Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Side 11
Samkomuhús Háskóla íslands, „Háskólabíó1', stílhreinn og aðlaðandi bygging, en kemur stúdentum að litlum
notum nema hvað þeir fá ókeypis aðgang að kvikmyndasýningum klukkan fimm og sjö. „A suitable case for
treatment," segja gárungarnir og glotta.
ustumenn á öllum sviðum, henni
er hagur að geta menntað sem
flesta og notið starfskrafta þeirra.
Þjóðinni er mikill fengur að sér-
hverjum menntamanni, jafnvel þó
störf hans gefi ekki af sér þctta
og þetta margar brúttólestir af
þroski eða síld. íslendingar hafa
löngum verið „intelligens-snobbar“,
litið upp til hins greinda og sjálf-
menntaða, en haft ímugust á
„námshestum" og „bókaormum",
en við verðum að láta af slíkum
dómum. — í öðru lagi er háskól-
inn ein mikilvægasta menningar-
lind þjóðarinnar, og síðast en ekki
sízt er liáskólinn fulltrúi þjóðar-
innar um víða veröld, hann hefur
samstarf við erlenda háskóla, víðs
vegar um hnöttinn, býður hingað
erlendum menntamönnum og stú-
dentum og sendir héðan mennta-
menn og stúdenta, og er þannig
tengiliður á milli íslenzku þjóðar-
innar og annarra menningarþjóða.
Þetta er mikilvægi háskólans, og
sé stjórnarherrum þetta ljóst, ættu
þeir ekki að horfa í að margíalda
framlög sín til skólans í þágu bygg-
inga, rannsókna og kennslu.
j: En þessi deyfð, sem ríkir yfir
starfsemi og viðgangi skólans, ef
ég má orða það svo, er hún ekki
að sumu leyti stúdentum sjálfum
að kenna. Skipta þeir sér ekki of
lítið af málefnum skólans, eru þeir
ekki sjálfir áhugalausir um ailt,
sem snertir rekstur veraldlegra
mála við skólann? Ég hef nú
reyndar heyrt, að áhugi þeirra fyr
ir hinu andlega sé ekki mikúl held
ur.
S: Að sjálfsögðu er ekki bein-
línis í verkahring þeirra, sem
leggja stund á nám við skólann,
að vafstra við stjórn hans eða
koma honum á réttan kjöl. Aftur
á móti gegnir öðru máli um þá,
sem lokið hafa námi og tekið við
ýmsum ábyrgðarstöðum, þar sem
þeir .gætu beitt aðstöðu sinni til
eflingar skólans. Meinið er, að
stúdentar hafa ekki að námi loknu
sýnt háskólanum þá ræktarsemi,
er þeim að sönnu ber siðferðis-
leg skylda til. F.jölmargir kandí-
data frá Háskóla íslands hafa þau
völd í íslenzku þjóðfélagi, að þeir
ættu að geta létt forráðamönnum
skólans róðurinn í uppbyggingar-
viðleitni þeirra. En svo hefur raun-
in ekki orðið á.
' Ég veit ekki betur en allir stjórn
málaflokkar þessa lands setji það
ofarlega á stefnuskrá sína, að þeir
vilji efla æðri menntun í landinu,
og af dagblöðum flokkanria sést,
að ekki virðist skorta viljann. En
svo, þegar til kastanna kemur, er
aðeins hið venjulega upp á ten-
ingum: Stefnuskrá íslenzkra
stjórnmálaflokka er einskis virði í
þessu efni, sem og fjölda mörgum
öðrum.
j: Fjárskortur og húsnæðisleysi
koma niður á allri kennslu við
skólann, er ekki svo?
S: Hjá því er að sjálfsögðu ekki
komizt, að fjárskortur og húsnæð-
isleysi koma mjög harkalega nið-
ur á allri kennslu og kean.siuliátt-
um. Ég get nefnt þér eitt dæmi
um þrengslin í skólahúsinu. í
kennslustofu þeirri, sem nctuð er
til kennslu í fyrsta hluta lögfræði
og tekur þrjátíu manns í sæti, eru
iðulega sextíu stúdentar vjðstadd-
ir fyrirlestur, og þarf ekki að geta
þess, að þar er þröngt setinn bekk
urinn. Ég get og týnt fleira til, en
læt þess einungis getið, að hús-
gögn í kennslustofum skólans eru
nú tuttugu og sex ára gömul og
væri lagt í kaup á nýjum húsgögn-
um, sem stæðust fyllilea þær kröf
ur, er nú eru gerðar til húsgagna
í erlendum háskólum, minnkaði
sætafjöldi í kennslustofum háskól-
ans um fjörutíu prósent.
Ég tók lagadeildina sem dærni
um þrengsli í skólanum, en segja
má, að flestar deildir skólans búi
við slík þrengsli. Það er vita von-
laust að ætla sér að bæta kennslu-
hætti viðfslíkar aðstæður svo ekki
sé talað urn skaðann, sem þessi
aðbúnaður iðulega veldur í sam-
bandi við áhuga og ástundun stú-
denta almennt við námið.
Vafalítið hefur lítt viðunandi að
búnaður og skortur á nútíma-
kennsluháttum ahan þann tíma,
sem háskólinn hefur starfað, vald
ið óánægju meðal stúdenta og dreg
ið úr þeirri lífsgleði, sem öðrum
kosti hefði auðkennt háskólaár ís-
lenzkra stúdenta. Ef til vill er
þetta skýringin á því, hvers vegna
stúdentar hafa sýnt skólanum svo
litla ræktarsemi að námi loknu,
sem raun ber vitni. Minningar frá
'Framhald á 142. siðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
131