Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 13
StaSarfell á Feílsströnd eftir að þar var risinn kvennaskóli sá, sem stofna'öur
var meS gjöf Staðarfellshjóna og frú Herdísar. Ljósmynd: Páll Jénsson.
Staðarfellsslysið 2. október 1920 er drámatísk hetju-
saga, sem bjarma göfuigmennskunnar leggur enn frá.
Þess verður lengi minnzt í ljóði og sögu, og minnisvarði
hetjunnar, sean fórnaði lífi sínu til að reyna að bjarga
öðrum, talar sínu máli. Minnisvarðinn er menntastofnun
Dalamanna, Staðarfellsskólinn, reistur á arfleifð, sem
gefin var til minningar um son og fósturson, er svo
mikið höfðu ástrjki foreldra sinna og fósturforeldra, að
gamalt og frægt óðal ættarinnar, Staðarfell í Dölum, með
öllum húsum og mannvirkjum var gefið ríkinu til að
setja á stofn húsmæðraskóla fyrir verðandi húsfreyjur
í héraðinu.
Þetta sumar höfðu verið miklir óþurrkar. Gekk hey-
skapur seint á Staðarfelli sem víða annars staðar, þvd
snjór lá á jörð fram í áttundu viku sumars. Magnús
segir svo frá í æviminningum sínum:
„Það var vani minn að heyja síðast svonefndar Hjall-
eyjar, og setti ég heyið úr þeim í votJhey, ef óþurrk-
ar voru,“
Magnús hafði þetta haust, sem undanfarin haust, fjár-
kaup fyrir verzlun Tangs og Riis í Stykkis'hólnii.
Það var 30. september, að hann fór inn í Hvammssveit
þessara erinda og kom ekki aftur fyrr en 2. ofctóber
klukkan 10 um kvöldið. Var þá svo ástatt heima á
Staðarffelli, að konan lá í rúminu og enginn heima nema
ung stúlka, sem kom þangað daginn áður til að vinna
að sláturgerð, Ósk Guðfinnsdóttir. Kaupakonan hafði
fengið að heimsækja ættingja sína úti á Strönd þennan
dag — annars átti hún að fara með hinu fólkinu út í
Hjalleyjar. Hún kom ekki heim samdægurs. Hitt fólkið
allt hafði farið í eyjarnar — Gestur, Magnús Guðfinns-
Son, Þorlelfur Guðmundsson og Sigriíður Guðbrandsdótt-
ir, sem annars átti að vera heima, ef kaupakonan hefði
ekki brugðið sér burt. Hafði Soífflia t,ekið loforð af Gesti,
syni sinum, að vera kominn alftur fyrir myrkur, því að
veður var vont, norðaustan rok af landi og sviptibyljir á
sundinu.
Nu var komið svartamyrkur og enginn kominn heim.
Kona bóndans á Harastöðum, Sigríður. Gísladóttir, hafði
komið í heimsókn um daginn en var nú farin. Hún
hafði séð Staðarfellsfólkið á siglingu út í eyna, en gekk
þá í hvarf og varð einskis frekar vísari. Soffíu fannst
oft um daginn sem Magnús, fóstursonur hennar, kæmi
til hennar og segði, að þeim hefði hlekkzt á. Var hún
því mjög uggandi og sorgmædd, þegar maður hennar
kom heim. Þegar hann hafði haft tal af konu sinni,
lagði hann strax af stað út í myrkrið, og þegar hann
kom út á Hjallamel, mætti hann tveim mönnum, sem
færðu honum þau tíðindi, að allt fólk hans, er fara átti
til eyjanna, hefði drukknað um daginn.
„Mér brá við fregnina og vissi ekki af, fyrr en
ég lá á melnum við fætur hestsins. Ég stóð svo upp
hjálparlaust og beið eftir frekari skýringu á atburðinum."
Þannig segir Magnús Friðriksson sjálfur frá í minning
um sínum. Magnús lýsir síðan atvikum, er slysið varð.
En ég kýs heldur að segja fyrst frá öðrum atburðum
á þessum slóðum, er ég hef aflað mér um heimilda
hjá fólki því, er gerla má um þetta vita.
Það er þá fyrst frá því að segja, að um hádegisbilið
nálægt háflæði lagði Staðarfellsfólkið af stað frá Hjalla-
nesi á báti og setti upp segl, en sviptibýljir gengu frá
landinu og mátti illa vita, hvar niður sló. Þetta er ör-
stutt leið, og mun ekki fremur venju hafa verið sett
seglfesta í bátinn. í sama mund og siglingin hófst,
komu húsfreyjan á Harastöðum og Guðjón, sonur henn-
ar, á Hjallanesið. Þau voru á leið að Staðarfelli eða
réttara sagt konan, en sonur hennar sneri við á Hjalla-
nesinu eða litlu síðar. Bæði sáu þau bátinn á siglingu,
áður en þau fóru í hvarf, þar sem landslagið hefti út
sýn. En eftir það sést ekki fram á sundið milli eyj-
anna alta leið að Staðarfelli.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
97»