Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 6
Köllugosið haustið 1918. ég þá hlaða í öll hlið með torfi og grjóti og hurðum“. Ekki virðist óhugsandi, að nokk- ug mætti gera til varnar í Álíta- veri og Meðallandi, en allt skyldi það athuga í samráði við heima- menn. Enginn skyldi þó ætla, að nokkurt mannvirki 'geti staðizt Kötluhlaup, þar sem það nær framrás af nokkrum krafti. Er það þeim ljóst, sem slíkar hamfarir hafa séð. Þá má það furðu vckja, sem greint er frá í áðurnefndu Riti um jarðelda á íslandi, þó að ekki verði vefengt. Eftir hlaupið 1755 sást hjá Höfðabrekku steinn upp á jaka, „sem sambauð hverri stærstu kirkjit í Mýrdal, þó hún stæði upp á endann“ í hlaupinu 1721 tók af grasivaxinn háls milli Seldals og LéreftshörTa, sem var 100 faðma hár og 160 iaðma breið- ur. í einu hlaupi stóðu jakar grunn á 20 faðma dýpi í sjó. Og síðasta hlaup 1918 flutti fram jaka, sem voru 20—60 metra háir. Bæir í Meðallandi og Álftaveri stóðu allir eftir síðasta Kötlu- hlaup. Víst má þó telja, að hefði verulegur hluti hlaupsins, sem fór vestan Hafurseyjar, lent austan- megin, mundi verr hafa farið. Gunnar Gunnarsson i Vík ritaði um það fyrir mörgum árum, að nauðsynlegt væri að hafa tilbúin skýli til öryggis fólki í Álftaveri, þegar Kötlukaup bæri að höndum. Hafði hann þá í huga stað í grennd við Herjólfsstaði, ef ég man rétt. Hugmynd þessi er mjög vitteg að öðru leyti en því, að staðsetning skýlis í nánd við Herjólfsstaði er ekki heppileg. Öll byggð í Álfta- veri liggur sunnar og austar. Ó- hugsandi tel ég að ætla fólki að flýja á móti Kötluhlaupinu. Stað- inn þarf að velja nær syðstu bæj- um. Skýli eða virki, gert í þeim tilgangi að verjast áhlaupi Kötlu, skapar mikið öryggi, umfram það sem venjuleg híbýli gera. Út-Meðal land er í líkri hættu og Álftaver. Sömu öryggisaðgerðir þarf því að gera þar. Enginn skyldi rugla saman bráðri hættu af Kötlugosi og skyn- samlegum aðgerðum, til öryggis fólki. Hafa verður í huga, að eng- iniTveit, hvenær Katla getur kom- ið og ráðstafanir má því ekki draga á langinn. Of seint gæti haft þær afleiðingar, sem ekkert fé fær bætt. Hins vegar er því að fagna, ef ráðstafanir vegna Kötlu reynd- ust um alla framtíð óþarfar. Ég hef um nokkurt skeið spurt ýmsa bílstjóra, sem oft aka yfir Mýrdalssand, hvort þeir hafi gert sér ljóst, hvaða stefnu þeir tækju, ef þeir yrðu varir við Kötluhlaup. Flestir hafa svárað í fáum orðum á þessa leið: Það hef ég aldrei hugleitt, en viðurkenna eigi að sið- ur, að skynsamlegt sé að hafa fyrir- fram áætlun um það á hverjum stað, hvernig bregðast skuli við vandanum. Flótti undan hlaupinu beint af augum er örþrifaráð. Einn bílstjóri Austurleiðar seg- ist leita mundi til Álftavers á Sand- inum austanverðum, en kominn í námunda við Hafursey ætla sér þangað. Líkur væru til, að var myndaðist suður frá henni alUangt fram á Sandinn, þó að h’aupið færi fram. Vestan Hafurseyjar kveðst hann ógjarnan snúa undan til Hjör leifshöfða, heldur freista þess að ná til Hafurseyjar. Leiðin suður í Höfða væri mjög óálitleg, jafnvel á brautinni, sem þangað liggur skammt austan Múlakvíslar. Sjáifsögð öryggisráðstöfun sýn- ist að leggja upphleyptan veg af þjóðveginum upp að Hafursey og suður í Hjörleifshöfða. Útsýn af Höfðanum er ósegjan- lega tilkomumikið að dómi allra, sem til þekkja. Að því Ieyri er einnig þess vert að kosta nokkru til vegar þangað. Raddir hafa heyrzt um, að nauð synlegt gæti verið, að bílfær leið væri tiltæk að fjallabaki, ef KÖtlu hlaup lokaði þjóðleiðinni um Mýr dalssand. Þetta er ekki fjarstæða, en ekki heldur fullkomin lausn á vandamálinu. Fjallabaksleið lokast vegna snjóa snemma að haustinu og opnast seint á vorin. Örugg gæti hún ekki talizt nema tvo eða þrjá mánuði ársins. Nyrðri leiðin er að öllu leyti öruggari eða svo telja gamlir Skaftfellingar, sem kunnugir eru báðum leiðum. Nyrðri leiðin, sem Pálmi Hannes- son rektor kallar Landmannaleið, án allra raka, verður alltaf fjölfar- in af skemmtiferðafólki — slíkum töfrum náttúrufegurðar býr hún yfir. Segja má því, að skylt væri að auðvelda fólki ferðir á þær slóðir, þó að ekki ekki kæmi annað til. Einhverjum kann að virðast sem hér sé vikið köldu að Pálma Hannessyni. Sú er þó engan vegin meiningin. Hann hef ur ritað ágæta lýsingu á þessari leið, þó að nákunnugir menn viti sumt betur. Nafngift hans er eigi að síður fjarri sanni. Landmenn fóru engra erinda þessa leið, nema hluti hennar samfara göngum. Geta Skaftártungumenn á sama hátt tileinkað sér hana. En leið þessi var um skeið mikið farin af Skaftfellingum með lestir og fjár rekstra. Það voru Skaftfel’ingar, sem vörðuðu og stikuðu þessa íeið í fyrstu. Þeir reistu einnig sælu- hús á Kýlingum vegna umferðar- innar. Skaftfellingaleið væri rétt nefni, en vel má una hinu ga:nia heitir, Fjallabaksvegur. Á síðastliðnu sumri var Jökul- kvíslin brúuð á Fjallabaksvegi. Hún var mesti farartálminn á leiðinni. Stórátak er ekki að gera leiðina sæmilega akfæra, þó að brúa þurfi enn nokkuð. Hvort það verður fljótt veltur á vilja þeirra, sem ákveða, hvað gera skal eða gera ekki. Eins og áður er vikið að, má búast við því, að þessi vegur verði / 126 TlSIINN > SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.