Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Blaðsíða 12
Teikning eftir simpansann Bellu, einhver skemmtilegasta mynd, sem api hefur
gert.
MYNDLIST APANNA
Myndir eftir apa hafa ósjaldan
verið settar á málverkasýningar, og
þá hefur stöku sinnum borið við,
að iistfræðingar - hafa orðið sér
eftirminnilega til athlægis með því
að hæla apamyndunum á hvert
reipi, grunlausir um höfundinn.
Þeir, sem í slíka gildru ganga,
eiga að jafnaði ekki sjö dagana
sæla fyrst á eftir, þar eð vakinn er
sá grunur, að ekki sé allt með
felldu um skynbragð þeirra á list-
ræn efni. Við skulum þó láta slíkt
liggja á milli hluta. Aftur á móti
kynni einhverjum að leika forvitni
á því, hvernig þessi apamálverk
eru til orðin og hvaða listrænum
hæfileikum vísindamenn telja ap-
ana búna.
Fyrsti apinn, sem menn vita, að
dregið hafi blýantsStrik á blað, var
rússneskur simpansi, sem kallaður
var Jonni. Hófust teikningar hans
árið 1913 og voru liður í sálfræði-
legri rannsókn, er þá fóru fram.
Rússnesk kona, Nadjeteva Kohts,
fylgdist vandlega með broskaferli
hans árin 1913—1916, og allmörg-
um árum síðar, 1925—1929, rann-
sakaði hún á sama hátt Þróun í
myndagerð ungs sonar síns. Niður-
stöður þessara rannsóknar voru þó
ekki birtar fyrr en 1935. En þáyoru
margir farnir að rannsaka mynda-
gerð apa.
Upp úr 1930 tóku bandarísk hjón,
hin nafnkunnu Kelloggshjón, til
sín simpansa, sem kominn var á
áttunda mánuð. Þennan simpansa
létu þau síðan alast upo með tíu
mánaða gömlum syni sínum næstu
níu mánaða. Fylgzt var með þeim
dag hvern, apanum og drengnum,
og þroskaferli þeirra lýst vandlega.
Meðal þrauta, sem þeir voru látnir
inna af höndum, voru teikningar
Þessi api nefndist Guja.
Þær athuganir, sem gerðar voru
á athöfnum Jonna og Guju, vöktu
fyrst eftirtekt manna á því, að apar
gátu dregið strik á pappír með
blýanti, ef þeim var einu sinni
sýnt, hvernig þeir áttu að fara að
því. Bæði Jonna og Guju hafði upp-
haflega orðið að kenna að draga
blýantsstrikin, en sonur Kelloggs-
hjóna, Dónald, hafði sjálfur komizt
á lag með að rissa á blað, er honum
var fenginn blýantur, rúmlega fjór
tán rnánaða gömlurn. í öðru lagi
hafði komið ótvírætt fram, að báð-
ir aðilar, aparnir og börnin, toku
greinilegum framförum við mynda
gerðina. Sá var þó munur á, að börn
in fóru fljótlega að líkja eftir
myndum kennarans og komust inn
an tíðar upp á lag með að draga
strik, sem greinilega áttu að tákna
andlit, en aparnir gátu a.d~ei haíið
sig yfir ómyndræn strik. Barnið
byrjaði svipað og apinn með fjolda
óreglulegra strika, sam skárust á
ýmsa vegu. Á þessu skeiði voru
teikningar þeirra mjög svipaðar. En
seinna urðu þær gerólikar, þótt
báðir þroskuðust, því að þróunin
stefndi ekki í sömu átt. x4pinn tók
að draga bein, feit strik og fylla á
milli þeirra með fjölda alls konar
þverstrika, er minntu á fleygrúnir,
en börnin fóru að líkja eftir því,
sem þau sáu, þegar þau voru orð-
in tveggja ára.
Fyrir heimsstyrjöldina fyrri voru
einungis uppi tveir apar, sern kunn
Simpansinn Alfa fékk pappírsblað meS hringum og þrihyrningum. Alfa feiknaði
venjulega innan í hringana, en færði sig út fyrlr þríhyrningana á alla vegu.
132
llMiNN - SUNNUDAUSBLAÐ