Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Page 16
Hin ofurmannlega hetja sagnaleikja liðinnar tíðar, göfgi og festa í svipnum.
Friðrik prins úr sagnaleiknum „Prinz Friedrich von Homburg1' eftir Kleist. —
Myndin er frá sýningu í Deutsches Theater í Göttingen áriíi 1951.
mynda, hvernig hann skuli greiða
fyrir síðdegiskaffið, hvernig hann
eigi að hefja samræður eða hvern-
ig hann losni úr viðjum fjölskyldu
sinnar.
í stuttu máli er kjarni hinna
nýju lífsviðhorfa, er leikskáldin
flytja í verkum sínum, þessi: Hvort
sem maðurinn glímir við vandamál
félagsheildar eða einkalífs, er iausn
þeirra að finna innra með honum
sjálfum, en ekki í siðfræðikerfum
liðinnar tíðar. Mannkynið geymir
ekki viðtekin sannindi um hegðun
og háttu. Þjóðfélagið getur krafizt
sérstakrar lífsbreytni, sé heill þess
öðrum kosti í hættu, en slikar
kröfur mega ekki skerða frelsi
einstaklinga. Geri.iþær sl'.kt, skal
maðurinn fullnægja eigin þörfum,
áður en hann hlýðir boðum þjóð-
félagsins og bræðra sinna. Það er
skylda hans.
Leikmennt nútímans er ekki mál
svari þeirra kenninga, er mótað
hafa líf mannsins á liðnum öldum
og lagt grundvöll að menningu
hans. Öðru máli gegndi á dögum
Shakespeares og Sófóklesar. Þá
sóttu menn leikhús til að sannfær-
ast enn betur um réttmæti skoð
ana sinna. Þeir trúðu, að örlaga-
dísirnar kæmu hefndum fram á
sérhverjum misindismiuni, og sáu
staðfestingu þessa í „Hamlet“ og
„Elektru“. Þeir töldu, að konung-
ar þægju vald sitt frá guði, og
„Macbeth“ var þeim næg sönnun.
Leikskáld nútímans gegna Öðru og
erfiðara hlutvertó. Þau deila á allt
og alla, ráðast gegn rótgrónum
hugmyndum um líf og dauða,
ganga í berhögg við áhorfendur og
eru sjáldnast mild 1 orðum. Þetta
er leikhúsgestum til góða. Það
skerpir dómgreind þeirra, eykur
hæfni þeirra til sjálfrýni og kenn-
ir þeim hreinskilni og hispursleysi.
Leikhúsið er þá og prófsteinn á
nýjar hugmyndir og lífsvenjur og
sýnir áhorfendum, hvort þær muni
verða til bóta eða miska.
Viðfangsefni nútímaleikmenntar
gefa henni varanlegt gildi, og aðrir
þættir leikmenntar, sviðstækni og
tjáningarháttur, eiga þar lítinn hlut
að máli. í sjálfu sér skiptir engu,
hvernig leikverk er byggt og flutt
á sviði, ef það nær tökum á Ieik-
húsgestum, og tilraunabrellur, sem
ekki eru annað en glysklæði um
vesæla hugsun, má dæmi einsk-
is virði. Pinter og Osborne segjast
báðir fylgja hefð í sviðsnotkun,
áhorfendur séu ætíð fjórða hlið í
leikumgerð verka þeirra. Samt sem
áður hafa þeir haft mikil áhrif á
þróun leikmenntar á síðustu árum.
Jafnvel Beckett hefur lítið skeytt
um að hrófla við tæknilögmálum
sviðsins.
Stundum er því fram haldið, að
nútímaleikskáld hafi gleymt, hvern
ig semja eigi „gott leikrit“ („a well
made play“). Sagt er, að hin ungu
leikskáld hafi tekið langdregið
orðaskraf og setningavafstur fram
yfir hina mikilvægu höfuðdrættl
„góðra leikrita", upphaf, miðkafla
og niðurlag.
Tvennu er til að svara:
í fyrsta lagi eru svo auðþekktir
formálar lagðir til grundva’lar
„góðum leikritum“ (alþjóðleg at-
burðakerfi, ástríðusprengingar á
viðeigandi stöðum, snotur lausn
klípunnar, venjulega freudískrar
kynlífsklipu, lukkulegur endir), að
sérhver áhorfandi veit með nokk-
urri vissu, hvað muni henda næst
á sviðinu og hvernig málum lykt-
136
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ