Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 20
íu um 1890, og svo var einnig víða
í Vestur-Evrópu.
Trúin á.djöfla og anda jókst mjög
í svartadauða. Slík trú var mjög líf
seig. Ýmsir álitu, að illir andar or-
sökuðu pestir. Marteinn Lúter taldi
að „illir andar eitruðu loftið eða eitr
uðu líkami fólks á yfirskilvitlegan
hátt.“ Sú trú, að loftið væri eitrað
dafnaði víðar. Það kemur fram í ís-
lenzkum arfsögnum frá svartadauða,
að eitruð þoka lægi yfir landinu, og
hægt væri að bjarga sér undan plág-
unni með því að flýja á fjöll. Sams
konar trú var ríkjandi á ýmsum svæð
um í Evrópu og einnig í Kína. And-
arnir birtust stundum eins og blár
logi, sem flaug um loftið, og blár
logi léki oft um pestarsjúkt fólk og
lík. Sumir reyndu að meina þessum
bláa andaloga inngöngu í hús sín með
því að strengja þræði fyrir glugga og
dyr. Einnig voru gerðar myndir af
pestinni og myndin síðan brennd
á almannafæri. Stundum var myndin
einnjg bannfærð á torgum eða í kirkj
um. Plágan var þá oft í líki biksvarts
manns, ríðandi á svörtum hesti eða
siglandi á svörtum báti. AHs konar
sögur gengu um ferðir svartadauða.
Sumir sögðu, að góðir og illir andar
færu um löndin. Góðu andarnir voru
vopnaðir sverði, en hinir illu spjóti.
Ef högg heyrðust, boðaði það feigð
jafnmargra og höggin voru. Stund-
um fór pestin um í gervi manns,
sem kynnti sig sem dauðann og sagði
fyrir lát manna.
Fólk lifði í stöðugum ótta á þess-
um árum, bæði við farsóttir, styrj-
aldir og hungur, en mest skelfdust
menn svartadauða.
Tákn og stórmerki urðu oftast til
þess að vara menn við voveiflegum
atburðum. Einkum tóku menn mark
á halastjörnum og afstöðu himin-
tungla. En halastjörnurnar voru
ískyggilegastar. Frá 1298 til 1314 sá-
ust sjö stórar halastjörnur. Síðar á
14. og 15. öld fjölgaði þeim mjög,
stundum sáust þær ár eftir ár. Sumir
töldu halastjörnur vera nokkurs kon-
ar viðvörunarbréf guðs til mannkyns
ins. Skömmu áður en svartidauði
barst til Evrópu sáu menn óhugnan-
lega halastjörnu, sem virtist bik-
svört. Trú manna á þessi sveimandi
himintungl var svo sterk, að ekki
þýddi að hrófia ið henni. Það var
ekki fyrr en löngu síðar, að menn
tóku að efast um spádómsgildi þeirra.
í íslenzkum' annálúm er alltaf getið
um „kómetur," ef sUkar sjást, og það
er ekki fyrr en síðast á 18- öld, að
annálahöfundar taka að efast um þýð
ingu þeirra- Sveinn lögmaður getur
þess við eitt árið, þegar ýmis stór-
menni létust, að „þá hafi enginn kó-
meti verið svo artigur að sýna sig.“
Margvísleg tákn urðu fyrir piág-
una í Evrópu. 20. desember 1348 sáu
menn eldsúlu upp af páfahöllinni í
Læknir og sióklingor — svipmynd úr plágunni.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
Lengi vel var sú skoðun ríkjandi,
að plágan væri refsivöndur guða eða
guðs á syndum spillt mannkyn. Þessi
skoðun var ekki aðeins drottnandi
meðal almennings, heldur einnig
meðal lækna og lærðra manna.
„Plága guðs“ var annað nafn á pest-
inni. Slík plága va á allan hátt rétt-
mæt og nauðsynleg og sannaði, að
mannkynið lifði í ónáð guðs- Þetta
ÖNNUR GREIN
jók ekki lítið hryllinginn. Guð hafði
yfirgefið mannkynið og því gerðist
það, að víða magnaðist hjátrú, og forn
ir siðir voru teknir upp, ef verða
mætti mönnum þeim til bjargar, sem
guð hafði yfirgefið. Ýmis konar hjá-
trú blómgaðist, þegar bráðar farsótt-
ir gengu — „fáfróður almúginn
hneigðist til forns óvana,“ eins og
klerkar þeirra tíma orðuðu það.
Sögur eru rm, að óttafullir þorps-
búar hafi tekið upp þann sið að
plægja rás umhverfis þorp sín, til
þess að bægja frá illum öndum. Trú-
in á plógfarið og verndarmátt þess
ríkti enn í Suður-Rússlandi og Síber-
980
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ