Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Qupperneq 7
lokaður mestan tíma árs. Augljóst
er því, að ekkert getur til hlítar
bjargað samgöngum Skaftfell-
inga í fyrstu eftir Kötlugos, annað
en flug.
Perðir yfir Mýrdalssand eru nú
allar á bílum. Þetta fóru menn
áður á hestum eða gangandi.
Nokkur dæmi eru þess, að menn
komust á hestum úndan hlaupi
á nálæga hóla eða hæðir Bil-
unum verður ekki eins auðveld-
lega vikið um vegleysur og torfær
ur.
Saga er um það, að hesti var
riðið undan hlaupi suður í Hjör-
leifshöfða. Slapp maðurinn naum-
lega og orti um það vísú þessa:
Frá því neyðar flóði ég valt
fram hjá Hreiðurnesi
(aðrir segja: heiðursflesi).
Þarna reið ég heldur hratt,
hjá mér skreið vel Blesi.
Þá munaði mjóu, að tveir vinnu
menn Sveins Sveinssonar í Ásum
• (síðar Fossi) lentu í hlaupinu 1918.
Þeir fóru út yfir Sand með vagna
lest. Húsbóndi þeirra, Sveinn í
Ásum, bað þá nega dvöl hafa i
Hafursey, svo að þeim entist tími
til að fá út vörur um kvöldið fyrir
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
lokunartima verzlana. Svo ótrúlegt
sem það má þykja, fóru þeir yfir
Múlakvísl, án gruns um að hlaup
væri á leiðinni, fáum mínútum
áður en það kom og fyllti far-
veginn.
Jóhann Pálsson í Hrísnesi var
á leið suður í Álftaver og kominn
vestur yfir Hólmsárbrú, og nokk-
urn spöl lengra. Þegar hann varð
hlaupsins var, hljóp hann Þ'l brúir
innar sem hann mátti komast.
Hafði hlaupið þá náð brúnni, en
Jóhann slapp þó yfir áður en hana
tók af. Hundur var á hælum hon
um á brúnni, en lenti þó í hlaup-
inu. Hér voru örlög ráðin á einu
augnabliki
í síðasta Kötlugosi 1918 mátti
litlu muna að kona í Álftaveri
lenti í hlaupinu. Hún bjóst að
heiman um morguninn daginn
sama og Katla kom. Ferðinni var
heitið á fjöru í leit að tunnu, sem
vantaði á sláturtíðinni. Hross voru
ekki heimavið, utan tryppi fjögra
vetra, dálítið bandvant. Tekur hún
það, leggur á það, reiðing og
gengur. Á leið sinni hittir hún
Gisla Magnússon hreppstjóra í
Norðurhjálsigu. Hann segir henni
þau góðu tíðindi, að nú sé lokið
stríðinu, er geisaði — heimstpyrj-
öldin fyrri. Heldur kerla síðan
ferð sinni áfram og má lengi leita
á fjörunni, unz hún finnur tunnu
við hæfi. Kemur hún á hana
böndum, gerir sila og hefur til
klakks, en á móti hengir hún reka
'viðardrumb. Tunnan fór illa á
•klakk og heimferðin gekk seinlega.
•Gekk samt, þótt hægt færi og
•drjúgan spöl hafði hún að baki,
•þegar hún fór að heyra undar-
■legan nið í norðurátt, og jafnframt
■veitti hún því athygli, að ský
nokkuð tók að brei^ast yfir Mýr-
dalsjökul austanverðan. Heldur
þótti henni nú útlitið gerast ó-
hugnanlegt og kemur henni í
hug saga móður sinnar, að eftir
mikið stríð komi ævinlega heims
endir, minnug samtalsins við
‘Gísla Magnússon um morguninn.
Felur sig þá guði sínum og heldur
síðan ótrauð með flutning sinn.
Er hún nálgast bæi, sér hún, að
fólk allt hefur hópazt á hæstu
hæðir í túnunum, og þykir henni
furðulegt. Fátt var karlmanna
heima, sumir þeirra voru á afrétti
og aðrir að heiman farnir að taka
á móti safninu, sem von var á um
daginn.
En nú fór annað að vaida erfið-
leikum framar en tunnan. Vatn
127