Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 12.02.1967, Qupperneq 17
Hetja nútímans, örvita og sálsjúk, heyr baráttu við einsemd og tilgangsleysi. Krapp í leikverki Becketts, „Síðasta segulband Krapps*'. — Myndin er tekin á sýningu í Lindarbæ, og er Árni Tryggvason í hlut- verki einstæðingsins. ar. Heimskulegt er að skrifa slík leikverk. Skáld vilja gjarnan koma á óvart, að minnsta kosti er fæst- um þeirra metnaðarmál að segja það, sem aðrir hafa sagt áður Ef leikskáld finnur hjá sér þörf til að skrifa „gott leikrit", er honum miklu nær að afhenda leikstjóra stutt, en gagriórt yfirlit um helztu persónur verksins, umhverfi þess og upphaf, og láta síðan leikendur slá botninn í allt saman. í öðru lagi auðkennir lágkúru- legur starfsháttur sköpun „góðra' leikrita“. Atburðarásin er fyrst á- kveðin, þá er persónum skotið inn eftir þörfum, og síðan reynt að uppgötva, hvaða boðskap þetta flytji áhorfendum. Leikskáldið seg ir sem svo: Ég ætla að skrifa leik- rit um tvenn hjón, sem skiptast á mökum, en hneigjast til lögboð- ins hjónalífs, þegar börn þeirra, sonur og dóttir, hugsa til giftingar. Er leikritahöfundurixin hefur hripað þetta sögukorn á blað, veit hann, hversu margar persónur skulu fram koma í leiknum, hvern ig þær hugsa og hvað þær segja 1 stórum dráttum. Hann veit og, hvenær stórviðburðir verða í leikn um: í fyrsta þætti lýsir hann hjón- unum og gerir grein fyrir vanda- málum þeirra. Hann undirbýr makaskiptin með viðeigandi augna gotum og launungarkjassi. í upp- hafi annars þáttar hafa makaskipt- in farið fram. Loftið er lævi bland- ið, spenna eykst, hjónin standa hvort annað að verki og heimili beggja hrynja í rúst. Sviðið gnötr- ar í djöfullegum eldmóði, og börn- in, sonurinn og dóttirin, reyna að koma á sáttum. í þriðja þætti eru börnin orðin ástfangin hvort af öðru og tilkynna foreldruin trú lofun sína. Þetta lægir hina fieu- dísku girndahljómkviðu, og leikn- um lýkur með gleðibrosi á hvers manqs vör. Nei, — „gott leikrit" á ekki upp . á pallborðið hjá þeim leikskáldum, er mótað hafa leikmennt nútírnans. Þau segja fremur: Ég hef sex per- sónur, þrjá karlmenn og þrjár konur. Ef til vill eru þau gift. Ég veit það ekki. Látum okkur sjá Að sjálfsögðu er forsaga sérlivers nútímaleikverks ekki svo sára ein- föld. Ég vildi einungis leggja á- herzlu á, að nú beina leikskáld athygli sinni að fólki, en ekki að atburðum. Fólkið skiptir megin- rnáli, tal þess, líf þess, andsvör þess gegn örlögum og atburðum. Þegar allt kemur til alls, leiða gerðir fólks til atburða, en viðburð ir leiða ekki til athafna. ílver er sinnar gæfu smiður, eins og mál- tækið segir. Skrifi leikskáld „gott leikrit", og móti persónur eftir þörfum, eru þær ekki fólk heldur leikbrúður, sem gæða söguna lífi. Nútímaleikskáld, er aðhyllast nýjar stefnur, láta hins vegar persónur sínar ráða efni leikverksins. Persónusköpun nútímaleikskálda miðast einkum við „innra mann- inn“, hugsun, tilfinningar og af- stöðu til atburða, en ekki við „ytra manninn", talsmáta, kæki og fas. Við gætum ef til vill nefnt aðferð þeirra „mannrýni". Mannrýni auð- kennir sérlega verk höfunda eins og Pinters og Becketts, og hún hefur orðið til náinna tengsla mill- um sviðs og salar, sem eru eins- dæmi í sögu leikmenntar. Að vísu reit Shakespeare einræður, en þær voru einungis hluti sögunnar, TfMINN - SUNNUDAGSBLAB 137

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.