Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Síða 13
0
ir voru sökum „listar“ sinnar Það
var simpansi, sem hét Tarzan II.
og nafnlaus suður-amerískur apa-
köttur. En upp úr 1950 fór að
hlaupa vöxtur í apalistina, og nú
eru uppi að minnsta kosti fjörutíu
apar, sem hafa teiknað og málað
myndir. Flestir eru þeir simpans-
ar, en þar að auki eru nokkrir
stórir mannapar og loks fáeinir
litlir apakettir. Flestir hafa þessir
apar alizt upp í dýragörðum eða
búrum — þó ekki allir.
Aparnir hafa notið ýmis konar
tæki — blýanta, krít-, bursta eða
einfaldlega fingur sína. Bandarísk
ir apar, sem máluðu með fingur-
gómunum, vöktu mikla athygli upp
úr 1950, og varð frægust Betsý
frá Baltimore — simpansi, sem
iðulega sást í sjónvarpi Komust
„málverk" þessa apa í hátt verð
um eitt skeið.
Við tilraunir hefur sannazt, að
engin leið er að þekkja í sundur,
hvort apar eða börn hafa búið til
slík fingramálverk. Þannig voru
myndir, sem Betsý hefði gert, send
sérfræðingum til greiningar, og úr-
skurðuðu þeir, að þær væru eftir
mjög uppreisnargjarna telpu, tíu
ára gamla. Um fleiri apamyndir
skeikaði þeim hrapalega.
Upp úr þessu kom enski dýra-
fræðingurinn Morris fram á sjón-
arsviðið. Hann hafði tekið að sér
að búa til myndir handa enska
sjónvarpinu í dýragarðinum í Lund
únum, og með sjónvarpsþáttum
þessum hófst frægð simpansa eins,
sem hét Kongó. Kongó bjó
til myndir, en hann smurði
ekki litunum á léreftið með
fingrum sér, heldur notaði
pensil. Englendingar voru auðvit-
að upp með sér af hinum iist-
fenga apa sínum og Morris lauk
sjónvarpsþáttum sínum með því að
skora á alla aðra listfenga apa að
ganga á hólm við Kongó. Upp af
þessu spratt samsýning þeirra
Kongós og Betsýar hinnar
bandarísku, í frægum sýning-
arsal í Lundúnum. Hvort
þeirra átti tólf myndir á sýmng-
unni, og það var ekki minni manni
en Júlían Huxley teflt fram til
þess að opna þessa sýningu. Síð-
an hafa apamyndir verið sýndar
hvað eftir annað á málverkasýn-
ingum, jafnvel í virðulegustu sýn-
ingarsölum veraldar.
Með penslum hafa apar gert mál-
verk, sem þykja mjög áhrifamikil.
d
£
Teikningar simpansans Jonna og sonar Nadjetevu. A er handverk apans, þegar
hann var nýbyrjaður að handleika blýant, og ber handverk dregnsins á svip-
uðu reki. Handbragðið er keimlíkt. En þegar fram i sótti, fór drengurinn að
leitast að búa til andlit, eins og myndin d ber með sér, en apinn hélt sig við
strikin, sem urðu æ flóknari.
+ + + =
+ + +
+ = +
+ + +
+ + + +
+ — + +
+ + — =
+ + +
Ki
fXI
Prentuð voru spjöld með samræmdum og afbrigðilegum táknum. Spjöldunum
var síðan dreift fyrir apa og fugla af krákukyni og athugað, hvaða spjöld þeir
völdu sér. Með þessu átti að kanna fegurðarskyn þeirra. Árangurinn er sýndur
í dálkunum aftan vlð merkin, og eru tveir hinir fremri um viðbrögð apa, en
i hinum síðari sézt, hvernig krákunum tókst.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
133