga þau sex ár,
sem hann lifði biskup. Af bókum frá
þeim tíma á ég til að mynda Sigur-
hrósshugvekjur eftir séra Jón Jóns-
son, 1749, Samúelssálma eftir I-Iall-
grím Pétursson, 1747, og Stóru vísna-
bókina svonefndu, er heitir Sú garnla
Vijsnabok, frá 1748.
Eftir fráfall Halldórs tók Björn
Markússon við stjórn prentsmiðjunn-
ar. Hann var þá varalögmaður og
sýslumaður Skagfirðinga, vel gef-
inn og áhugasamur maður og vildi
bæta hag prentsmiðjunnar með því
að hefja útgáfu fornsagna. í því
skvni gaf hánn út Margfróða sögu-
þæui og Ágætar fommannasögur,
968
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ